Afnema á skerðingu lífeyris aldraðra Björgvin Guðmundsson skrifar 18. mars 2015 07:00 Hver eru helstu baráttumál eldri borgara í dag? Á aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík 20. febrúar sl. voru þessi tvö mál efst á lista kjaramála: Afnám skerðingar lífeyris aldraðra frá almannatryggingum vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Og leiðrétting lífeyris vegna kjaragliðnunar krepputímans. Hér verður gerð grein fyrir þessum tveimur baráttumálum eldri borgara. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því að þeir yrðu viðbót við almannatryggingarnar. Þeir áttu að bæta lífskjör aldraðra á efri árum. Þeir áttu ekki að skerða almannatryggingar. En það hefur farið á annan veg. Þeir, sem hafa greitt í lífeyrissjóð alla sína starfsævi, fá margir hverjir ekki hærri samanlagðan lífeyri en þeir sem aldrei hafa greitt neitt í lífeyrissjóð. Það á t.d. við verkafólk og marga iðnaðarmenn. Þetta hefur skapað mikla ólgu og óánægju út í lífeyrissjóðina og almannatryggingar. Verði þetta ekki leiðrétt fljótlega má búast við uppreisn gegn þessu kerfi. Svo alvarlegt er ástandið. En þingmenn sitja samt með hendur í skauti í þessu máli og hafast ekki að! Hitt baráttumál eldri borgara, sem var efst á lista aðalfundarins 20.febrúar sl., var krafan um að kjaragliðnun krepputímans yrði leiðrétt strax. Stjórnarflokkarnir báðir lofuðu þessari leiðréttingu fyrir kosningar 2013 og raunar lofuðu þeir einnig að leiðrétta að fullu alla kjaraskerðinguna frá árinu 2009 en aðeins er búið að leiðrétta hluta hennar. Samkvæmt útreikningum kjaranefndar Félags eldri borgara í Reykjavík þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um a.m.k. 20% strax til þess að framkvæma þessa leiðréttingu. ÖBI telur að hækka þurfi lífeyrinn enn meira. Ekkert bólar á efndum á þessu stóra kosningaloforði. Það er engu líkara en að ríkisstjórnin ætli að svíkja þetta loforð. Því verður þó ekki trúað að óreyndu. En kjörtímabilið er hálfnað og því ekki seinna vænna að efna þetta loforð.Auðvelt að standa við loforðið Fjárhagur ríkissjóðs fer nú batnandi. Til dæmis var greiðsluafkoma ríkissjóðs tæpum 100 milljörðum betri árið 2014 en árið á undan. Því ætti að vera auðvelt fyrir ríkið að borga lífeyrisþegum skuldina vegna kjaragliðnunar krepputímans. Það kostar um það bil 17 milljarða. Þetta er aðeins spurning um forgangsröðun. Ríkisstjórnin hefur ekki sýnt mikinn áhuga á málefnum aldraðra og öryrkja eftir kosningar. Hún hefur aðeins gert tvennt að eigin frumkvæði í þessum málaflokki: Hækkað frítekjumark vegna atvinnutekna aldraðra og endurreist grunnlífeyri til þeirra sem hafa greiðslur úr lífeyrissjóði. Stjórnarflokkarnir höfðu meiri áhuga á öldruðum og öryrkjum fyrir kosningar. Þá gáfu þeir þessum hópi mikil kosningaloforð. Nú er komið að því að standa verður við þessi kosningaloforð. Það eru nógir peningar til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Hver eru helstu baráttumál eldri borgara í dag? Á aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík 20. febrúar sl. voru þessi tvö mál efst á lista kjaramála: Afnám skerðingar lífeyris aldraðra frá almannatryggingum vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Og leiðrétting lífeyris vegna kjaragliðnunar krepputímans. Hér verður gerð grein fyrir þessum tveimur baráttumálum eldri borgara. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því að þeir yrðu viðbót við almannatryggingarnar. Þeir áttu að bæta lífskjör aldraðra á efri árum. Þeir áttu ekki að skerða almannatryggingar. En það hefur farið á annan veg. Þeir, sem hafa greitt í lífeyrissjóð alla sína starfsævi, fá margir hverjir ekki hærri samanlagðan lífeyri en þeir sem aldrei hafa greitt neitt í lífeyrissjóð. Það á t.d. við verkafólk og marga iðnaðarmenn. Þetta hefur skapað mikla ólgu og óánægju út í lífeyrissjóðina og almannatryggingar. Verði þetta ekki leiðrétt fljótlega má búast við uppreisn gegn þessu kerfi. Svo alvarlegt er ástandið. En þingmenn sitja samt með hendur í skauti í þessu máli og hafast ekki að! Hitt baráttumál eldri borgara, sem var efst á lista aðalfundarins 20.febrúar sl., var krafan um að kjaragliðnun krepputímans yrði leiðrétt strax. Stjórnarflokkarnir báðir lofuðu þessari leiðréttingu fyrir kosningar 2013 og raunar lofuðu þeir einnig að leiðrétta að fullu alla kjaraskerðinguna frá árinu 2009 en aðeins er búið að leiðrétta hluta hennar. Samkvæmt útreikningum kjaranefndar Félags eldri borgara í Reykjavík þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um a.m.k. 20% strax til þess að framkvæma þessa leiðréttingu. ÖBI telur að hækka þurfi lífeyrinn enn meira. Ekkert bólar á efndum á þessu stóra kosningaloforði. Það er engu líkara en að ríkisstjórnin ætli að svíkja þetta loforð. Því verður þó ekki trúað að óreyndu. En kjörtímabilið er hálfnað og því ekki seinna vænna að efna þetta loforð.Auðvelt að standa við loforðið Fjárhagur ríkissjóðs fer nú batnandi. Til dæmis var greiðsluafkoma ríkissjóðs tæpum 100 milljörðum betri árið 2014 en árið á undan. Því ætti að vera auðvelt fyrir ríkið að borga lífeyrisþegum skuldina vegna kjaragliðnunar krepputímans. Það kostar um það bil 17 milljarða. Þetta er aðeins spurning um forgangsröðun. Ríkisstjórnin hefur ekki sýnt mikinn áhuga á málefnum aldraðra og öryrkja eftir kosningar. Hún hefur aðeins gert tvennt að eigin frumkvæði í þessum málaflokki: Hækkað frítekjumark vegna atvinnutekna aldraðra og endurreist grunnlífeyri til þeirra sem hafa greiðslur úr lífeyrissjóði. Stjórnarflokkarnir höfðu meiri áhuga á öldruðum og öryrkjum fyrir kosningar. Þá gáfu þeir þessum hópi mikil kosningaloforð. Nú er komið að því að standa verður við þessi kosningaloforð. Það eru nógir peningar til.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun