Glötuð tækifæri – framtíðin hverfur úr landi Skjóðan skrifar 4. febrúar 2015 11:30 Þriðja stærsta fyrirtæki landsins er á förum. Promens, alþjóðlegt fyrirtæki í plastiðnaði sem á rætur að rekja til Sæplasts á Dalvík, neyðist til að flytja frá Íslandi til að geta áfram keppt á alþjóðlegum markaði. Promens er ekki einsdæmi. Fleiri alþjóðleg fyrirtæki eiga í vaxandi erfiðleikum með að keppa á alþjóðamörkuðum úr höftum á Íslandi. Úr þessum hópi má nefna CCP, Marel og Össur, fyrir utan öll sprotafyrirtækin sem ekki komast á legg og hin, sem neyðast til að selja sig til útlanda til að dafna. Seðlabankinn hefur að einhverju marki veitt þessum alþjóðlegu fyrirtækjum undanþágur frá hinum ströngu gjaldeyrishöftum en það dugar ekki til. Fjárfestar forðast fyrirtæki innan haftamúra. Kornið sem fyllti mælinn hjá Promens var synjun á undanþágu frá gjaldeyrishöftum til að flytja nokkra tugi milljóna evra úr landi til fjárfestingar í vexti fyrirtækisins. Forsætisráðherra gerir lítið úr þessari ástæðu og heldur því fram að Promens hefði rétt eins getað tekið lán erlendis eins og að flytja fjármuni héðan. Þetta er skætingur hjá ráðherranum. Eitt meginverkefni hans og ríkisstjórnarinnar allrar er að aflétta gjaldeyrishöftunum en ekki réttlæta þau eða gera lítið úr. Til þess að aflétta gjaldeyrishöftum þarf að ganga frá þrotabúum gömlu bankanna. Heppilegast er að það gerist með samningum við fulltrúa kröfuhafa en slitastjórnirnar virðast ekki á þeim buxunum að ljúka slitum. Þær eru með viðskiptaáætlun fram til ársins 2019 sem bendir til þess að þær ætli sér að sitja við glóðirnar og skara eld að eigin köku í alla vega 11 ár frá hruni. Á meðan tapar þjóðarbúið milljarðatugum vegna þeirrar fjárfestingar, sem ekki verður, og hinnar, sem hverfur úr landi, vegna þess að gjaldeyrishöftin fella Ísland úr leik. Það er langsótt að raunverulegir erlendir fjárfestar hafi áhuga á að kaupa Íslandsbanka eins og fregnir berast reglulega um frá slitastjórn Glitnis. Því má ekki dragast að grípa til þeirra aðgerða sem þarft til að aflétta höftunum. Það þarf að gera upp slitabúin. Það þarf að tryggja að mögulegt fall krónunnar setji hagkerfið ekki á hliðina með stökkbreytingu á verðtryggðum lánum fyrirtækja og heimila, sem ekki þola annað áfall á borð við það sem varð árið 2008. Lykilatriði við afnám hafta er jafnframt að stjórnvöld verði búin að marka stöðugleikastefnu í efnahags- og peningamálum til framtíðar. Stöðugleiki í peningamálum verður aldrei tryggður með krónunni eins og forystumenn ríkisstjórnarinnar reyna þó að telja sjálfum sér og öðrum trú um. SKJÓÐAN er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Þriðja stærsta fyrirtæki landsins er á förum. Promens, alþjóðlegt fyrirtæki í plastiðnaði sem á rætur að rekja til Sæplasts á Dalvík, neyðist til að flytja frá Íslandi til að geta áfram keppt á alþjóðlegum markaði. Promens er ekki einsdæmi. Fleiri alþjóðleg fyrirtæki eiga í vaxandi erfiðleikum með að keppa á alþjóðamörkuðum úr höftum á Íslandi. Úr þessum hópi má nefna CCP, Marel og Össur, fyrir utan öll sprotafyrirtækin sem ekki komast á legg og hin, sem neyðast til að selja sig til útlanda til að dafna. Seðlabankinn hefur að einhverju marki veitt þessum alþjóðlegu fyrirtækjum undanþágur frá hinum ströngu gjaldeyrishöftum en það dugar ekki til. Fjárfestar forðast fyrirtæki innan haftamúra. Kornið sem fyllti mælinn hjá Promens var synjun á undanþágu frá gjaldeyrishöftum til að flytja nokkra tugi milljóna evra úr landi til fjárfestingar í vexti fyrirtækisins. Forsætisráðherra gerir lítið úr þessari ástæðu og heldur því fram að Promens hefði rétt eins getað tekið lán erlendis eins og að flytja fjármuni héðan. Þetta er skætingur hjá ráðherranum. Eitt meginverkefni hans og ríkisstjórnarinnar allrar er að aflétta gjaldeyrishöftunum en ekki réttlæta þau eða gera lítið úr. Til þess að aflétta gjaldeyrishöftum þarf að ganga frá þrotabúum gömlu bankanna. Heppilegast er að það gerist með samningum við fulltrúa kröfuhafa en slitastjórnirnar virðast ekki á þeim buxunum að ljúka slitum. Þær eru með viðskiptaáætlun fram til ársins 2019 sem bendir til þess að þær ætli sér að sitja við glóðirnar og skara eld að eigin köku í alla vega 11 ár frá hruni. Á meðan tapar þjóðarbúið milljarðatugum vegna þeirrar fjárfestingar, sem ekki verður, og hinnar, sem hverfur úr landi, vegna þess að gjaldeyrishöftin fella Ísland úr leik. Það er langsótt að raunverulegir erlendir fjárfestar hafi áhuga á að kaupa Íslandsbanka eins og fregnir berast reglulega um frá slitastjórn Glitnis. Því má ekki dragast að grípa til þeirra aðgerða sem þarft til að aflétta höftunum. Það þarf að gera upp slitabúin. Það þarf að tryggja að mögulegt fall krónunnar setji hagkerfið ekki á hliðina með stökkbreytingu á verðtryggðum lánum fyrirtækja og heimila, sem ekki þola annað áfall á borð við það sem varð árið 2008. Lykilatriði við afnám hafta er jafnframt að stjórnvöld verði búin að marka stöðugleikastefnu í efnahags- og peningamálum til framtíðar. Stöðugleiki í peningamálum verður aldrei tryggður með krónunni eins og forystumenn ríkisstjórnarinnar reyna þó að telja sjálfum sér og öðrum trú um. SKJÓÐAN er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira