Framkvæmdaáætlunin frá Peking 20 ára Eygló Harðardóttir skrifar 9. mars 2015 07:00 Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er haldinn hátíðlegur 8. mars ár hvert. Dagurinn á sér sögu allt aftur til ársins 1910 en um 1970 fékk dagurinn viðurkenningu Sameinuðu þjóðanna og síðan hafa kvennahreyfingin, verkalýðsfélög, stjórnvöld og alþjóðastofnanir sameinast um að nýta daginn málaflokknum til framdráttar. Sameinuðu þjóðirnar fagna 70 ára afmæli á þessu ári. Fram kemur í inngangsorðum sáttmála hinna Sameinuðu þjóða, sem öðlaðist gildi þann 24. október 1945, að meðal meginmarkmiða þeirra sé jafnrétti kvenna og karla. Meðal þeirra 160 aðila sem undirrituðu sáttmálann voru einungis 4 konur og endurspeglar það fæð kvenna í opinberu lífi. Að sama skapi hafði heimsbyggðin enga vitneskju um raunverulega stöðu kvenna fyrr en að Sameinuðu þjóðirnar réðust, í aðdraganda kvennáratugarins 1975–1985, í það verkefni að meta stöðu kvenna í hverju ríki fyrir sig. Í ljós kom að stór hluti kvenna bjó við réttindaleysi, fátækt og ofbeldi. Í dag eru konur enn í meirihluta þeirra sem lifa við skort á efnislegum gæðum og takmarkað aðgengi að áhrifastöðum á sviði stjórn- og efnahagsmála. Í ár eru liðin 20 ár frá kvennaráðstefnunni í Peking þar sem merk framkvæmdaáætlun um jafnrétti var samþykkt. Fundur kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í New York er tileinkaður afmæli framkvæmdaáætlunarinnar sem í tólf köflum leggur grunn að starfi aðildarríkjanna á sviði jafnréttismála. Sömuleiðis er innihald nýrra þróunarmarkmiða til umræðu á fundinum. Norðurlöndin hafa sameinast í baráttu fyrir því að réttur kvenna til lífs án mismununar og ofbeldis verði virtur. Sérstök áhersla er lögð á aðgengi kvenna að þjónustu á sviði kyn- og frjósemisheilbrigðis, t.d hvað varðar aðgengi að frjálsum fóstureyðingum og bann við limlestingum á kynfærum stúlkubarna og kvenna. Stjórnvöldum víða um heim má vera ljóst að án valdeflingar og þátttöku kvenna er ekki hægt að uppfylla markmið um frið, fæðuöryggi, lýðræðislega stofnanauppbyggingu og jafnt aðgengi að menntun svo að einhver dæmi séu nefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er haldinn hátíðlegur 8. mars ár hvert. Dagurinn á sér sögu allt aftur til ársins 1910 en um 1970 fékk dagurinn viðurkenningu Sameinuðu þjóðanna og síðan hafa kvennahreyfingin, verkalýðsfélög, stjórnvöld og alþjóðastofnanir sameinast um að nýta daginn málaflokknum til framdráttar. Sameinuðu þjóðirnar fagna 70 ára afmæli á þessu ári. Fram kemur í inngangsorðum sáttmála hinna Sameinuðu þjóða, sem öðlaðist gildi þann 24. október 1945, að meðal meginmarkmiða þeirra sé jafnrétti kvenna og karla. Meðal þeirra 160 aðila sem undirrituðu sáttmálann voru einungis 4 konur og endurspeglar það fæð kvenna í opinberu lífi. Að sama skapi hafði heimsbyggðin enga vitneskju um raunverulega stöðu kvenna fyrr en að Sameinuðu þjóðirnar réðust, í aðdraganda kvennáratugarins 1975–1985, í það verkefni að meta stöðu kvenna í hverju ríki fyrir sig. Í ljós kom að stór hluti kvenna bjó við réttindaleysi, fátækt og ofbeldi. Í dag eru konur enn í meirihluta þeirra sem lifa við skort á efnislegum gæðum og takmarkað aðgengi að áhrifastöðum á sviði stjórn- og efnahagsmála. Í ár eru liðin 20 ár frá kvennaráðstefnunni í Peking þar sem merk framkvæmdaáætlun um jafnrétti var samþykkt. Fundur kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í New York er tileinkaður afmæli framkvæmdaáætlunarinnar sem í tólf köflum leggur grunn að starfi aðildarríkjanna á sviði jafnréttismála. Sömuleiðis er innihald nýrra þróunarmarkmiða til umræðu á fundinum. Norðurlöndin hafa sameinast í baráttu fyrir því að réttur kvenna til lífs án mismununar og ofbeldis verði virtur. Sérstök áhersla er lögð á aðgengi kvenna að þjónustu á sviði kyn- og frjósemisheilbrigðis, t.d hvað varðar aðgengi að frjálsum fóstureyðingum og bann við limlestingum á kynfærum stúlkubarna og kvenna. Stjórnvöldum víða um heim má vera ljóst að án valdeflingar og þátttöku kvenna er ekki hægt að uppfylla markmið um frið, fæðuöryggi, lýðræðislega stofnanauppbyggingu og jafnt aðgengi að menntun svo að einhver dæmi séu nefnd.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar