Enginn annar að fara að bæta þessi met í bráð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2015 10:00 Kolbeinn Höður Gunnarsson úr UFA er í frábæru formi í ár. vísir/daníel Það er spurning hvort Íslandsmetin í 200 og 400 metra hlaupi standist áhlaup Kolbeins Haðar Gunnarssonar á Meistaramótinu í Kaplakrika um helgina. Þessi 19 ára Akureyringur sló bæði metin á Stórmóti ÍR um síðustu helgi. „Þetta var toppurinn á því sem er búið að gerast. Mér leið mjög vel og ég var mjög sáttur,“ segir Kolbeinn Höður um síðustu helgi. „Ég ætlaði mér stóra hluti og að ná þessu lágmarki en til þess þurfti ég að slá mitt eigið met. Það gerðist og það var bara auka að ég sló metið í 200 metrunum líka því ég var svo sem ekkert að stefna á það. Það kannski hjálpaði til að vera ekkert að stressa sig yfir því,“ segir Kolbeinn sem sló metið í 200 metra hlaupinu á laugardaginn. „Ég er búinn að vera spá í þessum metum en var ekki að búast við því að slá þau endilega núna. Ég var samt nokkuð viss um að það kæmi á þessu tímabili en ekki í þessu móti endilega,“ segir Kolbeinn. „Ég er búinn að æfa hrikalega mikið og það er sem betur fer að skila sér,“ segir Kolbeinn og er þá að vísa til þess að hann tryggði sér farseðilinn á EM með árangri sínum í 400 metra hlaupinu. Kolbeinn Höður er hvergi nærri hættur að bæta þessi met. „Maður þarf að setja smá pressu á sjálfan sig, annars reynir maður ekkert. Ég set á mig pressu en ef það gengur ekki upp þá er bara að spýta í lófana, æfa meira og betur og koma sterkari til baka. Ég á mikið eftir. Ég stefni á að bæta þessi met hægt og rólega. Ég tel að það sé enginn annar að fara að bæta þau í bráð eins og staðan er núna. Ég leyfi mér að þora að segja það,“ segir Kolbeinn. „Það voru allir að koma til mín og óska mér til hamingju með þetta. Það var gaman að vera aðeins í sviðsljósinu. Það þekkja allir mig hér á Akureyri og ég held að þau séu að bíða eftir einhverju meira. Vonandi getur maður skilað því,“ segir Kolbeinn, ein helsta íþróttahetja Akureyringa í dag. Frjálsar íþróttir Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland | Danir geta komist í góða stöðu Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Sjá meira
Það er spurning hvort Íslandsmetin í 200 og 400 metra hlaupi standist áhlaup Kolbeins Haðar Gunnarssonar á Meistaramótinu í Kaplakrika um helgina. Þessi 19 ára Akureyringur sló bæði metin á Stórmóti ÍR um síðustu helgi. „Þetta var toppurinn á því sem er búið að gerast. Mér leið mjög vel og ég var mjög sáttur,“ segir Kolbeinn Höður um síðustu helgi. „Ég ætlaði mér stóra hluti og að ná þessu lágmarki en til þess þurfti ég að slá mitt eigið met. Það gerðist og það var bara auka að ég sló metið í 200 metrunum líka því ég var svo sem ekkert að stefna á það. Það kannski hjálpaði til að vera ekkert að stressa sig yfir því,“ segir Kolbeinn sem sló metið í 200 metra hlaupinu á laugardaginn. „Ég er búinn að vera spá í þessum metum en var ekki að búast við því að slá þau endilega núna. Ég var samt nokkuð viss um að það kæmi á þessu tímabili en ekki í þessu móti endilega,“ segir Kolbeinn. „Ég er búinn að æfa hrikalega mikið og það er sem betur fer að skila sér,“ segir Kolbeinn og er þá að vísa til þess að hann tryggði sér farseðilinn á EM með árangri sínum í 400 metra hlaupinu. Kolbeinn Höður er hvergi nærri hættur að bæta þessi met. „Maður þarf að setja smá pressu á sjálfan sig, annars reynir maður ekkert. Ég set á mig pressu en ef það gengur ekki upp þá er bara að spýta í lófana, æfa meira og betur og koma sterkari til baka. Ég á mikið eftir. Ég stefni á að bæta þessi met hægt og rólega. Ég tel að það sé enginn annar að fara að bæta þau í bráð eins og staðan er núna. Ég leyfi mér að þora að segja það,“ segir Kolbeinn. „Það voru allir að koma til mín og óska mér til hamingju með þetta. Það var gaman að vera aðeins í sviðsljósinu. Það þekkja allir mig hér á Akureyri og ég held að þau séu að bíða eftir einhverju meira. Vonandi getur maður skilað því,“ segir Kolbeinn, ein helsta íþróttahetja Akureyringa í dag.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland | Danir geta komist í góða stöðu Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Sjá meira