Hagsmunir þjóðarinnar varði leiðina Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 4. mars 2015 07:00 Eitt hundrað milljarða hagnaður bankanna (80 milljarðar eftir skatta) á árinu 2014 er áminning um þau mistök sem gerð voru við endurreisn bankanna eftir hrun. Vegna ákvarðana sem þá voru teknar er bankakerfið of stórt og ávinningur af endurmetnu lánasafni kemur að mestu leyti í hlut kröfuhafa Arion banka og Íslandsbanka en ekki ríkisins sem þó bar áhættuna af endurreisninni. Lögum samkvæmt gilda strangar reglur um eignarhald á fjármálafyrirtækjum. Sérstakar undanþágur í lögum þurfti til að heimila kröfuhöfum að eignast bankana á árinu 2009. Núgildandi lög heimila ekki slíkar undanþágur þannig að nú stæðist það ekki lög að afhenda kröfuhöfum bankana eins og gert var á sínum tíma. Samanlagður hagnaður Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans frá hruni er um 360 milljarðar króna. Stór hluti þessa hagnaðar kemur til vegna endurmats á lánasöfnum sem færð voru á helmingsafslætti yfir í nýja banka en eru mun meira virði.Meirihluti hagnaðarins til kröfuhafa Frá árinu 2009 hefur meirihlutinn af 360 milljarða króna hagnaði bankanna eftir skatta runnið til erlendra kröfuhafa. Miðað við óbreytta gjaldeyrissköpun ræður íslenska hagkerfið ekki við að greiða arð af hagnaðinum úr landi, nema því aðeins að sleppa því að greiða samningsbundnar afborganir af erlendum lánum. Það er hættulegt fyrirkomulag. Arðsemi eigin fjár bankanna er langt umfram það sem aðrir atvinnurekendur eiga að venjast og það þó eigið fé bankanna hafi safnast upp frá stofnun þeirra. Eigið fé bankanna þriggja er nú um 600 milljarðar króna og hefur meira en sjöfaldast að núvirði frá aldamótum. Þetta hefur gerst þrátt fyrir háan rekstrarkostnað bankanna sem týnist inni í miklum hagnaði þeirra. Rekstrarkostnaðurinn á árinu 2014 nam svipaðri fjárhæð og ríkið ver til menntamála og menningarstarfsemi, eða um 80 milljörðum króna. Við eðlilegar aðstæður væri ástæðulaust að amast við góðri afkomu fyrirtækja. Uppspretta hagnaðar skiptir hins vegar máli og í tilviki bankanna sprettur hann að miklu leyti af endurmati á lánasöfnum og fákeppni. Aðgangshindranir eru óvenju miklar í bankastarfsemi, ekki síst vegna umfangsmikils regluverks. Ólíklegt er því að nýir aðilar ryðji sér til rúms á markaðnum með áherslu á lægri kostnað, minni þjónustu og betri kjör eins og gerst hefur á mörgum sviðum viðskiptalífsins og bylt áratugagömlum viðskiptavenjum. Bankar eru því betur varðir gegn samkeppni, innlendri sem erlendri, heldur en almennt tíðkast um fyrirtæki.Breytingar óhjákvæmilegar Á næstu árum eru breytingar á eignarhaldi bankanna óhjákvæmilegar. Stjórnvöld þurfa að vinna að því að skipulag bankakerfisins tryggi skilvirka miðlun fjármagns til og frá heimilum og fyrirtækjum á hagkvæman og öruggan hátt. Það er ekki hægt að nálgast greiðslujafnaðarvanda Íslendinga af léttúð. Af óskhyggju telja sumir að unnt sé að komast hjá efnahagsáföllum með því að styggja engan og halda öllum góðum, en slíkt er ekki raunhæft. Þvert á móti þarf skýra sýn og sterka forystu þar sem hagsmunir íslensku þjóðarinnar eru hafðir að leiðarljósi ----------------------------------- Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Eitt hundrað milljarða hagnaður bankanna (80 milljarðar eftir skatta) á árinu 2014 er áminning um þau mistök sem gerð voru við endurreisn bankanna eftir hrun. Vegna ákvarðana sem þá voru teknar er bankakerfið of stórt og ávinningur af endurmetnu lánasafni kemur að mestu leyti í hlut kröfuhafa Arion banka og Íslandsbanka en ekki ríkisins sem þó bar áhættuna af endurreisninni. Lögum samkvæmt gilda strangar reglur um eignarhald á fjármálafyrirtækjum. Sérstakar undanþágur í lögum þurfti til að heimila kröfuhöfum að eignast bankana á árinu 2009. Núgildandi lög heimila ekki slíkar undanþágur þannig að nú stæðist það ekki lög að afhenda kröfuhöfum bankana eins og gert var á sínum tíma. Samanlagður hagnaður Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans frá hruni er um 360 milljarðar króna. Stór hluti þessa hagnaðar kemur til vegna endurmats á lánasöfnum sem færð voru á helmingsafslætti yfir í nýja banka en eru mun meira virði.Meirihluti hagnaðarins til kröfuhafa Frá árinu 2009 hefur meirihlutinn af 360 milljarða króna hagnaði bankanna eftir skatta runnið til erlendra kröfuhafa. Miðað við óbreytta gjaldeyrissköpun ræður íslenska hagkerfið ekki við að greiða arð af hagnaðinum úr landi, nema því aðeins að sleppa því að greiða samningsbundnar afborganir af erlendum lánum. Það er hættulegt fyrirkomulag. Arðsemi eigin fjár bankanna er langt umfram það sem aðrir atvinnurekendur eiga að venjast og það þó eigið fé bankanna hafi safnast upp frá stofnun þeirra. Eigið fé bankanna þriggja er nú um 600 milljarðar króna og hefur meira en sjöfaldast að núvirði frá aldamótum. Þetta hefur gerst þrátt fyrir háan rekstrarkostnað bankanna sem týnist inni í miklum hagnaði þeirra. Rekstrarkostnaðurinn á árinu 2014 nam svipaðri fjárhæð og ríkið ver til menntamála og menningarstarfsemi, eða um 80 milljörðum króna. Við eðlilegar aðstæður væri ástæðulaust að amast við góðri afkomu fyrirtækja. Uppspretta hagnaðar skiptir hins vegar máli og í tilviki bankanna sprettur hann að miklu leyti af endurmati á lánasöfnum og fákeppni. Aðgangshindranir eru óvenju miklar í bankastarfsemi, ekki síst vegna umfangsmikils regluverks. Ólíklegt er því að nýir aðilar ryðji sér til rúms á markaðnum með áherslu á lægri kostnað, minni þjónustu og betri kjör eins og gerst hefur á mörgum sviðum viðskiptalífsins og bylt áratugagömlum viðskiptavenjum. Bankar eru því betur varðir gegn samkeppni, innlendri sem erlendri, heldur en almennt tíðkast um fyrirtæki.Breytingar óhjákvæmilegar Á næstu árum eru breytingar á eignarhaldi bankanna óhjákvæmilegar. Stjórnvöld þurfa að vinna að því að skipulag bankakerfisins tryggi skilvirka miðlun fjármagns til og frá heimilum og fyrirtækjum á hagkvæman og öruggan hátt. Það er ekki hægt að nálgast greiðslujafnaðarvanda Íslendinga af léttúð. Af óskhyggju telja sumir að unnt sé að komast hjá efnahagsáföllum með því að styggja engan og halda öllum góðum, en slíkt er ekki raunhæft. Þvert á móti þarf skýra sýn og sterka forystu þar sem hagsmunir íslensku þjóðarinnar eru hafðir að leiðarljósi -----------------------------------
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun