Heima er bara langbest í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2015 08:00 Dagur Kár Jónsson og félagar hans í Stjörnunni eru með 63 prósenta hærra sigurhlutfall á heimavelli en á útivelli í Dominos-deild karla í vetur. Hér skorar hann gegn Haukum í Garðabænum. Vísir/Andri Marinó Hversu mikilvægur er heimavöllurinn í Dominos-deild karla í körfubolta á tímabilinu? Tölfræðin sýnir það svart á hvítu. Sjö lið hafa unnið 75 prósent heimaleikja sinna og ekkert liðanna tólf er með betri árangur á útivelli en á heimavelli. Stjörnumenn eru í fjórða sæti en hafa samt aðeins náð að vinna tvo af átta útileikjum sínum í vetur. Þegar Keflavík mætti Njarðvík í Keflavík (og tapaði) þá átti liðið möguleika á að vera með fimm sigra í röð (á heimavelli) og fimm töp í röð (á útivelli) á sama tíma. Haukar unnu langþráðan sigur á mánudagskvöldið, þann fyrsta í tæpa tvo mánuði en fimm tapleikir í röð segja kannski ekki alla söguna. Fjórir leikjanna voru nefnilega á útivelli og Haukar eru í hópi margra liða deildarinnar sem virðast spila allt annan bolta á heimavelli en á útivelli. Haukar sem eru nú í 8. sæti deildarinnar eru eitt af sjö liðum sem hafa unnið sex eða fleiri af fyrstu átta heimaleikjum sínum í deildinni í vetur. Grindvíkingar eru með áttunda besta heimavallarárangurinn, 63 prósenta sigurhlutfall þeirra í Röstinni dugar ekki til að koma þeim hærra.Snæfellsliðið sér á báti Snæfell er eina liðið í deildinni sem er með jafngóðan árangur á heima- og útivelli en öll hin ellefu liðin vinna fleiri leiki á heimavelli á útivelli. Snæfell er jafnframt það lið sem hefur unnið næstflesta útileiki (4) ásamt Tindastóli og Njarðvík. KR-ingar eru þar með yfirburðarstöðu enda með sjö sigra í átta leikjum. Eina tap þeirra var á Króknum og það er líka eina tap Íslandsmeistaranna á tímabilinu. Alls hafa 67 prósent leikja unnist á heimavelli í Dominos-deild karla í vetur og sjö af tólf liðum deildarinnar hafa ekki náð að vinna fleiri en tvo útileiki í fyrstu sextán umferðunum. Það þarf því ekki að halda langa tölu um mikilvægi heimavallarins í vetur. Sex umferðir eru eftir af deildarkeppninni og sex stiga forskot KR-inga þýðir að það er lítil spenna um deildarmeistaratitilinn. Tindastólsmenn hafa unnið alla átta heimaleiki sína og eru í góðum málum í öðru sætinu en það er þeim mun meiri spenna í baráttunni um þriðja og fjórða sætið eða tvö síðustu sætin sem gefa heimavallarrétt í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar.Fjögur stig á milli 3. og 8. sæti Það eru tólf stig eftir í pottinum en það munar bara fjórum stigum á liðunum í þriðja og áttunda sæti og inn í þetta mun síðan væntanlega koma flókinn útreikningur á innbyrðisviðureignum eftir lokaumferðina enda líklegt að mörg lið geti verið jöfn að stigum. Njarðvíkingar eru reyndar í fínum málum í þriðja sætinu því ekki eru þeir aðeins með heitasta Bandaríkjamanninn í deildinni heldur eru þeir líka búnir með leiki sína gegn efstu liðunum. Liðin spila tvo leiki á næstu fjórum dögum (Þór Þorl. og Haukar tvo á þremur dögum) og staðan gæti því verið mikið breytt eftir leik Fjölnis og Stjörnunnar á mánudagskvöldið. Liðin eru vön því að spila á um það bil vikufresti og því reynir á leikmenn á tímapunkti þegar ekkert má klikka í baráttunni um hinn lífsnauðsynlega heimavallarrétt. Í kvöld fara fram fimm leikir en þeir verða spilaðir í Hertz Hellinum í Seljaskóla (ÍR-Keflavík), í Ljónagryfjunni í Njarðvík (Njarðvík-Grindavík), DHL-höllinni í Frostaskjóli (KR-Snæfell), Ásgarði í Garðabæ (Stjarnan-Skallagrímur) og Síkinu á Sauðárkróki (Tindastóll-Fjölnir). Sautjándu umferðinni lýkur síðan með leik Þórs og Hauka í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn á morgun.Svona mikið betra er að vera á heimavelliMjög mikill munur+63 prósent Stjarnan (Heima: 7 sigrar - 1 tap - Úti: 2 sigrar - 6 töp)+50 prósent Tindastóll (Heima: 8-0 - Úti: 4-4) Keflavík (Heima: 6-2 - Úti: 2-6) Haukar (Heima: 6-2 - Úti: 2-6)Mikill munur+38 prósent Þór Þorl. (Heima: 6-2 - Úti: 3-5) Grindavík (Heima: 5-3 - Úti: 2-6) Skallagrímur (Heima: 3-5 - Úti: 0-8)Munur+25 prósent Njarðvík (Heima: 6-2 - Úti: 4-4) Fjölnir (Heima: 3-5 - Úti: 1-7)+13 prósent KR (Heima: 8-0 - Úti: 7-1) ÍR (Heima: 2-6 - Úti: 1-7)Enginn munur+0 prósent Snæfell (Heima: 4-4 - Úti: 4-4) Dominos-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Sjá meira
Hversu mikilvægur er heimavöllurinn í Dominos-deild karla í körfubolta á tímabilinu? Tölfræðin sýnir það svart á hvítu. Sjö lið hafa unnið 75 prósent heimaleikja sinna og ekkert liðanna tólf er með betri árangur á útivelli en á heimavelli. Stjörnumenn eru í fjórða sæti en hafa samt aðeins náð að vinna tvo af átta útileikjum sínum í vetur. Þegar Keflavík mætti Njarðvík í Keflavík (og tapaði) þá átti liðið möguleika á að vera með fimm sigra í röð (á heimavelli) og fimm töp í röð (á útivelli) á sama tíma. Haukar unnu langþráðan sigur á mánudagskvöldið, þann fyrsta í tæpa tvo mánuði en fimm tapleikir í röð segja kannski ekki alla söguna. Fjórir leikjanna voru nefnilega á útivelli og Haukar eru í hópi margra liða deildarinnar sem virðast spila allt annan bolta á heimavelli en á útivelli. Haukar sem eru nú í 8. sæti deildarinnar eru eitt af sjö liðum sem hafa unnið sex eða fleiri af fyrstu átta heimaleikjum sínum í deildinni í vetur. Grindvíkingar eru með áttunda besta heimavallarárangurinn, 63 prósenta sigurhlutfall þeirra í Röstinni dugar ekki til að koma þeim hærra.Snæfellsliðið sér á báti Snæfell er eina liðið í deildinni sem er með jafngóðan árangur á heima- og útivelli en öll hin ellefu liðin vinna fleiri leiki á heimavelli á útivelli. Snæfell er jafnframt það lið sem hefur unnið næstflesta útileiki (4) ásamt Tindastóli og Njarðvík. KR-ingar eru þar með yfirburðarstöðu enda með sjö sigra í átta leikjum. Eina tap þeirra var á Króknum og það er líka eina tap Íslandsmeistaranna á tímabilinu. Alls hafa 67 prósent leikja unnist á heimavelli í Dominos-deild karla í vetur og sjö af tólf liðum deildarinnar hafa ekki náð að vinna fleiri en tvo útileiki í fyrstu sextán umferðunum. Það þarf því ekki að halda langa tölu um mikilvægi heimavallarins í vetur. Sex umferðir eru eftir af deildarkeppninni og sex stiga forskot KR-inga þýðir að það er lítil spenna um deildarmeistaratitilinn. Tindastólsmenn hafa unnið alla átta heimaleiki sína og eru í góðum málum í öðru sætinu en það er þeim mun meiri spenna í baráttunni um þriðja og fjórða sætið eða tvö síðustu sætin sem gefa heimavallarrétt í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar.Fjögur stig á milli 3. og 8. sæti Það eru tólf stig eftir í pottinum en það munar bara fjórum stigum á liðunum í þriðja og áttunda sæti og inn í þetta mun síðan væntanlega koma flókinn útreikningur á innbyrðisviðureignum eftir lokaumferðina enda líklegt að mörg lið geti verið jöfn að stigum. Njarðvíkingar eru reyndar í fínum málum í þriðja sætinu því ekki eru þeir aðeins með heitasta Bandaríkjamanninn í deildinni heldur eru þeir líka búnir með leiki sína gegn efstu liðunum. Liðin spila tvo leiki á næstu fjórum dögum (Þór Þorl. og Haukar tvo á þremur dögum) og staðan gæti því verið mikið breytt eftir leik Fjölnis og Stjörnunnar á mánudagskvöldið. Liðin eru vön því að spila á um það bil vikufresti og því reynir á leikmenn á tímapunkti þegar ekkert má klikka í baráttunni um hinn lífsnauðsynlega heimavallarrétt. Í kvöld fara fram fimm leikir en þeir verða spilaðir í Hertz Hellinum í Seljaskóla (ÍR-Keflavík), í Ljónagryfjunni í Njarðvík (Njarðvík-Grindavík), DHL-höllinni í Frostaskjóli (KR-Snæfell), Ásgarði í Garðabæ (Stjarnan-Skallagrímur) og Síkinu á Sauðárkróki (Tindastóll-Fjölnir). Sautjándu umferðinni lýkur síðan með leik Þórs og Hauka í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn á morgun.Svona mikið betra er að vera á heimavelliMjög mikill munur+63 prósent Stjarnan (Heima: 7 sigrar - 1 tap - Úti: 2 sigrar - 6 töp)+50 prósent Tindastóll (Heima: 8-0 - Úti: 4-4) Keflavík (Heima: 6-2 - Úti: 2-6) Haukar (Heima: 6-2 - Úti: 2-6)Mikill munur+38 prósent Þór Þorl. (Heima: 6-2 - Úti: 3-5) Grindavík (Heima: 5-3 - Úti: 2-6) Skallagrímur (Heima: 3-5 - Úti: 0-8)Munur+25 prósent Njarðvík (Heima: 6-2 - Úti: 4-4) Fjölnir (Heima: 3-5 - Úti: 1-7)+13 prósent KR (Heima: 8-0 - Úti: 7-1) ÍR (Heima: 2-6 - Úti: 1-7)Enginn munur+0 prósent Snæfell (Heima: 4-4 - Úti: 4-4)
Dominos-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Sjá meira