Ólýðræðislegur popúlismi meirihlutans Hildur Sverrisdóttir skrifar 3. febrúar 2015 07:00 Í umræðunni sem spannst í kringum umdeilda skipun varamanns Framsóknar og flugvallarvina í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hefur lítið farið fyrir alvarlegum punkti sem með réttu á að gagnrýna borgarstjórnarmeirihlutann fyrir. Það er ótækt að fulltrúar meirihlutans, þar með taldir bæði borgarstjóri og forseti borgarstjórnar, hafi skipt sér af þessari skipun með því að sitja hjá við kjör varamannsins á borgarstjórnarfundi og rökstyðja það með andúð sinni á viðkomandi fulltrúa. Það skiptir engu hversu umdeild skipunin var eða maðurinn sem skipa átti. Það er einfaldlega ótækt í öllum tilvikum að meirihlutinn skipti sér þannig af því hvernig aðrir flokkar nota sitt lýðræðislega umboð til að skipa fólk í ráð og nefndir. Sé framferði meirihlutans í þessu máli ekki gagnrýnt strax er hætta á að hættulegt og ólýðræðislegt fordæmi skapist. Sumum finnst kannski að það sé allt í lagi að segja þannig skoðun sína með hjásetu – en það er ekki hefðin í borgarstjórn Reykjavíkur, og það er ástæða fyrir því. Það er sjálfsagt að fólk gagnrýni að flokkur, sem hefur langt frá því gert hreint fyrir sínum dyrum varðandi andúð í garð minnihlutahóps, skipi yfirlýstan andstæðing réttinda minnihlutahópa í það ráð borgarinnar sem á að passa upp á slík mannréttindi. En það breytir því ekki að það er framboð Framsóknar og flugvallarvina sem ber, og á að bera, alla ábyrgð á þeirri ákvörðun. Hefðin í borgarstjórn hefur einmitt undirstrikað þetta; verklagið er að þótt reglur kveði á um að fulltrúar í nefndir og ráð séu kosnir á borgarstjórnarfundi greiðir borgarstjórn öll atkvæði með þeim fulltrúum sem flokkarnir tilnefna. Það hefur ekki verið litið svo á að með atkvæði sínu væru borgarfulltrúar að styðja við, lýsa velþóknun á eða taka ábyrgð á fulltrúum einstakra flokka.Öryggisventill Hjáseta meirihlutans leiddi ekki af sér að fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina hlyti ekki kjör, en ef menn eru búnir að bregða út af hefðinni má spyrja hvort eitthvað útiloki að með svipuðum rökum felli meirihlutinn hreinlega fulltrúa minnihlutans, sem honum hugnast ekki að hafa í nefndum og ráðum. Raunar var spurt í fjölmiðlum af hverju meirihlutinn hefði ekki beitt valdi sínu á þann veg. Það segir sig þó sjálft hversu fullkomlega óeðlilegt það væri að meirihlutinn gæti stýrt á þann hátt hverjir veljast í ráð og nefndir fyrir minnihlutann. Á borgarstjórnarfundi í dag verður kosinn nýr varamaður Framsóknar og flugvallarvina í mannréttindaráð. Megum við gera ráð fyrir að formaður borgarráðs sitji hjá af því að hann ætlar aldrei aftur að „taka nokkra ábyrgð á þessu fólki“? Sú afstaða hans er ágætt dæmi um að nú þegar er búið að búa til skrýtilegt fordæmi þar sem reynt er að færa ábyrgðina á vali fulltrúa í ráð og nefndir frá flokknum sem tilnefnir þá. Eini alvöru öryggisventillinn gegn vondum ákvörðunum stjórnmálaflokka er hins vegar að þeir beri pólitíska ábyrgð gagnvart kjósendum. Meirihlutinn ætti að sjá sóma sinn í að bregðast strax við, viðurkenna mistök sín og stuðla að því að girða fyrir pólitískar freistingar eins og hann féll fyrir sjálfur með því að breyta strax reglunum. Þær ættu að vera þannig að kosningu verði hætt og flokkarnir skipi einfaldlega sína fulltrúa án þess að aðrir þurfi að samþykkja, hafna eða sitja hjá við kosningu þeirra. Meirihlutinn hlýtur að sjá að það er það skynsamlega í stöðunni; að setja ábyrgðina nákvæmlega þangað sem hún á heima og sleppa ólýðræðislegum popúlisma eftir hentugleik. Það er einsýnt að verði reglunum ekki breytt er hætta á að meirihlutinn freistist til að festa enn frekar í sessi æfingar með pólitíska afskiptasemi þar sem hún á engan veginn heima. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðunni sem spannst í kringum umdeilda skipun varamanns Framsóknar og flugvallarvina í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hefur lítið farið fyrir alvarlegum punkti sem með réttu á að gagnrýna borgarstjórnarmeirihlutann fyrir. Það er ótækt að fulltrúar meirihlutans, þar með taldir bæði borgarstjóri og forseti borgarstjórnar, hafi skipt sér af þessari skipun með því að sitja hjá við kjör varamannsins á borgarstjórnarfundi og rökstyðja það með andúð sinni á viðkomandi fulltrúa. Það skiptir engu hversu umdeild skipunin var eða maðurinn sem skipa átti. Það er einfaldlega ótækt í öllum tilvikum að meirihlutinn skipti sér þannig af því hvernig aðrir flokkar nota sitt lýðræðislega umboð til að skipa fólk í ráð og nefndir. Sé framferði meirihlutans í þessu máli ekki gagnrýnt strax er hætta á að hættulegt og ólýðræðislegt fordæmi skapist. Sumum finnst kannski að það sé allt í lagi að segja þannig skoðun sína með hjásetu – en það er ekki hefðin í borgarstjórn Reykjavíkur, og það er ástæða fyrir því. Það er sjálfsagt að fólk gagnrýni að flokkur, sem hefur langt frá því gert hreint fyrir sínum dyrum varðandi andúð í garð minnihlutahóps, skipi yfirlýstan andstæðing réttinda minnihlutahópa í það ráð borgarinnar sem á að passa upp á slík mannréttindi. En það breytir því ekki að það er framboð Framsóknar og flugvallarvina sem ber, og á að bera, alla ábyrgð á þeirri ákvörðun. Hefðin í borgarstjórn hefur einmitt undirstrikað þetta; verklagið er að þótt reglur kveði á um að fulltrúar í nefndir og ráð séu kosnir á borgarstjórnarfundi greiðir borgarstjórn öll atkvæði með þeim fulltrúum sem flokkarnir tilnefna. Það hefur ekki verið litið svo á að með atkvæði sínu væru borgarfulltrúar að styðja við, lýsa velþóknun á eða taka ábyrgð á fulltrúum einstakra flokka.Öryggisventill Hjáseta meirihlutans leiddi ekki af sér að fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina hlyti ekki kjör, en ef menn eru búnir að bregða út af hefðinni má spyrja hvort eitthvað útiloki að með svipuðum rökum felli meirihlutinn hreinlega fulltrúa minnihlutans, sem honum hugnast ekki að hafa í nefndum og ráðum. Raunar var spurt í fjölmiðlum af hverju meirihlutinn hefði ekki beitt valdi sínu á þann veg. Það segir sig þó sjálft hversu fullkomlega óeðlilegt það væri að meirihlutinn gæti stýrt á þann hátt hverjir veljast í ráð og nefndir fyrir minnihlutann. Á borgarstjórnarfundi í dag verður kosinn nýr varamaður Framsóknar og flugvallarvina í mannréttindaráð. Megum við gera ráð fyrir að formaður borgarráðs sitji hjá af því að hann ætlar aldrei aftur að „taka nokkra ábyrgð á þessu fólki“? Sú afstaða hans er ágætt dæmi um að nú þegar er búið að búa til skrýtilegt fordæmi þar sem reynt er að færa ábyrgðina á vali fulltrúa í ráð og nefndir frá flokknum sem tilnefnir þá. Eini alvöru öryggisventillinn gegn vondum ákvörðunum stjórnmálaflokka er hins vegar að þeir beri pólitíska ábyrgð gagnvart kjósendum. Meirihlutinn ætti að sjá sóma sinn í að bregðast strax við, viðurkenna mistök sín og stuðla að því að girða fyrir pólitískar freistingar eins og hann féll fyrir sjálfur með því að breyta strax reglunum. Þær ættu að vera þannig að kosningu verði hætt og flokkarnir skipi einfaldlega sína fulltrúa án þess að aðrir þurfi að samþykkja, hafna eða sitja hjá við kosningu þeirra. Meirihlutinn hlýtur að sjá að það er það skynsamlega í stöðunni; að setja ábyrgðina nákvæmlega þangað sem hún á heima og sleppa ólýðræðislegum popúlisma eftir hentugleik. Það er einsýnt að verði reglunum ekki breytt er hætta á að meirihlutinn freistist til að festa enn frekar í sessi æfingar með pólitíska afskiptasemi þar sem hún á engan veginn heima.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun