Grjótkastara svarað Gauti Kristmannsson skrifar 18. febrúar 2015 07:00 Ósiður einn hjá götustrákum var hér áður fyrr að kasta grjóti í fólk. Hann er sem betur fer að mestu aflagður, en tíðkast þó enn í yfirfærðu formi í stöku fjölmiðli. Einn er sá götustrákur á íslensku blaði sem er þó svo heiðarlegur að hann gengst eiginlega við grjótkasti sínu með heitinu á dálki sínum þótt ekki hafi hann nægt hugrekki til að koma fram undir nafni. Í Staksteinum Morgunblaðsins 17. febrúar varð ég þess heiðurs aðnjótandi að fá einn eða tvo steina í mína átt, þótt reyndar hafi megnið af þeim texta verið eftir Pál Vilhjálmsson bloggara en höfundur Staksteina virðist hafa gert hann að leiðtoga lífs síns, svo oft vitnar hann til þess djúphygla manns sem kunnur er fyrir dómgreind sína, ekki síst þegar hann fjallar um annað fólk. Yfirskriftin er „Þýðingarlaust mál“ sem höfundi finnst þó nægilega þýðingarmikið til að fjalla um það. Þar er vísað til hugmynda Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra um hvort ekki væri „hægt að nota mildara orðalag við þýðingu Evróputilskipana“ og ollu nokkrum óróa meðal þýðenda og fleiri þar sem gefið var í skyn að lög þau og reglur sem við tökum upp í gegnum EES-samninginn þyrfti að þýða samkvæmt einhverri pólitískri hugmyndafræði. Birgir Ármannsson alþingismaður tekur undir með Sigrúnu í Morgunblaðinu, en bendir á að „svigrúmið“, sem fyrir hendi er við lögfestingu tilskipana, sé ekki þýðenda heldur þingmanna sjálfra. Það er rétt hjá honum, en gagnrýni Sigrúnar snerist að þýðingunum, þegar hún hefði fremur átt að lasta þingið og ráðuneytin sem eiga að laga þessar tilskipanir að íslenskum veruleika. Grjótkastaranum var vitanlega fullkunnugt um þetta eins og sést af lokaorðum dálksins, en hann kastaði grjótinu samt því staðreyndir máls skipta hann engu máli þegar hann er á móti einhverju málefni eða mönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Kristmannsson Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ósiður einn hjá götustrákum var hér áður fyrr að kasta grjóti í fólk. Hann er sem betur fer að mestu aflagður, en tíðkast þó enn í yfirfærðu formi í stöku fjölmiðli. Einn er sá götustrákur á íslensku blaði sem er þó svo heiðarlegur að hann gengst eiginlega við grjótkasti sínu með heitinu á dálki sínum þótt ekki hafi hann nægt hugrekki til að koma fram undir nafni. Í Staksteinum Morgunblaðsins 17. febrúar varð ég þess heiðurs aðnjótandi að fá einn eða tvo steina í mína átt, þótt reyndar hafi megnið af þeim texta verið eftir Pál Vilhjálmsson bloggara en höfundur Staksteina virðist hafa gert hann að leiðtoga lífs síns, svo oft vitnar hann til þess djúphygla manns sem kunnur er fyrir dómgreind sína, ekki síst þegar hann fjallar um annað fólk. Yfirskriftin er „Þýðingarlaust mál“ sem höfundi finnst þó nægilega þýðingarmikið til að fjalla um það. Þar er vísað til hugmynda Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra um hvort ekki væri „hægt að nota mildara orðalag við þýðingu Evróputilskipana“ og ollu nokkrum óróa meðal þýðenda og fleiri þar sem gefið var í skyn að lög þau og reglur sem við tökum upp í gegnum EES-samninginn þyrfti að þýða samkvæmt einhverri pólitískri hugmyndafræði. Birgir Ármannsson alþingismaður tekur undir með Sigrúnu í Morgunblaðinu, en bendir á að „svigrúmið“, sem fyrir hendi er við lögfestingu tilskipana, sé ekki þýðenda heldur þingmanna sjálfra. Það er rétt hjá honum, en gagnrýni Sigrúnar snerist að þýðingunum, þegar hún hefði fremur átt að lasta þingið og ráðuneytin sem eiga að laga þessar tilskipanir að íslenskum veruleika. Grjótkastaranum var vitanlega fullkunnugt um þetta eins og sést af lokaorðum dálksins, en hann kastaði grjótinu samt því staðreyndir máls skipta hann engu máli þegar hann er á móti einhverju málefni eða mönnum.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun