Stýra álagi í miðbænum með kvótum heiða kristín helgadóttir skrifar 10. mars 2015 07:45 Ólöf Örvarsdóttir, Sviðsstjóri Umhverfis og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, telur að skipulagsákvarðanir eigi að taka mið af íbúum í borginni en ekki ferðamönnum, því sérstök uppbygging fyrir ferðamenn skili okkur einungis tilbúnu, óspennandi umhverfi sem sé ekki heillandi fyrir gesti að heimsækja. „Þessi aukning fer náttúrulega fram úr öllum áætlunum. Við bregðumst við með því að setja meiri kraft og fjármuni í hreinsun og umhirðu eins og að tæma ruslafötur í miðborginni oftar. Því þetta er eins og við höfum allt í einu fengið mörg hundruð nýja borgarbúa til okkar, sem nota borgina og borgarlandið með okkur meirihluta ársins. En við þurfum að passa að það sem við gerum sé ekki bara fyrir ferðamenn, heldur líka fyrir Reykvíkinga. Þannig að eitthvað sem hefur aðdráttarafl í miðborginni eins og til dæmis flott skautasvell, sem væri frábær viðbót fyrir borgarbúa og þá sem heimsækja borgina því ferðmenn vilja upplifa borgina með borgarbúum en ekki í sérhólfum. Fyrst og fremst eigum við að varðveita okkar sérkenni og sérstöðu.“Lágreist byggð og hótelvæðingEn fara sérkenni miðborgarinnar, eins og lágreist byggð og gömul hús, saman við mikla hóteluppbyggingu? „Hótel eru afmörkuð við miðsvæði og miðborg samkvæmt aðalskipulagi, en sú þróun sem við sjáum núna er í takt við þá þróun sem okkur þykir jákvæð, því uppbyggingin er að teygja sig í átt að Hlemmi og jafnvel ofar í borgina. Álagið á Kvosinni minnkar líka núna því það svæði er orðið nokkuð mettað og við höfum sett þak á þá þróun með tillögu að breyttu skipulagi. Nú á að byggja nýtt hótel við Hlemm og þar í nágrenninu er líka verið að byggja töluvert mikið af nýjum íbúðum. Hótelið getur gert það að verkum að meiri þjónusta sækir á Hlemmsvæðið því hóteluppbygging ein og sér getur haft mjög jákvæð áhrif á umhverfið. Segjum sem svo að á Hlemmi væri frábær matarmarkaður þá styður hótelið við þann markað með sínum gestum og þeim veitingastöðum sem ákveða að vera nálægt hótelinu og umhverfið verður allt líflegra og skemmtilegra.“ Ólöf segir að uppbygging á Laugavegi sé ekki hætt en við sjáum að þyngdin sé að færast nær Hlemmi, Borgartúni, Suðurlandsbraut og að Grand hóteli. „En þarna skipta hjólastígar, göngustígar og græn svæði miklu máli því þau gera það að verkum ferðamenn vilja fara á aðra staði en Kvosina og miðbæinn og geta ferðast um Reykjavík með vistvænum en ekki síður skemmtilegum hætti.“Starfsemiskvótar og stýring Samkvæmt aðalskipulagi eiga starfsemiskvótar á Laugavegi og á Hverfisgötu að ýta undir fjölbreytni á þessu svæði. „Almenningsrými á jarðhæð er algjör forsenda fyrir því að hafa lifandi borg, þannig að við séum ekki bara með lokuð hótellobbý eða veitingastaði. Það þarf að vera lifandi umhverfi og þjónusta á jarðhæðum og fjölbreytni er lykilatriði,“ segir Ólöf.Borgaryfirvöld hafa líka sett 23% þak á hóteluppbygginu í Kvosinni, þannig að hótel mega ekki vera meira en 23% af starfseminni þar.Hefur þú engar áhyggjur af því að þessi kvóti í Kvosinni geti orðið til þess að leyfi gangi kaupum og sölum á uppsprengdu verði? „Það er hugsanlegur möguleiki og við gerum okkur grein fyrir því að við þurfum eflaust að endurskoða þessar reglur á einhverjum tímapunkti. En við verðum hins vegar að bregðast við og þetta er ein leið til þess. Nú þegar er skipulögð mikil viðbót við gistirými á þessu svæði, hluti er nú þegar kominn til framkvæmda og svo eru þarna einhver fimm prósent til viðbótar sem eru þegar komin í deiliskipulag.“Ef Landsímareiturinn færi í uppbyggingu, er þessu 23% marki þá ekki náð? „Jú, það er rétt.“Þannig að ef ég væri fjárfestir og vildi kaupa upp húsnæði í Kvosinni og breyta því í hótel þá fengi ég ekki leyfi? „Nei, ekki samkvæmt þessu, því þær áætlanir sem eru samþykktar setja bara ákveðið stopp á fleiri hótel þarna.“En hvar er fyrirséð að hóteluppbygging fari fram annars staðar á næstu árum? „Það eru uppi hugmyndir um að stækka Grand hótel, en ég veit ekki hversu hratt þeir fara. En hótel á horninu á Lækjargötu og Vonarstræti gæti komið á þarnæsta ári. Hótel sem fyrirhugað er í Hafnarstræti gæti líka komið á þarnæsta ári. Hótelið á Hljómalindarreit er langt komið, annað hótel ofar á Hverfisgötu líka. Það kemur svo hótel á Laugavegi sem er byrjað að byggja. Þetta er auðvitað mjög mikið en í samræmi við eftirspurn. Hótel geta verið góð innspýting fyrir ákveðin svæði eins og dæmin sanna ef vel er staðið að verki.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, telur að skipulagsákvarðanir eigi að taka mið af íbúum í borginni en ekki ferðamönnum, því sérstök uppbygging fyrir ferðamenn skili okkur einungis tilbúnu, óspennandi umhverfi sem sé ekki heillandi fyrir gesti að heimsækja. „Þessi aukning fer náttúrulega fram úr öllum áætlunum. Við bregðumst við með því að setja meiri kraft og fjármuni í hreinsun og umhirðu eins og að tæma ruslafötur í miðborginni oftar. Því þetta er eins og við höfum allt í einu fengið mörg hundruð nýja borgarbúa til okkar, sem nota borgina og borgarlandið með okkur meirihluta ársins. En við þurfum að passa að það sem við gerum sé ekki bara fyrir ferðamenn, heldur líka fyrir Reykvíkinga. Þannig að eitthvað sem hefur aðdráttarafl í miðborginni eins og til dæmis flott skautasvell, sem væri frábær viðbót fyrir borgarbúa og þá sem heimsækja borgina því ferðmenn vilja upplifa borgina með borgarbúum en ekki í sérhólfum. Fyrst og fremst eigum við að varðveita okkar sérkenni og sérstöðu.“Lágreist byggð og hótelvæðingEn fara sérkenni miðborgarinnar, eins og lágreist byggð og gömul hús, saman við mikla hóteluppbyggingu? „Hótel eru afmörkuð við miðsvæði og miðborg samkvæmt aðalskipulagi, en sú þróun sem við sjáum núna er í takt við þá þróun sem okkur þykir jákvæð, því uppbyggingin er að teygja sig í átt að Hlemmi og jafnvel ofar í borgina. Álagið á Kvosinni minnkar líka núna því það svæði er orðið nokkuð mettað og við höfum sett þak á þá þróun með tillögu að breyttu skipulagi. Nú á að byggja nýtt hótel við Hlemm og þar í nágrenninu er líka verið að byggja töluvert mikið af nýjum íbúðum. Hótelið getur gert það að verkum að meiri þjónusta sækir á Hlemmsvæðið því hóteluppbygging ein og sér getur haft mjög jákvæð áhrif á umhverfið. Segjum sem svo að á Hlemmi væri frábær matarmarkaður þá styður hótelið við þann markað með sínum gestum og þeim veitingastöðum sem ákveða að vera nálægt hótelinu og umhverfið verður allt líflegra og skemmtilegra.“ Ólöf segir að uppbygging á Laugavegi sé ekki hætt en við sjáum að þyngdin sé að færast nær Hlemmi, Borgartúni, Suðurlandsbraut og að Grand hóteli. „En þarna skipta hjólastígar, göngustígar og græn svæði miklu máli því þau gera það að verkum ferðamenn vilja fara á aðra staði en Kvosina og miðbæinn og geta ferðast um Reykjavík með vistvænum en ekki síður skemmtilegum hætti.“Starfsemiskvótar og stýring Samkvæmt aðalskipulagi eiga starfsemiskvótar á Laugavegi og á Hverfisgötu að ýta undir fjölbreytni á þessu svæði. „Almenningsrými á jarðhæð er algjör forsenda fyrir því að hafa lifandi borg, þannig að við séum ekki bara með lokuð hótellobbý eða veitingastaði. Það þarf að vera lifandi umhverfi og þjónusta á jarðhæðum og fjölbreytni er lykilatriði,“ segir Ólöf.Borgaryfirvöld hafa líka sett 23% þak á hóteluppbygginu í Kvosinni, þannig að hótel mega ekki vera meira en 23% af starfseminni þar.Hefur þú engar áhyggjur af því að þessi kvóti í Kvosinni geti orðið til þess að leyfi gangi kaupum og sölum á uppsprengdu verði? „Það er hugsanlegur möguleiki og við gerum okkur grein fyrir því að við þurfum eflaust að endurskoða þessar reglur á einhverjum tímapunkti. En við verðum hins vegar að bregðast við og þetta er ein leið til þess. Nú þegar er skipulögð mikil viðbót við gistirými á þessu svæði, hluti er nú þegar kominn til framkvæmda og svo eru þarna einhver fimm prósent til viðbótar sem eru þegar komin í deiliskipulag.“Ef Landsímareiturinn færi í uppbyggingu, er þessu 23% marki þá ekki náð? „Jú, það er rétt.“Þannig að ef ég væri fjárfestir og vildi kaupa upp húsnæði í Kvosinni og breyta því í hótel þá fengi ég ekki leyfi? „Nei, ekki samkvæmt þessu, því þær áætlanir sem eru samþykktar setja bara ákveðið stopp á fleiri hótel þarna.“En hvar er fyrirséð að hóteluppbygging fari fram annars staðar á næstu árum? „Það eru uppi hugmyndir um að stækka Grand hótel, en ég veit ekki hversu hratt þeir fara. En hótel á horninu á Lækjargötu og Vonarstræti gæti komið á þarnæsta ári. Hótel sem fyrirhugað er í Hafnarstræti gæti líka komið á þarnæsta ári. Hótelið á Hljómalindarreit er langt komið, annað hótel ofar á Hverfisgötu líka. Það kemur svo hótel á Laugavegi sem er byrjað að byggja. Þetta er auðvitað mjög mikið en í samræmi við eftirspurn. Hótel geta verið góð innspýting fyrir ákveðin svæði eins og dæmin sanna ef vel er staðið að verki.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira