Bjuggu til sín eigin sólmyrkvagleraugu 20. mars 2015 06:45 Þórður Atlason og Haraldur Orri Hauksson, nemendur Menntaskólans í Reykjavík, bjuggu til sólmyrkvagleraugu. Vísir/Ernir Í dag, föstudagsmorgun, fylgist fjöldi Íslendinga með sólmyrkva þar sem tungl gengur fyrir sólu. Sólmyrkvinn stendur yfir í um tvær klukkustundir. Í Reykjavík hefst hann kl. 8.38, nær hámarki kl. 9.37 og lýkur kl. 10.39. Sólmyrkvagleraugu eru uppseld á landinu og að horfa á sólina án viðeigandi hlífðarbúnaðar getur valdið varanlegum augnskaða og blindu í verstu tilvikum. Það eina sem dugar til að horfa á sólmyrkvann eru sólmyrkvagleraugu, glerið er úr silfurhúðaðri sólarfilmu sem síar burt skaðlega innrauða geisla og útfjólublátt ljós. Þeir hleypa aðeins hundrað þúsundasta hluta af sýnilega sólarljósinu í gegn svo öruggt er að skoða sólina með þeim.Varúð Ekki horfa í sólina án sólmyrkvagleraugna. Venjuleg sólgleraugu duga alls ekki. Þá vara augnlæknar við því að taka sjálfsmynd á síma af sér við sólmyrkvann. Fréttablaðið/ErnirAugnlæknar benda á að það megi alls ekki nota 3D-gleraugu eða venjuleg sólgleraugu. Nokkrir nemendur í Akademíunni í Menntaskólanum í Reykjavík dóu ekki ráðalausir og brugðu á það ráð að framleiða fleiri gleraugu til að auðvelda þeim nemendum skólans sem hafði ekki tekist að útvega sér gleraugu í tæka tíð að horfa á myrkvann. „Margir nemendur í skólanum voru ekki komnir með gleraugu, en eftir nokkra leit fundum við næma filmu, sem gleypir í sig sólarljósið, til að nota í gleraugu,“ segir Þórður Atlason, nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík, og segir tugi nemenda hafa hjálpað til við að setja saman 300 gleraugu sem eru til brúks í dag. „Við vonum að það verði nóg af gleraugum til þess að allir geti horft á myrkvann. Ef ekki, þá ættu nemendur að skiptast á.“ Augnlæknar víða í Evrópu hafa ítrekað aðvaranir sínar vegna hættu á skaða á augum og vara líka fólk við að taka sjálfsmynd á símana sína. „Fólk ætti að vara sig á því að taka „selfie“ af sér með sólmyrkvann í baksýn,“ segir Patricia Quinlan augnlæknir í samtali við Irish Times. Ráð sem Íslendingar ættu að hlýða. Sól er lágt á lofti í morgun og því vilja margir koma sér fyrir á stað þar sem lítið skyggir á sýn til sólar. Á Akureyri verður skíðasvæðið í Hlíðarfjalli opnað klukkan 8.00 og fólki gefst kostur á að fara með lyftum til að horfa á sólmyrkvann í eitt þúsund metra hæð. Skíðamiðstöðin í Oddskarði er líka opin frá 8.30 og þaðan má fylgjast með sólmyrkvanum úr allt að 850 metra hæð, með útsýni yfir Atlantshafið. Margir ferðamenn munu fara frá Reykjavíkurhöfn og horfa á myrkvann á hafi úti. Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Í dag, föstudagsmorgun, fylgist fjöldi Íslendinga með sólmyrkva þar sem tungl gengur fyrir sólu. Sólmyrkvinn stendur yfir í um tvær klukkustundir. Í Reykjavík hefst hann kl. 8.38, nær hámarki kl. 9.37 og lýkur kl. 10.39. Sólmyrkvagleraugu eru uppseld á landinu og að horfa á sólina án viðeigandi hlífðarbúnaðar getur valdið varanlegum augnskaða og blindu í verstu tilvikum. Það eina sem dugar til að horfa á sólmyrkvann eru sólmyrkvagleraugu, glerið er úr silfurhúðaðri sólarfilmu sem síar burt skaðlega innrauða geisla og útfjólublátt ljós. Þeir hleypa aðeins hundrað þúsundasta hluta af sýnilega sólarljósinu í gegn svo öruggt er að skoða sólina með þeim.Varúð Ekki horfa í sólina án sólmyrkvagleraugna. Venjuleg sólgleraugu duga alls ekki. Þá vara augnlæknar við því að taka sjálfsmynd á síma af sér við sólmyrkvann. Fréttablaðið/ErnirAugnlæknar benda á að það megi alls ekki nota 3D-gleraugu eða venjuleg sólgleraugu. Nokkrir nemendur í Akademíunni í Menntaskólanum í Reykjavík dóu ekki ráðalausir og brugðu á það ráð að framleiða fleiri gleraugu til að auðvelda þeim nemendum skólans sem hafði ekki tekist að útvega sér gleraugu í tæka tíð að horfa á myrkvann. „Margir nemendur í skólanum voru ekki komnir með gleraugu, en eftir nokkra leit fundum við næma filmu, sem gleypir í sig sólarljósið, til að nota í gleraugu,“ segir Þórður Atlason, nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík, og segir tugi nemenda hafa hjálpað til við að setja saman 300 gleraugu sem eru til brúks í dag. „Við vonum að það verði nóg af gleraugum til þess að allir geti horft á myrkvann. Ef ekki, þá ættu nemendur að skiptast á.“ Augnlæknar víða í Evrópu hafa ítrekað aðvaranir sínar vegna hættu á skaða á augum og vara líka fólk við að taka sjálfsmynd á símana sína. „Fólk ætti að vara sig á því að taka „selfie“ af sér með sólmyrkvann í baksýn,“ segir Patricia Quinlan augnlæknir í samtali við Irish Times. Ráð sem Íslendingar ættu að hlýða. Sól er lágt á lofti í morgun og því vilja margir koma sér fyrir á stað þar sem lítið skyggir á sýn til sólar. Á Akureyri verður skíðasvæðið í Hlíðarfjalli opnað klukkan 8.00 og fólki gefst kostur á að fara með lyftum til að horfa á sólmyrkvann í eitt þúsund metra hæð. Skíðamiðstöðin í Oddskarði er líka opin frá 8.30 og þaðan má fylgjast með sólmyrkvanum úr allt að 850 metra hæð, með útsýni yfir Atlantshafið. Margir ferðamenn munu fara frá Reykjavíkurhöfn og horfa á myrkvann á hafi úti.
Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira