Grímuklædda ofurhetjan frá Oklahoma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2015 07:00 Russell Westbrook. Vísir/Getty Oklahoma City Thunder þarf á öllu sínu að halda í baráttunni um að komast í úrslitakeppnina í vor. Meiðsli lykilmanna, skelfileg byrjun og sú staðreynd að liðið spilar í Vesturdeildinni þýðir að verkefnið er næstum því af „ómögulegu“ gerðinni. Það er fyrir lið sem eru ekki með mann eins og Russell Westbrook í sínu liði. Keppnisskapið, áræðnin, hugrekkið og sprengikrafturinn heilla alla sem á horfa og flest lið þurfa hreinlega að grípa til þess ráðs að þrídekka kappann til að koma í veg fyrir að hann hreinlega keyri yfir þau með liðið sitt í eftirdragi. Jú, auðvitað fylgir fullt af töpuðum boltum og nóg af misheppnuðum skotum en keppnisharkan er engu lík og bráðsmitandi fyrir liðsfélaga hans. Maðurinn, sem hefur ítrekað verið gagnrýndur fyrir að reyna að gera of mikið eða jafnvel fyrir að stela sviðsljósinu af besta leikmanni liðsins, hefur sýnt að þar er á ferðinni leikmaður sem getur borið sitt uppi.Durant hefur misst af 37 leikjum Kevin Durant, besti leikmaður NBA-deildarinnar á síðustu leiktíð, hefur aðeins spilað 27 leiki af 66 á tímabilinu. Thunder-liðið hefur því þurft að treysta enn meira á leikstjórnanda sinn. Nú velta sumir því fyrir sér hvort hægt sé að ganga fram hjá Russell þegar kemur að því að velja mikilvægasta leikmann deildarinnar og hvort Thunder gæti eignast tvo bestu leikmenn deildarinnar á tveimur árum. Russel hefur misst af fullt af leikjum og það gæti spillt mikið fyrir honum í þeirri baráttu. Tölur Russell Westbrook í febrúar voru sögulegar því hann var aðeins annar leikmaðurinn í sögu NBA sem náði því að vera með yfir 30 stig, 9 fráköst og 10 stoðsendingar að meðaltali í tíu leikjum eða fleiri í einum mánuði. Westbrook komst þar í hóp með Oscar Robertson sem átti átta slíka mánuði.Eins og Michael Jordan Russell Westbrook hefur ekki gefið mikið eftir í mars, þvert á móti, frábærar tölur hans urðu bara enn betri. Hann hóf mánuðinn á því að vera fyrsti maðurinn síðan Michael Jordan (í mars og apríl 1988) sem náði þrennu í fjórum leikjum í röð og var með 35,2 stig, 10,7 fráköst og 9,8 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu sex leikjum OKC í mars. Eins og sumar ofurhetjurnar er Russell meira að segja farinn að spila með grímu en þó af illri nauðsyn. Westbrook endaði með holu á kinnbeininu eftir einn leikinn en kinnbeinsbrotið hélt honum þó bara frá í einum leik og hann var með þrefalda tvennu í fyrsta leiknum með grímuna. Tölurnar og frammistaða Russells Westbrook eru líka að skila Oklahoma City Thunder nær úrslitakeppninni. Liðið vann 9 af 12 leikjum sínum í febrúar og hefur unnið fjóra af 6 leikjum sínum í mars. Það er þó mikið verk eftir enn. Oklahoma City Thunder situr eins og er í áttunda og síðasta sætinu en það er stutt í bæði New Orleans Pelicans og Phoenix Suns. Liðið á eftir sextán leiki í deildarkeppninni og ekkert nema áframhald á hetjulegri frammistöðu Russells sér til þess að OKC verði í hópiEnginn óskamótherji Komist lið Oklahoma City Thunder í úrslitakeppnina er ljóst að þar fer enginn óskamótherji fyrir efstu liðin sem eru mögulega að fara að mæta einu heitasta liði NBA-deildarinnar. Það styttist í endurkomu Kevins Durant sem ætti að gera verkefnið enn auðveldara. Það býst þó enginn við því að Russell Westbrook setjist í farþegasætið því OKC-liðið er orðið jafnmikið hans lið eins og það er liðið hans Durants. NBA Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Fleiri fréttir Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Sjá meira
Oklahoma City Thunder þarf á öllu sínu að halda í baráttunni um að komast í úrslitakeppnina í vor. Meiðsli lykilmanna, skelfileg byrjun og sú staðreynd að liðið spilar í Vesturdeildinni þýðir að verkefnið er næstum því af „ómögulegu“ gerðinni. Það er fyrir lið sem eru ekki með mann eins og Russell Westbrook í sínu liði. Keppnisskapið, áræðnin, hugrekkið og sprengikrafturinn heilla alla sem á horfa og flest lið þurfa hreinlega að grípa til þess ráðs að þrídekka kappann til að koma í veg fyrir að hann hreinlega keyri yfir þau með liðið sitt í eftirdragi. Jú, auðvitað fylgir fullt af töpuðum boltum og nóg af misheppnuðum skotum en keppnisharkan er engu lík og bráðsmitandi fyrir liðsfélaga hans. Maðurinn, sem hefur ítrekað verið gagnrýndur fyrir að reyna að gera of mikið eða jafnvel fyrir að stela sviðsljósinu af besta leikmanni liðsins, hefur sýnt að þar er á ferðinni leikmaður sem getur borið sitt uppi.Durant hefur misst af 37 leikjum Kevin Durant, besti leikmaður NBA-deildarinnar á síðustu leiktíð, hefur aðeins spilað 27 leiki af 66 á tímabilinu. Thunder-liðið hefur því þurft að treysta enn meira á leikstjórnanda sinn. Nú velta sumir því fyrir sér hvort hægt sé að ganga fram hjá Russell þegar kemur að því að velja mikilvægasta leikmann deildarinnar og hvort Thunder gæti eignast tvo bestu leikmenn deildarinnar á tveimur árum. Russel hefur misst af fullt af leikjum og það gæti spillt mikið fyrir honum í þeirri baráttu. Tölur Russell Westbrook í febrúar voru sögulegar því hann var aðeins annar leikmaðurinn í sögu NBA sem náði því að vera með yfir 30 stig, 9 fráköst og 10 stoðsendingar að meðaltali í tíu leikjum eða fleiri í einum mánuði. Westbrook komst þar í hóp með Oscar Robertson sem átti átta slíka mánuði.Eins og Michael Jordan Russell Westbrook hefur ekki gefið mikið eftir í mars, þvert á móti, frábærar tölur hans urðu bara enn betri. Hann hóf mánuðinn á því að vera fyrsti maðurinn síðan Michael Jordan (í mars og apríl 1988) sem náði þrennu í fjórum leikjum í röð og var með 35,2 stig, 10,7 fráköst og 9,8 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu sex leikjum OKC í mars. Eins og sumar ofurhetjurnar er Russell meira að segja farinn að spila með grímu en þó af illri nauðsyn. Westbrook endaði með holu á kinnbeininu eftir einn leikinn en kinnbeinsbrotið hélt honum þó bara frá í einum leik og hann var með þrefalda tvennu í fyrsta leiknum með grímuna. Tölurnar og frammistaða Russells Westbrook eru líka að skila Oklahoma City Thunder nær úrslitakeppninni. Liðið vann 9 af 12 leikjum sínum í febrúar og hefur unnið fjóra af 6 leikjum sínum í mars. Það er þó mikið verk eftir enn. Oklahoma City Thunder situr eins og er í áttunda og síðasta sætinu en það er stutt í bæði New Orleans Pelicans og Phoenix Suns. Liðið á eftir sextán leiki í deildarkeppninni og ekkert nema áframhald á hetjulegri frammistöðu Russells sér til þess að OKC verði í hópiEnginn óskamótherji Komist lið Oklahoma City Thunder í úrslitakeppnina er ljóst að þar fer enginn óskamótherji fyrir efstu liðin sem eru mögulega að fara að mæta einu heitasta liði NBA-deildarinnar. Það styttist í endurkomu Kevins Durant sem ætti að gera verkefnið enn auðveldara. Það býst þó enginn við því að Russell Westbrook setjist í farþegasætið því OKC-liðið er orðið jafnmikið hans lið eins og það er liðið hans Durants.
NBA Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Fleiri fréttir Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Sjá meira