Höfnum leið misskiptingar í heilbrigðismálum Elín Björg Jónsdóttir skrifar 3. febrúar 2015 07:00 Viljayfirlýsing ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar í kjölfar þess að samið var við lækna ætti að vera okkur öllum mikið fagnaðarefni. Þar er kveðið á um samkeppnishæfni við Norðurlöndin varðandi aðbúnað starfsfólks og laun, byggingu nýs Landspítala og endurnýjun tækja svo fátt sé nefnt. En í yfirlýsingunni segir jafnframt „opna þurfi möguleika á fjölbreyttum rekstrarformum“ innan heilbrigðisþjónustunnar. Það liggur í augum uppi að hér er átt við aukna þátttöku einkaaðila í velferðarþjónustunni og aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Orð fjármálaráðherra í kjölfar undirritunar fyrrnefnds samkomulags benda þar að auki eindregið til þess að nú þegar séu áform innan heilbrigðisráðuneytisins um að fara í auknum mæli leið einkarekstrar. Við þeirri leið ber að vara enda sýna rannsóknir að aukinn einkarekstur er leið til aukinnar misskiptingar. Hvort sem einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er boðaður í nafni „aukins valfrelsis“ eða „meiri hagkvæmni“ eru það staðreyndirnar sem tala sínu máli. Með auknum einkarekstri í félagslegu heilbrigðiskerfi, líkt og því kerfi sem í áratugi hefur ríkt samstaða um að halda úti á Íslandi, minnkar jafnræðið. Þjónustan verður jafnframt brotakenndari, lýðheilsu hrakar og aðgengið verður ekki jafn gott. Þótt öðru sé haldið fram sýna rannsóknir einnig fram á að fjárhagsleg hagkvæmni er meiri þegar heilbrigðisþjónustan er á forræði hins opinbera. Efling heilbrigðiskerfisins er mikilvæg en hún verður að byggja á skynsömum leiðum sem stuðla áfram að jöfnum rétti allra til nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag. Vonandi er frekari sókn nú hafin til að við getum með sanni sagst standa jafnfætis nágrönnum okkar hvað varðar gæði og aðbúnað heilbrigðisstarfsfólks og þeirra sem þjónustuna þurfa að nota. En í þeirri uppbyggingu verðum við að hafa hag landsmanna allra að leiðarljósi, stuðla að jöfnu aðgengi og réttlæti. Hagnaður sem til verður í heilbrigðiskerfinu á að fara í frekari uppbyggingu kerfisins en ekki enda í vasa einkaaðila sem reka þjónustuna. Um leið og heilsa fólks fer að verða mögulegur gróðavegur fyrir einkafyrirtæki á markaði er hætt við að hinir efnaminni verði undir. Það er ekki í anda þeirrar samfélagsgerðar sem við viljum vera kennd við. Það er ekki í anda jafnaðar og réttlætis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Viljayfirlýsing ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar í kjölfar þess að samið var við lækna ætti að vera okkur öllum mikið fagnaðarefni. Þar er kveðið á um samkeppnishæfni við Norðurlöndin varðandi aðbúnað starfsfólks og laun, byggingu nýs Landspítala og endurnýjun tækja svo fátt sé nefnt. En í yfirlýsingunni segir jafnframt „opna þurfi möguleika á fjölbreyttum rekstrarformum“ innan heilbrigðisþjónustunnar. Það liggur í augum uppi að hér er átt við aukna þátttöku einkaaðila í velferðarþjónustunni og aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Orð fjármálaráðherra í kjölfar undirritunar fyrrnefnds samkomulags benda þar að auki eindregið til þess að nú þegar séu áform innan heilbrigðisráðuneytisins um að fara í auknum mæli leið einkarekstrar. Við þeirri leið ber að vara enda sýna rannsóknir að aukinn einkarekstur er leið til aukinnar misskiptingar. Hvort sem einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er boðaður í nafni „aukins valfrelsis“ eða „meiri hagkvæmni“ eru það staðreyndirnar sem tala sínu máli. Með auknum einkarekstri í félagslegu heilbrigðiskerfi, líkt og því kerfi sem í áratugi hefur ríkt samstaða um að halda úti á Íslandi, minnkar jafnræðið. Þjónustan verður jafnframt brotakenndari, lýðheilsu hrakar og aðgengið verður ekki jafn gott. Þótt öðru sé haldið fram sýna rannsóknir einnig fram á að fjárhagsleg hagkvæmni er meiri þegar heilbrigðisþjónustan er á forræði hins opinbera. Efling heilbrigðiskerfisins er mikilvæg en hún verður að byggja á skynsömum leiðum sem stuðla áfram að jöfnum rétti allra til nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag. Vonandi er frekari sókn nú hafin til að við getum með sanni sagst standa jafnfætis nágrönnum okkar hvað varðar gæði og aðbúnað heilbrigðisstarfsfólks og þeirra sem þjónustuna þurfa að nota. En í þeirri uppbyggingu verðum við að hafa hag landsmanna allra að leiðarljósi, stuðla að jöfnu aðgengi og réttlæti. Hagnaður sem til verður í heilbrigðiskerfinu á að fara í frekari uppbyggingu kerfisins en ekki enda í vasa einkaaðila sem reka þjónustuna. Um leið og heilsa fólks fer að verða mögulegur gróðavegur fyrir einkafyrirtæki á markaði er hætt við að hinir efnaminni verði undir. Það er ekki í anda þeirrar samfélagsgerðar sem við viljum vera kennd við. Það er ekki í anda jafnaðar og réttlætis.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun