Krökkunum í Klettaskóla er boðið í Tennishöllina í Kópavogi þriðjudaginn 10. mars þar sem haldið er upp á alþjóðlega tennisdaginn en þar er boðið upp á skipulagða dagskrá frá kl. 9.30 til 11.30.
Tennisþjálfarinn Luigi Bartolozzi hefur í nokkur ár styrkt tengsl tennisíþróttarinnar við Klettaskóla en Klettaskóli er sérskóli á grunnskólastigi sem þjónar öllu landinu.
Á staðnum verða ungmenni úr unglingalandsliði Íslands, sem munu sýna færni sína í íþróttinni og leika tennis með nemendum.
„Markmiðið með þessum viðburði er að þau sem eru fremst í tennisíþróttinni á Íslandi geti sýnt og kennt nemendum Klettaskóla tennis og gefið þeim tækifæri á að sjá hvað þessi íþrótt er skemmtileg þegar þú hefur náð ákveðinni færni í henni,“ segir Luigi Bartolozzi.- óój
Krakkarnir í Klettaskóla fá sinn tennisdag
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
