Spá 1,6 milljónum gesta á Þingvöllum eftir tíu ár Garðar Örn Úlfarsson skrifar 26. febrúar 2015 07:00 Ferðamenn á Hakinu laust fyrir hádegi síðastliðinn mánudag. Mynd/Berglind Sigmundsdóttir „Ekki veitir af, uppbygging á Hakinu er mjög brýn,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra og formaður Þingvallanefndar, um fyrirhugaða stækkun gestastofu á Hakinu ofan Almannagjár.Á þessum teikningum sjást í appelsínugulu, hugmyndir að stækkun gestastofu á Hakinu.Mynd/Landslag FÍlAÍ vinnuskjölum Þingvallanefndar kemur fram að um 570 þúsund ferðamenn hafi heimsótt Þingvelli í fyrra. Ferðamálastofa reikni með að eftir tíu ár verði gestirnir á bilinu 970 þúsund til 1,6 milljónir. Hærri talan er miðuð við tíu prósent fjölgun ferðamanna á ári en sú lægri við fimm prósent. Aukningin hefur verið um tuttugu prósent á ári síðastliðin þrjú ár. „Nauðsynlegt er að Þingvellir séu búnir undir þá gífurlegu og stöðugu fjölgun ferðamanna sem fyrirsjáanleg er,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður. Vonast sé til að framkvæmdir við stækkun gestastofunnar hefjist í byrjun vetrar á þessu ári og að lokið verði við viðbygginguna að mestu á árinu 2016.Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.Fréttablaðið/GVA„Byggt verður á byggingarreit sem þegar er samþykktur norðvestan við núverandi gestastofu en ætlunin er að fá þann reit stækkaðan til þess að koma upp þeim þjónustuþáttum sem nauðsynlegir eru,“ segir hann. Sigrún Magnúsdóttir segir að þess utan sé vonast til að fljótlega verði hægt að bjóða út byggingu veitingahúss á Hakinu – sunnar á gjárbarminum en gestastofan stendur. „Þar er hugsunin að koma einnig á nýrri gönguleið frá húsi og niður í Hestagjá og gönguleið að Valhallarreit. Þá eru komnir tveir möguleikar á frábærum leiðum um gjár á leið til Valhallarreitsins,“ segir Sigrún sem undirstrikar að þetta sé háð því að gert verði nýtt deiliskipulag.Sigrún Magnúsdóttir, formaður Þingvallanefndar.Fréttablaðið/GVAÞá er í deiglunni „aðstaða fyrir þing og þjóð“ á Völlunum neðan við Almannagjá. Frá því Hótel Valhöll brann til grunna í júlí 2009 hefur ekki verið hægt að kaupa gistingu á Þingvöllum. Í Fréttablaðinu á þriðjudag sagði að auk fyrrgreindra bygginga stæði til að reisa hótel á Þingvöllum. Það er ekki rétt. „Engin áform eru um hótelbyggingu á Þingvöllum,“ segir þjóðgarðsvörður. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
„Ekki veitir af, uppbygging á Hakinu er mjög brýn,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra og formaður Þingvallanefndar, um fyrirhugaða stækkun gestastofu á Hakinu ofan Almannagjár.Á þessum teikningum sjást í appelsínugulu, hugmyndir að stækkun gestastofu á Hakinu.Mynd/Landslag FÍlAÍ vinnuskjölum Þingvallanefndar kemur fram að um 570 þúsund ferðamenn hafi heimsótt Þingvelli í fyrra. Ferðamálastofa reikni með að eftir tíu ár verði gestirnir á bilinu 970 þúsund til 1,6 milljónir. Hærri talan er miðuð við tíu prósent fjölgun ferðamanna á ári en sú lægri við fimm prósent. Aukningin hefur verið um tuttugu prósent á ári síðastliðin þrjú ár. „Nauðsynlegt er að Þingvellir séu búnir undir þá gífurlegu og stöðugu fjölgun ferðamanna sem fyrirsjáanleg er,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður. Vonast sé til að framkvæmdir við stækkun gestastofunnar hefjist í byrjun vetrar á þessu ári og að lokið verði við viðbygginguna að mestu á árinu 2016.Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.Fréttablaðið/GVA„Byggt verður á byggingarreit sem þegar er samþykktur norðvestan við núverandi gestastofu en ætlunin er að fá þann reit stækkaðan til þess að koma upp þeim þjónustuþáttum sem nauðsynlegir eru,“ segir hann. Sigrún Magnúsdóttir segir að þess utan sé vonast til að fljótlega verði hægt að bjóða út byggingu veitingahúss á Hakinu – sunnar á gjárbarminum en gestastofan stendur. „Þar er hugsunin að koma einnig á nýrri gönguleið frá húsi og niður í Hestagjá og gönguleið að Valhallarreit. Þá eru komnir tveir möguleikar á frábærum leiðum um gjár á leið til Valhallarreitsins,“ segir Sigrún sem undirstrikar að þetta sé háð því að gert verði nýtt deiliskipulag.Sigrún Magnúsdóttir, formaður Þingvallanefndar.Fréttablaðið/GVAÞá er í deiglunni „aðstaða fyrir þing og þjóð“ á Völlunum neðan við Almannagjá. Frá því Hótel Valhöll brann til grunna í júlí 2009 hefur ekki verið hægt að kaupa gistingu á Þingvöllum. Í Fréttablaðinu á þriðjudag sagði að auk fyrrgreindra bygginga stæði til að reisa hótel á Þingvöllum. Það er ekki rétt. „Engin áform eru um hótelbyggingu á Þingvöllum,“ segir þjóðgarðsvörður.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira