Grímuklædda ofurhetjan frá Oklahoma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2015 07:00 Russell Westbrook. Vísir/Getty Oklahoma City Thunder þarf á öllu sínu að halda í baráttunni um að komast í úrslitakeppnina í vor. Meiðsli lykilmanna, skelfileg byrjun og sú staðreynd að liðið spilar í Vesturdeildinni þýðir að verkefnið er næstum því af „ómögulegu“ gerðinni. Það er fyrir lið sem eru ekki með mann eins og Russell Westbrook í sínu liði. Keppnisskapið, áræðnin, hugrekkið og sprengikrafturinn heilla alla sem á horfa og flest lið þurfa hreinlega að grípa til þess ráðs að þrídekka kappann til að koma í veg fyrir að hann hreinlega keyri yfir þau með liðið sitt í eftirdragi. Jú, auðvitað fylgir fullt af töpuðum boltum og nóg af misheppnuðum skotum en keppnisharkan er engu lík og bráðsmitandi fyrir liðsfélaga hans. Maðurinn, sem hefur ítrekað verið gagnrýndur fyrir að reyna að gera of mikið eða jafnvel fyrir að stela sviðsljósinu af besta leikmanni liðsins, hefur sýnt að þar er á ferðinni leikmaður sem getur borið sitt uppi.Durant hefur misst af 37 leikjum Kevin Durant, besti leikmaður NBA-deildarinnar á síðustu leiktíð, hefur aðeins spilað 27 leiki af 66 á tímabilinu. Thunder-liðið hefur því þurft að treysta enn meira á leikstjórnanda sinn. Nú velta sumir því fyrir sér hvort hægt sé að ganga fram hjá Russell þegar kemur að því að velja mikilvægasta leikmann deildarinnar og hvort Thunder gæti eignast tvo bestu leikmenn deildarinnar á tveimur árum. Russel hefur misst af fullt af leikjum og það gæti spillt mikið fyrir honum í þeirri baráttu. Tölur Russell Westbrook í febrúar voru sögulegar því hann var aðeins annar leikmaðurinn í sögu NBA sem náði því að vera með yfir 30 stig, 9 fráköst og 10 stoðsendingar að meðaltali í tíu leikjum eða fleiri í einum mánuði. Westbrook komst þar í hóp með Oscar Robertson sem átti átta slíka mánuði.Eins og Michael Jordan Russell Westbrook hefur ekki gefið mikið eftir í mars, þvert á móti, frábærar tölur hans urðu bara enn betri. Hann hóf mánuðinn á því að vera fyrsti maðurinn síðan Michael Jordan (í mars og apríl 1988) sem náði þrennu í fjórum leikjum í röð og var með 35,2 stig, 10,7 fráköst og 9,8 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu sex leikjum OKC í mars. Eins og sumar ofurhetjurnar er Russell meira að segja farinn að spila með grímu en þó af illri nauðsyn. Westbrook endaði með holu á kinnbeininu eftir einn leikinn en kinnbeinsbrotið hélt honum þó bara frá í einum leik og hann var með þrefalda tvennu í fyrsta leiknum með grímuna. Tölurnar og frammistaða Russells Westbrook eru líka að skila Oklahoma City Thunder nær úrslitakeppninni. Liðið vann 9 af 12 leikjum sínum í febrúar og hefur unnið fjóra af 6 leikjum sínum í mars. Það er þó mikið verk eftir enn. Oklahoma City Thunder situr eins og er í áttunda og síðasta sætinu en það er stutt í bæði New Orleans Pelicans og Phoenix Suns. Liðið á eftir sextán leiki í deildarkeppninni og ekkert nema áframhald á hetjulegri frammistöðu Russells sér til þess að OKC verði í hópiEnginn óskamótherji Komist lið Oklahoma City Thunder í úrslitakeppnina er ljóst að þar fer enginn óskamótherji fyrir efstu liðin sem eru mögulega að fara að mæta einu heitasta liði NBA-deildarinnar. Það styttist í endurkomu Kevins Durant sem ætti að gera verkefnið enn auðveldara. Það býst þó enginn við því að Russell Westbrook setjist í farþegasætið því OKC-liðið er orðið jafnmikið hans lið eins og það er liðið hans Durants. NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Sjá meira
Oklahoma City Thunder þarf á öllu sínu að halda í baráttunni um að komast í úrslitakeppnina í vor. Meiðsli lykilmanna, skelfileg byrjun og sú staðreynd að liðið spilar í Vesturdeildinni þýðir að verkefnið er næstum því af „ómögulegu“ gerðinni. Það er fyrir lið sem eru ekki með mann eins og Russell Westbrook í sínu liði. Keppnisskapið, áræðnin, hugrekkið og sprengikrafturinn heilla alla sem á horfa og flest lið þurfa hreinlega að grípa til þess ráðs að þrídekka kappann til að koma í veg fyrir að hann hreinlega keyri yfir þau með liðið sitt í eftirdragi. Jú, auðvitað fylgir fullt af töpuðum boltum og nóg af misheppnuðum skotum en keppnisharkan er engu lík og bráðsmitandi fyrir liðsfélaga hans. Maðurinn, sem hefur ítrekað verið gagnrýndur fyrir að reyna að gera of mikið eða jafnvel fyrir að stela sviðsljósinu af besta leikmanni liðsins, hefur sýnt að þar er á ferðinni leikmaður sem getur borið sitt uppi.Durant hefur misst af 37 leikjum Kevin Durant, besti leikmaður NBA-deildarinnar á síðustu leiktíð, hefur aðeins spilað 27 leiki af 66 á tímabilinu. Thunder-liðið hefur því þurft að treysta enn meira á leikstjórnanda sinn. Nú velta sumir því fyrir sér hvort hægt sé að ganga fram hjá Russell þegar kemur að því að velja mikilvægasta leikmann deildarinnar og hvort Thunder gæti eignast tvo bestu leikmenn deildarinnar á tveimur árum. Russel hefur misst af fullt af leikjum og það gæti spillt mikið fyrir honum í þeirri baráttu. Tölur Russell Westbrook í febrúar voru sögulegar því hann var aðeins annar leikmaðurinn í sögu NBA sem náði því að vera með yfir 30 stig, 9 fráköst og 10 stoðsendingar að meðaltali í tíu leikjum eða fleiri í einum mánuði. Westbrook komst þar í hóp með Oscar Robertson sem átti átta slíka mánuði.Eins og Michael Jordan Russell Westbrook hefur ekki gefið mikið eftir í mars, þvert á móti, frábærar tölur hans urðu bara enn betri. Hann hóf mánuðinn á því að vera fyrsti maðurinn síðan Michael Jordan (í mars og apríl 1988) sem náði þrennu í fjórum leikjum í röð og var með 35,2 stig, 10,7 fráköst og 9,8 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu sex leikjum OKC í mars. Eins og sumar ofurhetjurnar er Russell meira að segja farinn að spila með grímu en þó af illri nauðsyn. Westbrook endaði með holu á kinnbeininu eftir einn leikinn en kinnbeinsbrotið hélt honum þó bara frá í einum leik og hann var með þrefalda tvennu í fyrsta leiknum með grímuna. Tölurnar og frammistaða Russells Westbrook eru líka að skila Oklahoma City Thunder nær úrslitakeppninni. Liðið vann 9 af 12 leikjum sínum í febrúar og hefur unnið fjóra af 6 leikjum sínum í mars. Það er þó mikið verk eftir enn. Oklahoma City Thunder situr eins og er í áttunda og síðasta sætinu en það er stutt í bæði New Orleans Pelicans og Phoenix Suns. Liðið á eftir sextán leiki í deildarkeppninni og ekkert nema áframhald á hetjulegri frammistöðu Russells sér til þess að OKC verði í hópiEnginn óskamótherji Komist lið Oklahoma City Thunder í úrslitakeppnina er ljóst að þar fer enginn óskamótherji fyrir efstu liðin sem eru mögulega að fara að mæta einu heitasta liði NBA-deildarinnar. Það styttist í endurkomu Kevins Durant sem ætti að gera verkefnið enn auðveldara. Það býst þó enginn við því að Russell Westbrook setjist í farþegasætið því OKC-liðið er orðið jafnmikið hans lið eins og það er liðið hans Durants.
NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Sjá meira