11,5 milljarðar fyrir frumkvöðlafyrirtæki kolbeinn óttarsson proppé skrifar 10. mars 2015 07:00 Fjárfestar vilja vera með í næsta fyrirtæki sem nær flugi. Meniga er dæmi um velgengni sprotafyrirtækis. Þegar fyrirtækið tók þátt í Gullegginu, samstarfi fyrir sprotafyrirtæki, árið 2009, voru þar þrír starfsmenn, en í dag eru þeir yfir 100 í fjölmörgum löndum. „Í mínum huga eru þetta stærstu fréttir fyrir íslenskt frumkvöðlaumhverfi frá landnámi,“ segir Einar Gunnar Guðmundsson, sérfræðingur hjá Arion banka, í tilefni af því að fyrir skemmstu tóku þrír nýir framtakssjóðir til starfa. Fjárfestingargeta sjóðanna þriggja nemur um 11,5 milljörðum króna og þeim fjármunum verður varið til fjárfestinga á næstu þremur til fimm árum. Sjóðirnir sem um ræðir eru Eyr sprotar, SA framtak og Frumtak II og bætast þeir við þá sjóði sem fyrir eru.Salóme Guðmundsdóttir„Þetta eru kannski ekki svo háar upphæðir þegar þú setur þetta í samhengi við það sem lífeyrissjóðirnir eru að fjárfesta á hverju ári, en í sögulegu samhengi fyrir þetta umhverfi eru þetta gríðarlega stórar upphæðir,“ segir Einar Gunnar. „Þetta er vonandi vísir að því að fjárfestar hafi trú á því að þetta svið geti verið áhugavert. Ég er tiltölulega vongóður um að þessi þróun verði viðvarandi. Þetta er í raun í fyrsta skipti frá landnámi þar sem staðan er orðin sú að það er samkeppni, ekki bara um fjármagnið, heldur á milli sjóðanna um fjárfestingar.“ Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Klak Innovit, segir að nýju sjóðirnir breyti landslaginu fyrir frumkvöðla á Íslandi. Áður hafi Tækniþróunarsjóður borið mesta þungann af fjárfestingum á sprotastiginu (e. seed stage). Það sé ekkert í líkingu við þær upphæðir sem núna eru komnar inn í spilið.Á þessari mynd má sjá almennt landslag fyrir fjárfesta á Íslandi. Fyrsta stigið, sprotastigið, er þarna nefnt því skáldlega nafni Dauðadalur. Nýju sjóðirnir ættu að veita frumkvöðlum von um að komast í gegnum þann dal og í stöndugri rekstur.heimild/arion banki„Það á eftir að koma í ljós hvernig þessir sjóðir fjárfesta og hvaða upphæðir verða settar í fyrirtækin. Sumir sjá fyrir sér að fjárfesta ekki undir 100 milljónum, sem er kannski hærra mark en mörg fyrirtæki á Íslandi þurfa á fyrsta stigi. Það er oft og tíðum 20 til 50 milljónir. Salóme segir að þetta sé árangur markvissrar uppbyggingar frumkvöðlastarfs á Íslandi. Fjárfestar séu farnir að veita þessum geira meiri athygli, sem og stjórnvöld. Þar spili inn í velgengni fyrirtækja eins og Meniga, Plain Vanilla og Green Cloud, svo dæmi séu nefnd. „Þróunin hefur verið rosalega hröð síðustu ár. Svo hröð að ekki hefur náðst að halda utan um tölfræðileg gögn í kringum þetta allt saman. Það þarf að ramma þessa starfsgrein betur inn. En klókir fjárfestar vilja auðvitað vera með í næsta stóra dæminu og það eru mikil tækifæri fyrir frumkvöðla á Íslandi.“Einar Gunnar Guðmundsson.Hafa fjárfest í 54 fyrirtækjum síðan 2012 Sjóðirnir sem um ræðir einbeita sér að fjárfestingum á fyrsta stigi fyrirtækja, sprotastiginu. Einar Gunnar Guðmundsson, sérfræðingur hjá Arion banka, segir að á þessu stigi sé fjárfesting oftar en ekki bundin við f-in þrjú, upp á enska tungu; friends, family and fools (vini, fjölskyldu og kjána). „Þetta eru einu sjóðirnir sem eru að fjárfesta á hugmyndastigi. Markmiðið er að einkafjárfestarnir, sem oft er talað um sem viðskiptaengla, taki við þessum fjárfestingum með sjóðunum.“ Einar Gunnar bendir á að sjóðirnir þurfi að ávaxta sitt pund. Að þeim standi ólíkir hluthafar sem geri kröfuum að þeir sem stýri sjóðunum standi sig vel. Sjóðstjóranna sé síðan að vinna mjög náið með fyrirtækjunum að því að þróa viðskiptahugmyndina, opna á viðskiptatengsl, opna dyr fyrir erlendum fjárfestum og svo framvegis. „Við í Arion banka erum búin að vera mjög virk í þessum geira síðan 2012. Nú hefur Arion banki fjárfest í 54 sprotafyrirtækjum. Vonandi erum við að búa til einhverja sögu. Þetta er áþreifanlegur stuðningur.“ Fréttir af flugi Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
„Í mínum huga eru þetta stærstu fréttir fyrir íslenskt frumkvöðlaumhverfi frá landnámi,“ segir Einar Gunnar Guðmundsson, sérfræðingur hjá Arion banka, í tilefni af því að fyrir skemmstu tóku þrír nýir framtakssjóðir til starfa. Fjárfestingargeta sjóðanna þriggja nemur um 11,5 milljörðum króna og þeim fjármunum verður varið til fjárfestinga á næstu þremur til fimm árum. Sjóðirnir sem um ræðir eru Eyr sprotar, SA framtak og Frumtak II og bætast þeir við þá sjóði sem fyrir eru.Salóme Guðmundsdóttir„Þetta eru kannski ekki svo háar upphæðir þegar þú setur þetta í samhengi við það sem lífeyrissjóðirnir eru að fjárfesta á hverju ári, en í sögulegu samhengi fyrir þetta umhverfi eru þetta gríðarlega stórar upphæðir,“ segir Einar Gunnar. „Þetta er vonandi vísir að því að fjárfestar hafi trú á því að þetta svið geti verið áhugavert. Ég er tiltölulega vongóður um að þessi þróun verði viðvarandi. Þetta er í raun í fyrsta skipti frá landnámi þar sem staðan er orðin sú að það er samkeppni, ekki bara um fjármagnið, heldur á milli sjóðanna um fjárfestingar.“ Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Klak Innovit, segir að nýju sjóðirnir breyti landslaginu fyrir frumkvöðla á Íslandi. Áður hafi Tækniþróunarsjóður borið mesta þungann af fjárfestingum á sprotastiginu (e. seed stage). Það sé ekkert í líkingu við þær upphæðir sem núna eru komnar inn í spilið.Á þessari mynd má sjá almennt landslag fyrir fjárfesta á Íslandi. Fyrsta stigið, sprotastigið, er þarna nefnt því skáldlega nafni Dauðadalur. Nýju sjóðirnir ættu að veita frumkvöðlum von um að komast í gegnum þann dal og í stöndugri rekstur.heimild/arion banki„Það á eftir að koma í ljós hvernig þessir sjóðir fjárfesta og hvaða upphæðir verða settar í fyrirtækin. Sumir sjá fyrir sér að fjárfesta ekki undir 100 milljónum, sem er kannski hærra mark en mörg fyrirtæki á Íslandi þurfa á fyrsta stigi. Það er oft og tíðum 20 til 50 milljónir. Salóme segir að þetta sé árangur markvissrar uppbyggingar frumkvöðlastarfs á Íslandi. Fjárfestar séu farnir að veita þessum geira meiri athygli, sem og stjórnvöld. Þar spili inn í velgengni fyrirtækja eins og Meniga, Plain Vanilla og Green Cloud, svo dæmi séu nefnd. „Þróunin hefur verið rosalega hröð síðustu ár. Svo hröð að ekki hefur náðst að halda utan um tölfræðileg gögn í kringum þetta allt saman. Það þarf að ramma þessa starfsgrein betur inn. En klókir fjárfestar vilja auðvitað vera með í næsta stóra dæminu og það eru mikil tækifæri fyrir frumkvöðla á Íslandi.“Einar Gunnar Guðmundsson.Hafa fjárfest í 54 fyrirtækjum síðan 2012 Sjóðirnir sem um ræðir einbeita sér að fjárfestingum á fyrsta stigi fyrirtækja, sprotastiginu. Einar Gunnar Guðmundsson, sérfræðingur hjá Arion banka, segir að á þessu stigi sé fjárfesting oftar en ekki bundin við f-in þrjú, upp á enska tungu; friends, family and fools (vini, fjölskyldu og kjána). „Þetta eru einu sjóðirnir sem eru að fjárfesta á hugmyndastigi. Markmiðið er að einkafjárfestarnir, sem oft er talað um sem viðskiptaengla, taki við þessum fjárfestingum með sjóðunum.“ Einar Gunnar bendir á að sjóðirnir þurfi að ávaxta sitt pund. Að þeim standi ólíkir hluthafar sem geri kröfuum að þeir sem stýri sjóðunum standi sig vel. Sjóðstjóranna sé síðan að vinna mjög náið með fyrirtækjunum að því að þróa viðskiptahugmyndina, opna á viðskiptatengsl, opna dyr fyrir erlendum fjárfestum og svo framvegis. „Við í Arion banka erum búin að vera mjög virk í þessum geira síðan 2012. Nú hefur Arion banki fjárfest í 54 sprotafyrirtækjum. Vonandi erum við að búa til einhverja sögu. Þetta er áþreifanlegur stuðningur.“
Fréttir af flugi Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent