Eitruð lög Jón Gnarr skrifar 28. mars 2015 07:00 Síðasta vika var ansi söguleg í mínu lífi. Þar sem ég er nú með bandaríska kennitölu ákvað ég að láta á það reyna að sækja um nafnabreytingu fyrir dómstólum hér í Húston. Fyrir mánuði útvegaði ég mér nauðsynleg gögn og hóf málið. Ég hef gert þetta sjálfur og ekki þurft neina lögfræðiaðstoð. Það má finna á netinu ýtarlegar upplýsingar um það hvernig svona gengur fyrir sig. Að sækja um nafnabreytingu er frekar einfalt ferli. Því fylgir þó nokkuð vesen og kostnaður. Ég þurfti til dæmis að fara á lögreglustöðina og láta taka af mér fingraför. Það er hluti af umsókninni og gert til að fyrirbyggja að maður sé glæpamaður á flótta. Í rökstuðningi með umsókninni sagði ég ástæðu nafnabreytingarinnar fyrst og fremst persónulega. Ég hef kallað mig Jón Gnarr í 30 ár. Ég starfa undir þessu nafni og hitt nafnið veldur mér óþarfa óþægindum. Allt í allt hefur þetta kostað mig um 30.000 krónur. Það eru engar takmarkanir á nöfnum en þó er varað við því að velja sér ónefni, nöfn sem geta valdið öðrum óþægindum eða sært blygðunarkennd fólks. Einnig er varað við því að velja nöfn sem geta valdið misskilningi eða eru öðrum tengd. Vilji maður heita Adolf Hitler, R2D2, Skoda Octavia eða Lady Gaga er hætt við að dómari synji umsókninni eða hreinlega vísi málinu frá. Fáir leggja því í það. Þetta finnst mér sjálfbært og eðlilegt ferli. Og ágætur tekjustofn. Vantar ríkið ekki alltaf pening? Á miðvikudagsmorgun mætti ég svo í dómssal. Þegar kom að mér steig ég fram fyrir dómarann, sór eið og svaraði svo spurningum hans. Honum fannst rökstuðningur minn góður, skildi vel að þetta væri til óþæginda fyrir mig og féllst dómurinn á þessa beiðni mína. Þetta var bæði spennuþrungin og næstum því óraunveruleg reynsla. Mér fannst skringilegt að vera í bandarískum dómssal. Alls konar tilfinningar flæddu í gegnum mig. Ég var bæði stressaður, klökkur, glaður og þakklátur.Réttur Blævar Mannanafnalögin íslensku hafa verið töluvert til umræðu síðustu ár. Við heyrum af fólki í fjölmiðlum sem verður fyrir óþægindum af lögunum og reglulega birtir Mannanafnanefnd úrskurði sína, hvaða nöfn hún samþykkir og hverjum hún hafnar. Þekktasta dæmið er líklega mál Blævar Bjarkardóttur en nefndin synjaði henni um að fá að heita nafninu sínu. Lengra er varla hægt að ganga í forræðishyggju og valdníðslu. Málið þótti svo athyglisvert að það náði alþjóðlegri athygli. Blær kærði úrskurðinn og honum var hnekkt í Héraðsdómi með þeim dómsorðum að „réttur Blævar til að bera nafn sitt væri ríkari en hagsmunir samfélagsins af því að hafna því“. Þetta finnst mér góð hugsun og gáfuleg orð. Mannanafnalögin ganga ekki jafnt yfir alla heldur aðeins hluta þjóðarinnar. Ættarnöfn eru bönnuð. Samt er fullt af fólki með ættarnöfn. Ólöf Nordal innanríkisráðherra ber til dæmis tilbúið ættarnafn. Hún segist sjálf vera íhaldssöm þegar kemur að lögunum. Það er athyglisverð afstaða þar sem þau bitna ekkert á henni. Hún og hennar fólk má heita Nordal en ég og mitt fólk fáum ekki að heita Gnarr. Innflytjendur fá líka að halda sínum nöfnum og niðjar þeirra. Ég skrifa hér í Fréttablaðið undir lið sem Pawel Bartoszek skrifaði áður frábæra pistla. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp og innanríkisráðuneytið kannar hvort tilefni sé til að breyta lögunum. Ég vona af öllu hjarta að þessar breytingar nái fram að ganga og þessu löglega óréttlæti verði hætt sem fyrst og fólk þurfi ekki lengur að flytja til útlanda að leita síns sjálfsagða réttar.Að skapa sér nafn Mér var ekki gefið nafn heldur vann ég fyrir því. Nafn er persónulegt og getur haft tilfinningalega merkingu fyrir manni sem enginn annar skilur. Og það er allt í lagi. Það kemur það engum við hvað maður heitir eða vill heita því að réttur hvers og eins til að bera ákveðið nafn er mikilvægari heldur en hagsmunir samfélagsins af því að hafna því. Það er kjarni málsins. Og ríkið getur ekki í krafti neins nema valdníðslu þröngvað sumum til að vera einhverjir kyndilberar íslenskrar tungu og menningar á meðan það undanskilur aðra. Og ef það væri raunverulegt markmið þessa fólks þá væri það ekki að banna nöfn eins og Fenris, Gandálfur og Gnarr á meðan fjöldi Íslendinga heitir alls konar taílenskum, enskum og pólskum nöfnum. „Með lögum skal land vort byggja en með ólögum eyða,“ mælti Njáll. Mannanafnalögin eru ólög sem standa í vegi fyrir þeirri skapandi hugsun sem er meginstoð íslenskrar tungu og menningar. Þau hamla þroska. Endurskoðum því lögin og leggjum niður Mannanafnanefnd. Nefndin getur áfram hist og haldið fundi, það eina sem breytist er að hún fær ekkert borgað og hefur ekkert vald. Hún getur samt bloggað um skoðanir sínar eins og allir aðrir íslenskir kverúlantar og þeir geta lesið það sem vilja og jafnvel kommentað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Jón Gnarr Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun
Síðasta vika var ansi söguleg í mínu lífi. Þar sem ég er nú með bandaríska kennitölu ákvað ég að láta á það reyna að sækja um nafnabreytingu fyrir dómstólum hér í Húston. Fyrir mánuði útvegaði ég mér nauðsynleg gögn og hóf málið. Ég hef gert þetta sjálfur og ekki þurft neina lögfræðiaðstoð. Það má finna á netinu ýtarlegar upplýsingar um það hvernig svona gengur fyrir sig. Að sækja um nafnabreytingu er frekar einfalt ferli. Því fylgir þó nokkuð vesen og kostnaður. Ég þurfti til dæmis að fara á lögreglustöðina og láta taka af mér fingraför. Það er hluti af umsókninni og gert til að fyrirbyggja að maður sé glæpamaður á flótta. Í rökstuðningi með umsókninni sagði ég ástæðu nafnabreytingarinnar fyrst og fremst persónulega. Ég hef kallað mig Jón Gnarr í 30 ár. Ég starfa undir þessu nafni og hitt nafnið veldur mér óþarfa óþægindum. Allt í allt hefur þetta kostað mig um 30.000 krónur. Það eru engar takmarkanir á nöfnum en þó er varað við því að velja sér ónefni, nöfn sem geta valdið öðrum óþægindum eða sært blygðunarkennd fólks. Einnig er varað við því að velja nöfn sem geta valdið misskilningi eða eru öðrum tengd. Vilji maður heita Adolf Hitler, R2D2, Skoda Octavia eða Lady Gaga er hætt við að dómari synji umsókninni eða hreinlega vísi málinu frá. Fáir leggja því í það. Þetta finnst mér sjálfbært og eðlilegt ferli. Og ágætur tekjustofn. Vantar ríkið ekki alltaf pening? Á miðvikudagsmorgun mætti ég svo í dómssal. Þegar kom að mér steig ég fram fyrir dómarann, sór eið og svaraði svo spurningum hans. Honum fannst rökstuðningur minn góður, skildi vel að þetta væri til óþæginda fyrir mig og féllst dómurinn á þessa beiðni mína. Þetta var bæði spennuþrungin og næstum því óraunveruleg reynsla. Mér fannst skringilegt að vera í bandarískum dómssal. Alls konar tilfinningar flæddu í gegnum mig. Ég var bæði stressaður, klökkur, glaður og þakklátur.Réttur Blævar Mannanafnalögin íslensku hafa verið töluvert til umræðu síðustu ár. Við heyrum af fólki í fjölmiðlum sem verður fyrir óþægindum af lögunum og reglulega birtir Mannanafnanefnd úrskurði sína, hvaða nöfn hún samþykkir og hverjum hún hafnar. Þekktasta dæmið er líklega mál Blævar Bjarkardóttur en nefndin synjaði henni um að fá að heita nafninu sínu. Lengra er varla hægt að ganga í forræðishyggju og valdníðslu. Málið þótti svo athyglisvert að það náði alþjóðlegri athygli. Blær kærði úrskurðinn og honum var hnekkt í Héraðsdómi með þeim dómsorðum að „réttur Blævar til að bera nafn sitt væri ríkari en hagsmunir samfélagsins af því að hafna því“. Þetta finnst mér góð hugsun og gáfuleg orð. Mannanafnalögin ganga ekki jafnt yfir alla heldur aðeins hluta þjóðarinnar. Ættarnöfn eru bönnuð. Samt er fullt af fólki með ættarnöfn. Ólöf Nordal innanríkisráðherra ber til dæmis tilbúið ættarnafn. Hún segist sjálf vera íhaldssöm þegar kemur að lögunum. Það er athyglisverð afstaða þar sem þau bitna ekkert á henni. Hún og hennar fólk má heita Nordal en ég og mitt fólk fáum ekki að heita Gnarr. Innflytjendur fá líka að halda sínum nöfnum og niðjar þeirra. Ég skrifa hér í Fréttablaðið undir lið sem Pawel Bartoszek skrifaði áður frábæra pistla. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp og innanríkisráðuneytið kannar hvort tilefni sé til að breyta lögunum. Ég vona af öllu hjarta að þessar breytingar nái fram að ganga og þessu löglega óréttlæti verði hætt sem fyrst og fólk þurfi ekki lengur að flytja til útlanda að leita síns sjálfsagða réttar.Að skapa sér nafn Mér var ekki gefið nafn heldur vann ég fyrir því. Nafn er persónulegt og getur haft tilfinningalega merkingu fyrir manni sem enginn annar skilur. Og það er allt í lagi. Það kemur það engum við hvað maður heitir eða vill heita því að réttur hvers og eins til að bera ákveðið nafn er mikilvægari heldur en hagsmunir samfélagsins af því að hafna því. Það er kjarni málsins. Og ríkið getur ekki í krafti neins nema valdníðslu þröngvað sumum til að vera einhverjir kyndilberar íslenskrar tungu og menningar á meðan það undanskilur aðra. Og ef það væri raunverulegt markmið þessa fólks þá væri það ekki að banna nöfn eins og Fenris, Gandálfur og Gnarr á meðan fjöldi Íslendinga heitir alls konar taílenskum, enskum og pólskum nöfnum. „Með lögum skal land vort byggja en með ólögum eyða,“ mælti Njáll. Mannanafnalögin eru ólög sem standa í vegi fyrir þeirri skapandi hugsun sem er meginstoð íslenskrar tungu og menningar. Þau hamla þroska. Endurskoðum því lögin og leggjum niður Mannanafnanefnd. Nefndin getur áfram hist og haldið fundi, það eina sem breytist er að hún fær ekkert borgað og hefur ekkert vald. Hún getur samt bloggað um skoðanir sínar eins og allir aðrir íslenskir kverúlantar og þeir geta lesið það sem vilja og jafnvel kommentað.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun