Fjörutíu daga stefnumót kom henni á kortið Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 12. mars 2015 09:30 Jessica Walsh hefur tileinkað sér að taka áhættu, mistakast, gera tilraunir og uppgötva. Það hefur komið henni ansi langt á ferli hennar. mynd/Henry Hargreaves Jessica Walsh er grafískur hönnuður, listrænn stjórnandi og meðeigandi hönnunarfyrirtækisins Sagmeister & Walsh í New York. Á DesignTalks í dag mun Walsh tala um mikilvægi þess að leyfa sér að taka áhættu, mistakast, gera tilraunir og uppgötva, en það er eitthvað sem hún sjálf hefur tileinkað sér þrátt fyrir að það hafi ekki alltaf verið auðvelt. Meðal annars hafnaði hún starfstilboði frá Apple þegar hún var nýútskrifuð og ákvað að fylgja innri sannfæringu frekar. „Ég elska Apple og heimspeki þeirra og ég hef heyrt að það sé dásamlegur vinnustaður. Samt sem áður var eitthvað innra með mér sem sagði mér að ég yrði hamingjusamari og myndi finna fleiri áskoranir af því að vinna á vinnustofu þar sem þú þarft að takast á við ólíkar gerðir viðskiptavina og áskoranir á hverjum degi,“ segir Walsh en í kjölfarið fór hún í starfsnám hjá hönnuðinum Paula Scher hjá fyrirtækinu Pentagram. „Mér fannst vera mikið sem ég gæti lært þar og var tilbúin til þess að taka mikla launaskerðingu til þess að byrja með til þess að ég gæti unnið þá vinnu sem ég vil vinna til lengri tíma. Það var mikil áhætta en borgaði sig.“Walsh og Goodman fóru á stefnumót í fjörtíu daga og sögðu frá því á síðunni.mynd/sagmeisterwalshFór á stefnumót í 40 daga Í mars árið 2013 hófu Walsh og vinur hennar, Timothy Goodman, verkefnið 40 Days of Dating, internet-verkefni þar sem þau fóru á stefnumót hvort með öðru í fjörutíu daga og gerðu stefnumótunum og tilfinningum sínum skil á samnefndri vefsíðu. Verkefnið sló í gegn og vakti mikla athygli. Í kjölfarið var gefin út samnefnd bók og Warner Brothers keyptu réttinn á handritinu. Walsh og Goodman hafa fengið þúsundir tölvupósta víðs vegar að úr heiminum frá einstaklingum sem verkefnið snerti við á einn eða annan hátt. „Eitt af mínum aðalmarkmiðum er að snerta fólk á einhvern hátt í gegnum vinnuna mína, það að hljóta þessi viðbrögð hefur því verið ótrúlegt og gert mig auðmjúka,“ segir Walsh en líkt og áður kemur fram stendur til að gera sögu þeirra skil á hvíta tjaldinu. Lorene Scafaria skrifar handritið og leikstjórn er í höndum Michael Sucy.Hefur hannað frá barnsaldri 40 Days of Dating markaði þó ekki upphaf ferils Walsh, sem hefur kóðað og hannað vefsíður frá ellefu ára aldri, þó verkefnið hafi vissulega gert hana þekktari meðal almennings. „Fyrir fjórum árum stofnaði ég Sagmeister & Walsh ásamt Stefan Sagmeister. Verkefni okkar voru vel þekkt innan hönnunarheimsins en ekki eins þekkt af almenningi. 40 Days of Dating-verkefnið breytti því og gerði okkur kleift að tala við áheyrendur utan hins skapandi samfélags. Það var mjög spennandi og við vonumst til þess að gera meira af því í framtíðinni,“ segir hún en meðal viðskiptavina þeirra eru Levis, Red Bull, Museum of Modern Art, The New York Times og Adobe. Úr bókinni 40 Days of DatingMynd/sagmeisterwalsh.comKarlaklúbbur hönnuða Hún segir hönnun að ákveðnu leyti hafa verið karlaklúbb í gegnum tíðina þar sem mest áberandi einstaklingar innan geirans hafi í flestum tilfellum verið karlkyns. „Það getur haldið aftur af ungum konum, þú þarft fyrirmyndir og einstaklinga til þess að líta upp til á þínum vettvangi til þess að öðlast trú á það að þú getir skapað þér lifibrauð í hinum skapandi heimi. Ég lít upp til svo margra hæfileikaríkra kvenna, til dæmis Paulu Scher, Mairu Kalman, Ray Eames, listinn heldur áfram og áfram.“ Walsh segir jafnframt að fleiri ungar og hæfileikaríkar konur séu að ryðja sér til rúms og skapa sér nafn. „Af minni kynslóð og meðal þeirra sem eru yngri, sé ég marga hæfileikaríka unga kvenkyns hönnuði sem eru að skapa sér nafn. Það er mjög spennandi.“ Erindi Walsh hefst klukkan þrjú í Hörpu, Silfurbergi. HönnunarMars Tækni Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Jessica Walsh er grafískur hönnuður, listrænn stjórnandi og meðeigandi hönnunarfyrirtækisins Sagmeister & Walsh í New York. Á DesignTalks í dag mun Walsh tala um mikilvægi þess að leyfa sér að taka áhættu, mistakast, gera tilraunir og uppgötva, en það er eitthvað sem hún sjálf hefur tileinkað sér þrátt fyrir að það hafi ekki alltaf verið auðvelt. Meðal annars hafnaði hún starfstilboði frá Apple þegar hún var nýútskrifuð og ákvað að fylgja innri sannfæringu frekar. „Ég elska Apple og heimspeki þeirra og ég hef heyrt að það sé dásamlegur vinnustaður. Samt sem áður var eitthvað innra með mér sem sagði mér að ég yrði hamingjusamari og myndi finna fleiri áskoranir af því að vinna á vinnustofu þar sem þú þarft að takast á við ólíkar gerðir viðskiptavina og áskoranir á hverjum degi,“ segir Walsh en í kjölfarið fór hún í starfsnám hjá hönnuðinum Paula Scher hjá fyrirtækinu Pentagram. „Mér fannst vera mikið sem ég gæti lært þar og var tilbúin til þess að taka mikla launaskerðingu til þess að byrja með til þess að ég gæti unnið þá vinnu sem ég vil vinna til lengri tíma. Það var mikil áhætta en borgaði sig.“Walsh og Goodman fóru á stefnumót í fjörtíu daga og sögðu frá því á síðunni.mynd/sagmeisterwalshFór á stefnumót í 40 daga Í mars árið 2013 hófu Walsh og vinur hennar, Timothy Goodman, verkefnið 40 Days of Dating, internet-verkefni þar sem þau fóru á stefnumót hvort með öðru í fjörutíu daga og gerðu stefnumótunum og tilfinningum sínum skil á samnefndri vefsíðu. Verkefnið sló í gegn og vakti mikla athygli. Í kjölfarið var gefin út samnefnd bók og Warner Brothers keyptu réttinn á handritinu. Walsh og Goodman hafa fengið þúsundir tölvupósta víðs vegar að úr heiminum frá einstaklingum sem verkefnið snerti við á einn eða annan hátt. „Eitt af mínum aðalmarkmiðum er að snerta fólk á einhvern hátt í gegnum vinnuna mína, það að hljóta þessi viðbrögð hefur því verið ótrúlegt og gert mig auðmjúka,“ segir Walsh en líkt og áður kemur fram stendur til að gera sögu þeirra skil á hvíta tjaldinu. Lorene Scafaria skrifar handritið og leikstjórn er í höndum Michael Sucy.Hefur hannað frá barnsaldri 40 Days of Dating markaði þó ekki upphaf ferils Walsh, sem hefur kóðað og hannað vefsíður frá ellefu ára aldri, þó verkefnið hafi vissulega gert hana þekktari meðal almennings. „Fyrir fjórum árum stofnaði ég Sagmeister & Walsh ásamt Stefan Sagmeister. Verkefni okkar voru vel þekkt innan hönnunarheimsins en ekki eins þekkt af almenningi. 40 Days of Dating-verkefnið breytti því og gerði okkur kleift að tala við áheyrendur utan hins skapandi samfélags. Það var mjög spennandi og við vonumst til þess að gera meira af því í framtíðinni,“ segir hún en meðal viðskiptavina þeirra eru Levis, Red Bull, Museum of Modern Art, The New York Times og Adobe. Úr bókinni 40 Days of DatingMynd/sagmeisterwalsh.comKarlaklúbbur hönnuða Hún segir hönnun að ákveðnu leyti hafa verið karlaklúbb í gegnum tíðina þar sem mest áberandi einstaklingar innan geirans hafi í flestum tilfellum verið karlkyns. „Það getur haldið aftur af ungum konum, þú þarft fyrirmyndir og einstaklinga til þess að líta upp til á þínum vettvangi til þess að öðlast trú á það að þú getir skapað þér lifibrauð í hinum skapandi heimi. Ég lít upp til svo margra hæfileikaríkra kvenna, til dæmis Paulu Scher, Mairu Kalman, Ray Eames, listinn heldur áfram og áfram.“ Walsh segir jafnframt að fleiri ungar og hæfileikaríkar konur séu að ryðja sér til rúms og skapa sér nafn. „Af minni kynslóð og meðal þeirra sem eru yngri, sé ég marga hæfileikaríka unga kvenkyns hönnuði sem eru að skapa sér nafn. Það er mjög spennandi.“ Erindi Walsh hefst klukkan þrjú í Hörpu, Silfurbergi.
HönnunarMars Tækni Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira