Fá 40 milljónir í hestamót sveinn arnarsson skrifar 10. mars 2015 07:00 Erla Björk Örnólfsdóttir Fjörutíu milljónir króna renna úr ríkissjóði á þessu ári til endurbóta á útisvæði reiðkennaranáms við Hólaskóla í Hjaltadal í Skagafirði. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og meðlimur fjárlaganefndar Alþingis, segir þetta hluta af uppbyggingu sem þurfi vegna Landsmóts hestamanna 2016.Haraldur Benediktsson„Þarna er verið að bæta Hólastað og efla hann með viðhaldi og endurbótum á útisvæði fyrir nám í hestafræðum. Þetta verður því vonandi hluti af þeim framkvæmdum sem þarf að fara í á Hólum í sumar,“ segir Haraldur. Upphæðin kom inn á fjárlög eftir breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar. „Ég get bara sagt það að ég bað ekki um þessa aukafjárveitingu. Þú verður að spyrja aðra hvaðan hún kom. Við höfum heldur ekki ákveðið hvernig við munum verja þessum fjármunum,“ segir rektor Hólaskóla, Erla Björk Örnólfsdóttir. Brynhildur Pétursdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, segir vinnubrögðin ólíðandi. Lengi hafi tíðkast að einstaklingar og samtök kæmu fyrir fjárlaganefnd til að rökstyðja óskir um framlög. Persónuleg tengsl við nefndarmenn hafi þá getað skipt miklu.Brynhildur Pétursdóttir Þingmaður Bjartrar framtíðar„Þessu verklagi var breytt til hins betra á síðasta kjörtímabili. Meirihlutinn ákvað að samþykkja fjölmargar beiðnir fyrir jól án þess að umsóknirnar hefðu verið svo mikið sem ræddar í fjárlaganefnd. Þessi vinnubrögð orka tvímælis og við í minnihlutanum höfum gagnrýnt þetta verklag harðlega,“ segir Brynhildur. Peningar sem verða settir í verkefnið á fjárlögum þýða það að mótshaldarar; þrjú hestamannafélög í Skagafirði, þurfa sjálf að setja minna fé í framkvæmdir. Lárus Ástmar Hannesson, formaður Landssambands hestamannafélaga og varaþingmaður í kjördæminu, segist ekki geta sagt hversu mikið kosti að koma svæðinu í lag fyrir Landsmót. Líklegt er að það sé á annað hundrað milljónir króna. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Fjörutíu milljónir króna renna úr ríkissjóði á þessu ári til endurbóta á útisvæði reiðkennaranáms við Hólaskóla í Hjaltadal í Skagafirði. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og meðlimur fjárlaganefndar Alþingis, segir þetta hluta af uppbyggingu sem þurfi vegna Landsmóts hestamanna 2016.Haraldur Benediktsson„Þarna er verið að bæta Hólastað og efla hann með viðhaldi og endurbótum á útisvæði fyrir nám í hestafræðum. Þetta verður því vonandi hluti af þeim framkvæmdum sem þarf að fara í á Hólum í sumar,“ segir Haraldur. Upphæðin kom inn á fjárlög eftir breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar. „Ég get bara sagt það að ég bað ekki um þessa aukafjárveitingu. Þú verður að spyrja aðra hvaðan hún kom. Við höfum heldur ekki ákveðið hvernig við munum verja þessum fjármunum,“ segir rektor Hólaskóla, Erla Björk Örnólfsdóttir. Brynhildur Pétursdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, segir vinnubrögðin ólíðandi. Lengi hafi tíðkast að einstaklingar og samtök kæmu fyrir fjárlaganefnd til að rökstyðja óskir um framlög. Persónuleg tengsl við nefndarmenn hafi þá getað skipt miklu.Brynhildur Pétursdóttir Þingmaður Bjartrar framtíðar„Þessu verklagi var breytt til hins betra á síðasta kjörtímabili. Meirihlutinn ákvað að samþykkja fjölmargar beiðnir fyrir jól án þess að umsóknirnar hefðu verið svo mikið sem ræddar í fjárlaganefnd. Þessi vinnubrögð orka tvímælis og við í minnihlutanum höfum gagnrýnt þetta verklag harðlega,“ segir Brynhildur. Peningar sem verða settir í verkefnið á fjárlögum þýða það að mótshaldarar; þrjú hestamannafélög í Skagafirði, þurfa sjálf að setja minna fé í framkvæmdir. Lárus Ástmar Hannesson, formaður Landssambands hestamannafélaga og varaþingmaður í kjördæminu, segist ekki geta sagt hversu mikið kosti að koma svæðinu í lag fyrir Landsmót. Líklegt er að það sé á annað hundrað milljónir króna.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira