Menning

Hlutir með skúlptúrísk einkenni

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Hönnuðurinn David Taylor verður við opnunina og spjallar líka við sýningargesti í Hafnarborg á sunnudag klukkan 15.
Hönnuðurinn David Taylor verður við opnunina og spjallar líka við sýningargesti í Hafnarborg á sunnudag klukkan 15.
Sýningin Á gráu svæði sem opnuð verður í Hafnarborg í Hafnarfirði klukkan þrjú á morgun, laugardag, er fyrsta sýning hins skoska hönnuðar Davids Taylor hér á landi.

Hún samanstendur af hversdagslegum hlutum eins og lömpum, klukkum og speglum sem allir bera með sér sterk skúlptúrísk einkenni og eru oft á tíðum unnir úr óhefðbundnum efniviði.

David Taylor vinnur á gráu svæði, hann er hönnuður sem vinnur í anda myndlistar. Sjálfur kallar hann það „contemporary craft“ sem á íslensku myndi þýðast samtíma handverk. Efnistökin mæta sérfræðikunnáttu Taylors í málmsmíðum sem hann nálgast á afslappaðan hátt.

Verkin á sýningunni eru öll ný, sérstaklega unnin fyrir sýninguna sem er hluti af HönnunarMars og er sett upp í samstarfi við hönnunarverslunina S/K/E/K/K.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×