Viltu að þín rödd heyrist? Árni Stefán Jónsson skrifar 6. mars 2015 07:00 Síðustu daga hafa um 50.000 starfsmenn fengið senda könnun um val á Stofnun og Fyrirtæki ársins ásamt launakönnun. Það eru stéttarfélögin SFR stéttarfélag í almannaþjónustu, VR og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar sem standa á bak við þessa stærstu mannauðskönnun landsins ásamt fjármálaráðuneytinu. Í henni eru starfsmenn meðal annars spurðir um launakjör, líðan, sveigjanleika vinnutíma, trúverðugleika stjórnenda og sjálfstæði í starfi, svo eitthvað sé nefnt. Líðan starfsmanna og mannauðsmál almennt er nokkuð sem stjórnendur hafa sem betur fer verið að gefa meiri gaum nú en áður. Í könnuninni um Stofnun og Fyrirtæki ársins fær rödd starfsmanna vægi og stjórnendur geta nýtt niðurstöðurnar til þess að bæta það sem bæta þarf. Það hefur sýnt sig margoft að stjórnendur þeirra stofnana og fyrirtækja sem vinna áfram með niðurstöður könnunarinnar innan vinnustaðarins færast hratt og örugglega upp listann. Slíkir vinnustaðir verða að lokum Fyrirmyndarstofnanir og Fyrirmyndarfyrirtæki og hljóta fyrir það sérstaka viðurkenningu við hátíðlega athöfn í maí ár hvert. Þar er einnig valinn hástökkvari ársins, en þann skemmtilega titil hlýtur sá sem hoppað hefur upp um flest sæti á milli ára. SFR stéttarfélag í almannaþjónustu hefur nú látið framkvæma könnunina um Stofnun ársins í níu ár og niðurstöður hennar gefa félaginu verðmætar upplýsingar um þróun mála, bæði hvað varðar launakjör og aðstæður á vinnustöðum. Auk þess sem þær gefa mikilvægan samanburð á milli félaga og hins opinbera og almenna vinnumarkaðar sem nýtast félaginu vel í kjarabaráttu og hagsmunagæslu fyrir félagsmenn. Gildi könnunarinnar felst ekki síst í stærð hennar, en hún nær m.a. til um 10.000 opinberra starfsmanna og allra ríkisstofnana, auk fyrirtækja á almennum markaði. Könnunin er ekki síður mikilvæg fyrir hinn almenna félagsmann sem getur með henni mátað sig við aðra í sambærilegum störfum og notað niðurstöðurnar til hagsbóta fyrir sjálfan sig og sitt starf. Sérstaða hennar liggur í því að starfsmenn sjálfir hafa orðið. Það er þeirra rödd sem gefur niðurstöðurnar og því er rödd hvers og eins afar mikilvæg. Ég vil því hvetja alla félagsmenn og aðra sem fá könnunina senda til þess að svara henni, því þannig getum við bætt hag okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Síðustu daga hafa um 50.000 starfsmenn fengið senda könnun um val á Stofnun og Fyrirtæki ársins ásamt launakönnun. Það eru stéttarfélögin SFR stéttarfélag í almannaþjónustu, VR og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar sem standa á bak við þessa stærstu mannauðskönnun landsins ásamt fjármálaráðuneytinu. Í henni eru starfsmenn meðal annars spurðir um launakjör, líðan, sveigjanleika vinnutíma, trúverðugleika stjórnenda og sjálfstæði í starfi, svo eitthvað sé nefnt. Líðan starfsmanna og mannauðsmál almennt er nokkuð sem stjórnendur hafa sem betur fer verið að gefa meiri gaum nú en áður. Í könnuninni um Stofnun og Fyrirtæki ársins fær rödd starfsmanna vægi og stjórnendur geta nýtt niðurstöðurnar til þess að bæta það sem bæta þarf. Það hefur sýnt sig margoft að stjórnendur þeirra stofnana og fyrirtækja sem vinna áfram með niðurstöður könnunarinnar innan vinnustaðarins færast hratt og örugglega upp listann. Slíkir vinnustaðir verða að lokum Fyrirmyndarstofnanir og Fyrirmyndarfyrirtæki og hljóta fyrir það sérstaka viðurkenningu við hátíðlega athöfn í maí ár hvert. Þar er einnig valinn hástökkvari ársins, en þann skemmtilega titil hlýtur sá sem hoppað hefur upp um flest sæti á milli ára. SFR stéttarfélag í almannaþjónustu hefur nú látið framkvæma könnunina um Stofnun ársins í níu ár og niðurstöður hennar gefa félaginu verðmætar upplýsingar um þróun mála, bæði hvað varðar launakjör og aðstæður á vinnustöðum. Auk þess sem þær gefa mikilvægan samanburð á milli félaga og hins opinbera og almenna vinnumarkaðar sem nýtast félaginu vel í kjarabaráttu og hagsmunagæslu fyrir félagsmenn. Gildi könnunarinnar felst ekki síst í stærð hennar, en hún nær m.a. til um 10.000 opinberra starfsmanna og allra ríkisstofnana, auk fyrirtækja á almennum markaði. Könnunin er ekki síður mikilvæg fyrir hinn almenna félagsmann sem getur með henni mátað sig við aðra í sambærilegum störfum og notað niðurstöðurnar til hagsbóta fyrir sjálfan sig og sitt starf. Sérstaða hennar liggur í því að starfsmenn sjálfir hafa orðið. Það er þeirra rödd sem gefur niðurstöðurnar og því er rödd hvers og eins afar mikilvæg. Ég vil því hvetja alla félagsmenn og aðra sem fá könnunina senda til þess að svara henni, því þannig getum við bætt hag okkar allra.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar