Sólstrandargæi í snjó á Sauðárkróki Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. mars 2015 06:30 Israel Martin var kjörinn besti þjálfarinn. Hér talar hann við sína menn í Tindastól. Fréttablaðið/Andri Marinó Israel Martin, Spánverjinn sem þjálfar Tindastól í Dominos-deild karla í körfubolta, var kjörinn besti þjálfarinn í seinni hluta deildarinnar þegar hún varð gerð upp í Laugardalnum í dag. Martin skilaði nýliðunum í annað sæti deildarinnar og mæta þeir Þór frá Þorlákshöfn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Spánverjinn bauð ekki upp á sömu klisjuna og flestir þegar hann var spurður hvort þessi verðlaun hefðu mikla þýðingu fyrir hann. Oft eru íþróttamenn hérlendis vanir – sama hversu oft eða sjaldan þeir fá einstaklingsverðlaun – að segja þau engu máli skipta. Israel Martin var ekki á þeim buxunum. „Þetta hefur auðvitað mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði hann ákveðinn svo blaðamanni brá næstum, ekki vanur að heyra þetta. Hressandi. „Þetta gefur mér aukaorku og hvetur mig til dáða fyrir úrslitakeppnina. Ég og við strákarnir erum mjög ánægðir með árangurinn og við megum njóta hans,“ bætti Spánverjinn við. Hann vildi þó auðvitað þakka liðinu fyrir. „Þjálfari án leikmanna gerir lítið þannig að ég vil þakka leikmönnunum mínum. Þeir eru ástæðan fyrir því að ég fæ þessi verðlaun. Þessir strákar eru mér mjög mikilvægir.“Engin pressa á stólunum Tindastóll var lang næstbesta liðið í Dominos-deildinni í vetur. Það var sex stigum á eftir toppliði KR en átta stigum á undan Haukum og Njarðvík sem komu í næstu sætum. Miðað við gengið í deildarkeppninni er búist við miklu af Stólunum í úrslitakeppninni. „Við erum nýliðar og stóðum okkur frábærlega í deildinni og viljum komast langt í úrslitakeppninni. Það er samt engin pressa á okkur. Við höfum engu að tapa,“ segir Martin, en hvernig líst honum á mótherjann? „Þór er lið sem ég virði mikið. Það er gott lið með góðan sóknarleik sem sækir mikið á körfuna. Hjá okkur eru allir í góðu formi en við megum ekki hugsa um leik tvö áður en leikur eitt er búinn.“Úr sólinni í snjóinn Martin er frá Tenerife þar sem hann þjálfaði í sjö ár og byggði upp lið áður en hann hélt til Kanaríeyja og síðar til Kósóvó þaðan sem hann kom til Íslands. Miðað við veturinn sem hefur herjað á Ísland er skondið að hugsa til þess að þjálfarinn komi frá einum af vinsælustu sumarleyfisdvalarstöðum Íslendinga. „Það er einmitt mikið af fólki að spyrja mig að þessu,“ segir Martin og hlær. „En þetta er körfuboltalífið og þess vegna elska ég það. Maður fær tækifæri til að starfa í öðrum löndum og læra nýja hluti,“ segir Martin sem nýtur lífsins í Skagafirðinum. „Lífið er frábært. Ég er frá litlum bæ á Tenerife þar sem búa um 10.000 manns. Það eru auðvitað fleiri en á Sauðárkróki en samt. Það eru allir svo vinalegir í bænum og hugsa vel um mig, konuna og nýja barnið mitt. Við höfum allt sem við þurfum og því hef ég ekki yfir neinu að kvarta. Ég er mjög þakklátur,“ segir Martin.Verðum að hlúa að ungviðinu Aðspurður hversu góð íslenska deildin sé hugsar Martin sig aðeins um en segir svo: „Það eru auðvitað nokkrir landsliðsmenn farnir í atvinnumennsku þannig gæðin hafa farið aðeins niður á milli leiktíða. Ég er í sambandi við nokkra þjálfara í deildinni sem ég hef talað við um þetta,“ segir hann, en viðurkennir að erfitt sé að bera íslensku deildina saman við aðrar deildir. „Gæðin eru fín og þau munu bara aukast ef við hlúum að okkar strákum og gefum þeim mínútur. Við getum samt ekki borið íslensku deildina saman við aðrar því þetta er allt öðruvísi körfubolti. Hér eru menn minni og taka fleiri opin skot og þrista. Gæðin eru engu að síður fín,“ segir Israel Martin. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Fleiri fréttir „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ Sjá meira
Israel Martin, Spánverjinn sem þjálfar Tindastól í Dominos-deild karla í körfubolta, var kjörinn besti þjálfarinn í seinni hluta deildarinnar þegar hún varð gerð upp í Laugardalnum í dag. Martin skilaði nýliðunum í annað sæti deildarinnar og mæta þeir Þór frá Þorlákshöfn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Spánverjinn bauð ekki upp á sömu klisjuna og flestir þegar hann var spurður hvort þessi verðlaun hefðu mikla þýðingu fyrir hann. Oft eru íþróttamenn hérlendis vanir – sama hversu oft eða sjaldan þeir fá einstaklingsverðlaun – að segja þau engu máli skipta. Israel Martin var ekki á þeim buxunum. „Þetta hefur auðvitað mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði hann ákveðinn svo blaðamanni brá næstum, ekki vanur að heyra þetta. Hressandi. „Þetta gefur mér aukaorku og hvetur mig til dáða fyrir úrslitakeppnina. Ég og við strákarnir erum mjög ánægðir með árangurinn og við megum njóta hans,“ bætti Spánverjinn við. Hann vildi þó auðvitað þakka liðinu fyrir. „Þjálfari án leikmanna gerir lítið þannig að ég vil þakka leikmönnunum mínum. Þeir eru ástæðan fyrir því að ég fæ þessi verðlaun. Þessir strákar eru mér mjög mikilvægir.“Engin pressa á stólunum Tindastóll var lang næstbesta liðið í Dominos-deildinni í vetur. Það var sex stigum á eftir toppliði KR en átta stigum á undan Haukum og Njarðvík sem komu í næstu sætum. Miðað við gengið í deildarkeppninni er búist við miklu af Stólunum í úrslitakeppninni. „Við erum nýliðar og stóðum okkur frábærlega í deildinni og viljum komast langt í úrslitakeppninni. Það er samt engin pressa á okkur. Við höfum engu að tapa,“ segir Martin, en hvernig líst honum á mótherjann? „Þór er lið sem ég virði mikið. Það er gott lið með góðan sóknarleik sem sækir mikið á körfuna. Hjá okkur eru allir í góðu formi en við megum ekki hugsa um leik tvö áður en leikur eitt er búinn.“Úr sólinni í snjóinn Martin er frá Tenerife þar sem hann þjálfaði í sjö ár og byggði upp lið áður en hann hélt til Kanaríeyja og síðar til Kósóvó þaðan sem hann kom til Íslands. Miðað við veturinn sem hefur herjað á Ísland er skondið að hugsa til þess að þjálfarinn komi frá einum af vinsælustu sumarleyfisdvalarstöðum Íslendinga. „Það er einmitt mikið af fólki að spyrja mig að þessu,“ segir Martin og hlær. „En þetta er körfuboltalífið og þess vegna elska ég það. Maður fær tækifæri til að starfa í öðrum löndum og læra nýja hluti,“ segir Martin sem nýtur lífsins í Skagafirðinum. „Lífið er frábært. Ég er frá litlum bæ á Tenerife þar sem búa um 10.000 manns. Það eru auðvitað fleiri en á Sauðárkróki en samt. Það eru allir svo vinalegir í bænum og hugsa vel um mig, konuna og nýja barnið mitt. Við höfum allt sem við þurfum og því hef ég ekki yfir neinu að kvarta. Ég er mjög þakklátur,“ segir Martin.Verðum að hlúa að ungviðinu Aðspurður hversu góð íslenska deildin sé hugsar Martin sig aðeins um en segir svo: „Það eru auðvitað nokkrir landsliðsmenn farnir í atvinnumennsku þannig gæðin hafa farið aðeins niður á milli leiktíða. Ég er í sambandi við nokkra þjálfara í deildinni sem ég hef talað við um þetta,“ segir hann, en viðurkennir að erfitt sé að bera íslensku deildina saman við aðrar deildir. „Gæðin eru fín og þau munu bara aukast ef við hlúum að okkar strákum og gefum þeim mínútur. Við getum samt ekki borið íslensku deildina saman við aðrar því þetta er allt öðruvísi körfubolti. Hér eru menn minni og taka fleiri opin skot og þrista. Gæðin eru engu að síður fín,“ segir Israel Martin.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Fleiri fréttir „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn