Eiður Smári getur náð aftur metinu sem pabbi hans átti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2015 08:00 Vísir/Getty Endurkoma Eiðs Smára Guðjohnsen í íslenska landsliðið hefur kannski legið í loftinu undanfarnar vikur nú þegar nær dregur fyrsta mótsleik Íslands á árinu 2015, en íþróttadeild 365 hefur nú heimildir fyrir því að Eiður Smári verði í hóp Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar sem verður tilkynntur í lok vikunnar. Eiður Smári Guðjohnsen hefur fundið sig vel hjá Bolton í ensku b-deildinni og er einn af fáum sóknarmönnum Íslands sem spilar reglulega þessa dagana. Meiðsli og bekkjarseta annarra leikmanna í hans stöðu og góð frammistaða Eiðs Smára í endurkomu sinni til Bolton voru kannski einfalt reiknisdæmi fyrir Heimi og Lars þegar á hólminn var komið. Eiður Smári hefur sýnt áhuga á því að spila áfram með landsliðinu og enda jafnvel landsliðsferil sinn á því að spila á stórmóti en það sem er mikilvægast af öllu er að hann er enn frábær fótboltamaður og er í formi til að hjálpa landsliðinu.Besti maður Bolton um helgina Eiður Smári var besti maður Bolton að mati stuðningsmannasíðu Bolton í 2-0 sigri á Millwall þar sem hann lagði upp seinna mark liðsins. „Samningur Ísmannsins rennur út í sumar og við erum bilaðir ef við gefum honum ekki annað ár. Þvílíkur leikmaður,“ segir um Eið Smára á síðunni Lion Of Vienna Suite sem gaf honum níu fyrir frammistöðuna í leiknum. Það eru liðnir næstum því sextán mánuðir síðan Eiður Smári Guðjohnsen klæddist landsliðstreyjunni síðast, eða þegar HM-draumurinn dó í Zagreb í nóvember 2013. Markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi bræddi þjóðina þegar tár féllu í sjónvarpsviðtali eftir leik en fær nú vonandi fullt af uppklappsleikjum á meðan íslenska landsliðið reynir að tryggja sig inn á sitt fyrsta stórmót. Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta landsleik í Eistlandi 24. apríl 1996 þegar hann, þá enn sautján ára gamall, kom inn á sem varamaður fyrir föður sinn. Slæmt fótbrot í unglingalandsleik í maí 1996 sá til þess að Eiður Smári og Arnór léku aldrei saman inni á vellinum en Eiður Smári spilaði ekki landsleik tvö fyrr en haustið 1999. Komi Eiður Smári inn á í leiknum við Kasakstan verða liðin 18 ár, 11 mánuðir og 5 dagar frá leiknum sem vakti heimsathygli vorið 1996. Hann myndi með því slá met Guðna Bergssonar um tæpan mánuð.Getur náð metinu aftur í fjölskylduna Faðir Eiðs Smára, Arnór Guðjohnsen, átti sjálfur þetta met í rúm fimm ár eða allt þar til að Guðni tók metið af honum í lok mars 2003. Eiður Smári getur því náð metinu aftur í fjölskylduna. Arnór lék sinn 73. og síðasta landsleik á móti Liechtenstein í október 1997.Nákvæmlega fjórum mánuðum fyrr hafði Arnór sjálfur tekið metið af Ríkharði Jónssyni sem var fram að því fyrsti og eini íslenski knattspyrnumaðurinn sem hafði náð því að vera landsliðsmaður í meira en átján ár. Guðni Bergsson sneri aftur í landsliðið í byrjun sumars 2003 og lék þá þrjá síðustu landsleiki sína en hafði þá ekkert verið með landsliðinu frá 1997. Síðasti leikur Guðna var í Vilníus í Litháen þegar íslenska landsliðið vann 3-0 sigur á heimamönnum í undankeppni EM 2004. Þá voru liðin 18 ár, 10 mánuðir og 11 dagar frá hans fyrsta landsleik. Hér til hliðar má sjá listann yfir lengstu landsliðsferla íslenskra knattspyrnukarla. EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Sjá meira
Endurkoma Eiðs Smára Guðjohnsen í íslenska landsliðið hefur kannski legið í loftinu undanfarnar vikur nú þegar nær dregur fyrsta mótsleik Íslands á árinu 2015, en íþróttadeild 365 hefur nú heimildir fyrir því að Eiður Smári verði í hóp Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar sem verður tilkynntur í lok vikunnar. Eiður Smári Guðjohnsen hefur fundið sig vel hjá Bolton í ensku b-deildinni og er einn af fáum sóknarmönnum Íslands sem spilar reglulega þessa dagana. Meiðsli og bekkjarseta annarra leikmanna í hans stöðu og góð frammistaða Eiðs Smára í endurkomu sinni til Bolton voru kannski einfalt reiknisdæmi fyrir Heimi og Lars þegar á hólminn var komið. Eiður Smári hefur sýnt áhuga á því að spila áfram með landsliðinu og enda jafnvel landsliðsferil sinn á því að spila á stórmóti en það sem er mikilvægast af öllu er að hann er enn frábær fótboltamaður og er í formi til að hjálpa landsliðinu.Besti maður Bolton um helgina Eiður Smári var besti maður Bolton að mati stuðningsmannasíðu Bolton í 2-0 sigri á Millwall þar sem hann lagði upp seinna mark liðsins. „Samningur Ísmannsins rennur út í sumar og við erum bilaðir ef við gefum honum ekki annað ár. Þvílíkur leikmaður,“ segir um Eið Smára á síðunni Lion Of Vienna Suite sem gaf honum níu fyrir frammistöðuna í leiknum. Það eru liðnir næstum því sextán mánuðir síðan Eiður Smári Guðjohnsen klæddist landsliðstreyjunni síðast, eða þegar HM-draumurinn dó í Zagreb í nóvember 2013. Markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi bræddi þjóðina þegar tár féllu í sjónvarpsviðtali eftir leik en fær nú vonandi fullt af uppklappsleikjum á meðan íslenska landsliðið reynir að tryggja sig inn á sitt fyrsta stórmót. Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta landsleik í Eistlandi 24. apríl 1996 þegar hann, þá enn sautján ára gamall, kom inn á sem varamaður fyrir föður sinn. Slæmt fótbrot í unglingalandsleik í maí 1996 sá til þess að Eiður Smári og Arnór léku aldrei saman inni á vellinum en Eiður Smári spilaði ekki landsleik tvö fyrr en haustið 1999. Komi Eiður Smári inn á í leiknum við Kasakstan verða liðin 18 ár, 11 mánuðir og 5 dagar frá leiknum sem vakti heimsathygli vorið 1996. Hann myndi með því slá met Guðna Bergssonar um tæpan mánuð.Getur náð metinu aftur í fjölskylduna Faðir Eiðs Smára, Arnór Guðjohnsen, átti sjálfur þetta met í rúm fimm ár eða allt þar til að Guðni tók metið af honum í lok mars 2003. Eiður Smári getur því náð metinu aftur í fjölskylduna. Arnór lék sinn 73. og síðasta landsleik á móti Liechtenstein í október 1997.Nákvæmlega fjórum mánuðum fyrr hafði Arnór sjálfur tekið metið af Ríkharði Jónssyni sem var fram að því fyrsti og eini íslenski knattspyrnumaðurinn sem hafði náð því að vera landsliðsmaður í meira en átján ár. Guðni Bergsson sneri aftur í landsliðið í byrjun sumars 2003 og lék þá þrjá síðustu landsleiki sína en hafði þá ekkert verið með landsliðinu frá 1997. Síðasti leikur Guðna var í Vilníus í Litháen þegar íslenska landsliðið vann 3-0 sigur á heimamönnum í undankeppni EM 2004. Þá voru liðin 18 ár, 10 mánuðir og 11 dagar frá hans fyrsta landsleik. Hér til hliðar má sjá listann yfir lengstu landsliðsferla íslenskra knattspyrnukarla.
EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Sjá meira