Eiður Smári getur náð aftur metinu sem pabbi hans átti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2015 08:00 Vísir/Getty Endurkoma Eiðs Smára Guðjohnsen í íslenska landsliðið hefur kannski legið í loftinu undanfarnar vikur nú þegar nær dregur fyrsta mótsleik Íslands á árinu 2015, en íþróttadeild 365 hefur nú heimildir fyrir því að Eiður Smári verði í hóp Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar sem verður tilkynntur í lok vikunnar. Eiður Smári Guðjohnsen hefur fundið sig vel hjá Bolton í ensku b-deildinni og er einn af fáum sóknarmönnum Íslands sem spilar reglulega þessa dagana. Meiðsli og bekkjarseta annarra leikmanna í hans stöðu og góð frammistaða Eiðs Smára í endurkomu sinni til Bolton voru kannski einfalt reiknisdæmi fyrir Heimi og Lars þegar á hólminn var komið. Eiður Smári hefur sýnt áhuga á því að spila áfram með landsliðinu og enda jafnvel landsliðsferil sinn á því að spila á stórmóti en það sem er mikilvægast af öllu er að hann er enn frábær fótboltamaður og er í formi til að hjálpa landsliðinu.Besti maður Bolton um helgina Eiður Smári var besti maður Bolton að mati stuðningsmannasíðu Bolton í 2-0 sigri á Millwall þar sem hann lagði upp seinna mark liðsins. „Samningur Ísmannsins rennur út í sumar og við erum bilaðir ef við gefum honum ekki annað ár. Þvílíkur leikmaður,“ segir um Eið Smára á síðunni Lion Of Vienna Suite sem gaf honum níu fyrir frammistöðuna í leiknum. Það eru liðnir næstum því sextán mánuðir síðan Eiður Smári Guðjohnsen klæddist landsliðstreyjunni síðast, eða þegar HM-draumurinn dó í Zagreb í nóvember 2013. Markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi bræddi þjóðina þegar tár féllu í sjónvarpsviðtali eftir leik en fær nú vonandi fullt af uppklappsleikjum á meðan íslenska landsliðið reynir að tryggja sig inn á sitt fyrsta stórmót. Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta landsleik í Eistlandi 24. apríl 1996 þegar hann, þá enn sautján ára gamall, kom inn á sem varamaður fyrir föður sinn. Slæmt fótbrot í unglingalandsleik í maí 1996 sá til þess að Eiður Smári og Arnór léku aldrei saman inni á vellinum en Eiður Smári spilaði ekki landsleik tvö fyrr en haustið 1999. Komi Eiður Smári inn á í leiknum við Kasakstan verða liðin 18 ár, 11 mánuðir og 5 dagar frá leiknum sem vakti heimsathygli vorið 1996. Hann myndi með því slá met Guðna Bergssonar um tæpan mánuð.Getur náð metinu aftur í fjölskylduna Faðir Eiðs Smára, Arnór Guðjohnsen, átti sjálfur þetta met í rúm fimm ár eða allt þar til að Guðni tók metið af honum í lok mars 2003. Eiður Smári getur því náð metinu aftur í fjölskylduna. Arnór lék sinn 73. og síðasta landsleik á móti Liechtenstein í október 1997.Nákvæmlega fjórum mánuðum fyrr hafði Arnór sjálfur tekið metið af Ríkharði Jónssyni sem var fram að því fyrsti og eini íslenski knattspyrnumaðurinn sem hafði náð því að vera landsliðsmaður í meira en átján ár. Guðni Bergsson sneri aftur í landsliðið í byrjun sumars 2003 og lék þá þrjá síðustu landsleiki sína en hafði þá ekkert verið með landsliðinu frá 1997. Síðasti leikur Guðna var í Vilníus í Litháen þegar íslenska landsliðið vann 3-0 sigur á heimamönnum í undankeppni EM 2004. Þá voru liðin 18 ár, 10 mánuðir og 11 dagar frá hans fyrsta landsleik. Hér til hliðar má sjá listann yfir lengstu landsliðsferla íslenskra knattspyrnukarla. EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Endurkoma Eiðs Smára Guðjohnsen í íslenska landsliðið hefur kannski legið í loftinu undanfarnar vikur nú þegar nær dregur fyrsta mótsleik Íslands á árinu 2015, en íþróttadeild 365 hefur nú heimildir fyrir því að Eiður Smári verði í hóp Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar sem verður tilkynntur í lok vikunnar. Eiður Smári Guðjohnsen hefur fundið sig vel hjá Bolton í ensku b-deildinni og er einn af fáum sóknarmönnum Íslands sem spilar reglulega þessa dagana. Meiðsli og bekkjarseta annarra leikmanna í hans stöðu og góð frammistaða Eiðs Smára í endurkomu sinni til Bolton voru kannski einfalt reiknisdæmi fyrir Heimi og Lars þegar á hólminn var komið. Eiður Smári hefur sýnt áhuga á því að spila áfram með landsliðinu og enda jafnvel landsliðsferil sinn á því að spila á stórmóti en það sem er mikilvægast af öllu er að hann er enn frábær fótboltamaður og er í formi til að hjálpa landsliðinu.Besti maður Bolton um helgina Eiður Smári var besti maður Bolton að mati stuðningsmannasíðu Bolton í 2-0 sigri á Millwall þar sem hann lagði upp seinna mark liðsins. „Samningur Ísmannsins rennur út í sumar og við erum bilaðir ef við gefum honum ekki annað ár. Þvílíkur leikmaður,“ segir um Eið Smára á síðunni Lion Of Vienna Suite sem gaf honum níu fyrir frammistöðuna í leiknum. Það eru liðnir næstum því sextán mánuðir síðan Eiður Smári Guðjohnsen klæddist landsliðstreyjunni síðast, eða þegar HM-draumurinn dó í Zagreb í nóvember 2013. Markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi bræddi þjóðina þegar tár féllu í sjónvarpsviðtali eftir leik en fær nú vonandi fullt af uppklappsleikjum á meðan íslenska landsliðið reynir að tryggja sig inn á sitt fyrsta stórmót. Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta landsleik í Eistlandi 24. apríl 1996 þegar hann, þá enn sautján ára gamall, kom inn á sem varamaður fyrir föður sinn. Slæmt fótbrot í unglingalandsleik í maí 1996 sá til þess að Eiður Smári og Arnór léku aldrei saman inni á vellinum en Eiður Smári spilaði ekki landsleik tvö fyrr en haustið 1999. Komi Eiður Smári inn á í leiknum við Kasakstan verða liðin 18 ár, 11 mánuðir og 5 dagar frá leiknum sem vakti heimsathygli vorið 1996. Hann myndi með því slá met Guðna Bergssonar um tæpan mánuð.Getur náð metinu aftur í fjölskylduna Faðir Eiðs Smára, Arnór Guðjohnsen, átti sjálfur þetta met í rúm fimm ár eða allt þar til að Guðni tók metið af honum í lok mars 2003. Eiður Smári getur því náð metinu aftur í fjölskylduna. Arnór lék sinn 73. og síðasta landsleik á móti Liechtenstein í október 1997.Nákvæmlega fjórum mánuðum fyrr hafði Arnór sjálfur tekið metið af Ríkharði Jónssyni sem var fram að því fyrsti og eini íslenski knattspyrnumaðurinn sem hafði náð því að vera landsliðsmaður í meira en átján ár. Guðni Bergsson sneri aftur í landsliðið í byrjun sumars 2003 og lék þá þrjá síðustu landsleiki sína en hafði þá ekkert verið með landsliðinu frá 1997. Síðasti leikur Guðna var í Vilníus í Litháen þegar íslenska landsliðið vann 3-0 sigur á heimamönnum í undankeppni EM 2004. Þá voru liðin 18 ár, 10 mánuðir og 11 dagar frá hans fyrsta landsleik. Hér til hliðar má sjá listann yfir lengstu landsliðsferla íslenskra knattspyrnukarla.
EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti