Gjaldmiðill í hjólastól Þröstur Ólafsson skrifar 19. mars 2015 07:00 Það er samdóma álit flestra þeirra sem fjalla um efnahagsmál af skynsamlegu viti að samkeppni sé helsti drifkraftur öflugs viðskiptalífs og velmegunar í markaðstengdum hagkerfum. Færa má rök fyrir því, að samkeppni í viðskiptum í ESB/EES-ríkjum sé hvergi minni en á Íslandi. Því valda m.a. stór auðlindageiri, íslenska krónan og smæð hagkerfisins. Auðlindaatvinnuvegirnir, þ.e. landbúnaður, sjávarútvegur og stóriðja, bjóða ekki upp á mikla samkeppni og þar sem hægt væri að koma henni við, er það ekki leyft, svo sem með því að bjóða upp hluta kvótans, sem væri samkeppni í reynd. Þá þjóna bönn á erlendu eignarhaldi í sjávarútvegi og innflutningi á landbúnaðarvörum sama tilgangi. Samkeppni á fjármálamarkaði er einnig í skötulíki og verður það í enn ríkara mæli, eftir því sem lengist í fjármálahöftunum eða meðan krónan er enn gjaldmiðill þjóðarinnar. Á meðan fitna bankarnir og vextirnir haldast háir. Landlægir háir vextir og verðtrygging samninga og lána eru fylgifiskar íslensku krónunnar. Sá sem borgar brúsann er síðasti neytandi vörunnar, hvort sem það eru matvörur, ferðalög eða húsnæði. Ekkert verndar innlenda starfsemi og dregur úr samkeppni hérlendis eins og veikleikar krónunnar. Því má spyrja, hvort það sé ekki bara gott mál? Nei, því skortur á samkeppni er ávísun á stöðnun og síðan afturför. Verndun er einnig ávísun á hátt innlent verðlag og lélegri lífskjör. Með því að viðhalda krónunni er viðskiptaumhverfi landsins sett í sóttkví og ýtt til baka til áranna fyrir 1985. Forsenda velmegunar Ríkisstjórn sem vill auka velmegun og vernda velferð í landinu verður sífellt að hafa auga á samkeppnishæfni landsins. Ef okkur tekst ekki að bæta samkeppnishæfnina umtalsvert munum við ekki geta fjármagnað það sem þó er enn eftir af velferðarkerfinu, hvað þá að borga þau laun, sem halda ungu fólki hér heima. Íslenska krónan er stærsta hindrunin á þessari vegferð. Hún virkar eins og hár, sveigjanlegur verndartollur til að gera innflutning dýrari. Þótt aldrei megi missa sjónar á því, að íslenskt hagkerfi er örsmátt og þar þrífast ekki margir öflugir leikendur á mörkuðum, þá höfum við verið iðin við að fækka þeim eftir megni. Hér er sú afstaða útbreidd að líta á samkeppni sem ógnun. Sérstaklega höfum við haft horn í síðu útlendinga sem hafa viljað fást við heilbrigð viðskipti hér. Þá er ég ekki að tala um viðskipti sem eru af pólitískum toga og til þess stunduð að koma heimalandi viðkomandi til áhrifa í landinu. Það hefur ekkert með heilbrigð viðskipti að gera, heldur nýja, mjúka yfirráðastefnu. Sterkur gjaldmiðill vernd gegn ásælni Sterkur og stöðugur gjaldmiðill er lykillinn að samkeppnishæfu hagkerfi. Það er engin tilviljun að þær þjóðir sem búið hafa við sterkustu gjaldmiðlana hafa jafnframt verið árangursríkastar í heimsviðskiptum. Sterkur gjaldmiðill er pískur til meiri hagkvæmni og vörn gegn hagsveiflum. Þá má ekki gleyma þeim mikla vaxtamun sem er að jafnaði á milli sterkra gjaldmiðla og veikra. Hér er hann 5–10% m.v. evrulöndin. Sterkur gjaldmiðill er jafnframt hlíf gegn ásælni og yfirráðum fjársterkra einstaklinga eða ágengra ríkja. Lítill veikburða gjaldmiðill er auðveld bráð þeim sem vilja koma róti á efnahag lands og valda pólitískum óróa. Í litlum vanmáttugum gjaldmiðli liggur mikil pólitísk áhætta. Ein meginástæða þess að Eystrasaltsríkin flýttu sér að taka upp evruna var að útiloka þann leik Rússa að valda usla í efnahag þeirra með því að veikja litlu þjóðlegu gjaldmiðlana þeirra. Þetta ætti að verða okkur Íslendingum sérstakt umhugsunarefni. Og það þarf hvorki Rússa né Kínverja til. Það dugar einn stór íslenskur banki. Þó ekki væri nema af þessum sökum mun íslenska krónan aldrei getað þjónað þjóðinni sem frjáls gjaldmiðill. Hún verður bundin í hjólastól, gengi hennar „handstýrt“ og hún mun ekki verða gjaldgeng erlendis. Íslenskum bönkum verður ekki leyft að setja niður útibú erlendis. Sömu sögu er að segja um útibú erlendra banka hérlendis, nema Kínverjar vilji hasla sér völl hér, til að hliðra fyrir áhrifum stjórnar sinnar á stjórnmál og efnahag landsins. Ef þessi litla þjóð á að geta dafnað á erlendum mörkuðum og bægt frá sér erlendri ásælni, þarf hún alþjóðlegan gjaldmiðil. Gjaldmiðill í hjólastól mun hins vegar verða íslenskum efnahag fjötur um fót. Það er því dýrkeypt blekking að halda að það beri vott um þjóðlega reisn og sjálfstæði að halda dauðahaldi í krónuna. Þessu er því miður öfugt farið. Hún er ógn við fullveldi þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Það er samdóma álit flestra þeirra sem fjalla um efnahagsmál af skynsamlegu viti að samkeppni sé helsti drifkraftur öflugs viðskiptalífs og velmegunar í markaðstengdum hagkerfum. Færa má rök fyrir því, að samkeppni í viðskiptum í ESB/EES-ríkjum sé hvergi minni en á Íslandi. Því valda m.a. stór auðlindageiri, íslenska krónan og smæð hagkerfisins. Auðlindaatvinnuvegirnir, þ.e. landbúnaður, sjávarútvegur og stóriðja, bjóða ekki upp á mikla samkeppni og þar sem hægt væri að koma henni við, er það ekki leyft, svo sem með því að bjóða upp hluta kvótans, sem væri samkeppni í reynd. Þá þjóna bönn á erlendu eignarhaldi í sjávarútvegi og innflutningi á landbúnaðarvörum sama tilgangi. Samkeppni á fjármálamarkaði er einnig í skötulíki og verður það í enn ríkara mæli, eftir því sem lengist í fjármálahöftunum eða meðan krónan er enn gjaldmiðill þjóðarinnar. Á meðan fitna bankarnir og vextirnir haldast háir. Landlægir háir vextir og verðtrygging samninga og lána eru fylgifiskar íslensku krónunnar. Sá sem borgar brúsann er síðasti neytandi vörunnar, hvort sem það eru matvörur, ferðalög eða húsnæði. Ekkert verndar innlenda starfsemi og dregur úr samkeppni hérlendis eins og veikleikar krónunnar. Því má spyrja, hvort það sé ekki bara gott mál? Nei, því skortur á samkeppni er ávísun á stöðnun og síðan afturför. Verndun er einnig ávísun á hátt innlent verðlag og lélegri lífskjör. Með því að viðhalda krónunni er viðskiptaumhverfi landsins sett í sóttkví og ýtt til baka til áranna fyrir 1985. Forsenda velmegunar Ríkisstjórn sem vill auka velmegun og vernda velferð í landinu verður sífellt að hafa auga á samkeppnishæfni landsins. Ef okkur tekst ekki að bæta samkeppnishæfnina umtalsvert munum við ekki geta fjármagnað það sem þó er enn eftir af velferðarkerfinu, hvað þá að borga þau laun, sem halda ungu fólki hér heima. Íslenska krónan er stærsta hindrunin á þessari vegferð. Hún virkar eins og hár, sveigjanlegur verndartollur til að gera innflutning dýrari. Þótt aldrei megi missa sjónar á því, að íslenskt hagkerfi er örsmátt og þar þrífast ekki margir öflugir leikendur á mörkuðum, þá höfum við verið iðin við að fækka þeim eftir megni. Hér er sú afstaða útbreidd að líta á samkeppni sem ógnun. Sérstaklega höfum við haft horn í síðu útlendinga sem hafa viljað fást við heilbrigð viðskipti hér. Þá er ég ekki að tala um viðskipti sem eru af pólitískum toga og til þess stunduð að koma heimalandi viðkomandi til áhrifa í landinu. Það hefur ekkert með heilbrigð viðskipti að gera, heldur nýja, mjúka yfirráðastefnu. Sterkur gjaldmiðill vernd gegn ásælni Sterkur og stöðugur gjaldmiðill er lykillinn að samkeppnishæfu hagkerfi. Það er engin tilviljun að þær þjóðir sem búið hafa við sterkustu gjaldmiðlana hafa jafnframt verið árangursríkastar í heimsviðskiptum. Sterkur gjaldmiðill er pískur til meiri hagkvæmni og vörn gegn hagsveiflum. Þá má ekki gleyma þeim mikla vaxtamun sem er að jafnaði á milli sterkra gjaldmiðla og veikra. Hér er hann 5–10% m.v. evrulöndin. Sterkur gjaldmiðill er jafnframt hlíf gegn ásælni og yfirráðum fjársterkra einstaklinga eða ágengra ríkja. Lítill veikburða gjaldmiðill er auðveld bráð þeim sem vilja koma róti á efnahag lands og valda pólitískum óróa. Í litlum vanmáttugum gjaldmiðli liggur mikil pólitísk áhætta. Ein meginástæða þess að Eystrasaltsríkin flýttu sér að taka upp evruna var að útiloka þann leik Rússa að valda usla í efnahag þeirra með því að veikja litlu þjóðlegu gjaldmiðlana þeirra. Þetta ætti að verða okkur Íslendingum sérstakt umhugsunarefni. Og það þarf hvorki Rússa né Kínverja til. Það dugar einn stór íslenskur banki. Þó ekki væri nema af þessum sökum mun íslenska krónan aldrei getað þjónað þjóðinni sem frjáls gjaldmiðill. Hún verður bundin í hjólastól, gengi hennar „handstýrt“ og hún mun ekki verða gjaldgeng erlendis. Íslenskum bönkum verður ekki leyft að setja niður útibú erlendis. Sömu sögu er að segja um útibú erlendra banka hérlendis, nema Kínverjar vilji hasla sér völl hér, til að hliðra fyrir áhrifum stjórnar sinnar á stjórnmál og efnahag landsins. Ef þessi litla þjóð á að geta dafnað á erlendum mörkuðum og bægt frá sér erlendri ásælni, þarf hún alþjóðlegan gjaldmiðil. Gjaldmiðill í hjólastól mun hins vegar verða íslenskum efnahag fjötur um fót. Það er því dýrkeypt blekking að halda að það beri vott um þjóðlega reisn og sjálfstæði að halda dauðahaldi í krónuna. Þessu er því miður öfugt farið. Hún er ógn við fullveldi þjóðarinnar.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun