Hvar á að vista fanga? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 30. janúar 2015 07:00 Fyrir skemmstu var forstjóri fangelsismálastofnunar spurður að því hvort það væri ekki hagkvæmt að senda fanga til afplánunar í Hollandi. Hollensk fangelsi hafa verið að tæmast (sem hefði auðvitað átt að vera umfjöllunarefnið) og hafa því tekið við föngum frá Belgíu, enda stutt á milli landa og flæmska töluð í báðum löndum. Hins vegar hafa Norðmenn ákveðið að senda til Hollands erlenda fanga, sem vísa á úr landi, og hafa ekki fjölskyldutengsl við Noreg. Það er nefnilega lykilatriði: að reynt sé að viðhalda fjölskyldutengslum og því er m.a. kveðið á um í íslenskum lögum, að dómþoli skuli afplána sem næst heimahögum þannig að hann geti fengið reglulegar heimsóknir á erfiðum tímum. Það ræður enda oftast ákvörðun dómþola sem hljóta dóma erlendis, að þeir vilja snúa heim til að vera nálægt vinum og vandamönnum – óháð aðbúnaði. Í viðtali við forstjóra fangelsismálastofnunar í speglinum á ruv.is þann 13/01/15 sagði hann ástæðuna fyrir því að dómþolar vildu afplána hér á landi vera: „[…] að aðbúnaður í fangelsum hér er ágætur og að menn vilja almennt afplána nálægt sínum ástvinum og ættingjum.“Kjarni málsins? Aðbúnaðurinn skiptir auðvitað máli, en jafnvel enn meiru máli skiptir að fangelsisvist hafi innihald og að allt frá fyrsta degi sé hafinn undirbúningur að endurkomu einstaklingsins í samfélagið. Það er hins vegar ekki gert hér á landi, jafnvel þó kveðið sé á um í lögum að gerð skuli meðferðar- og vistunaráætlun þegar dómþoli kemur í afplánun. Svörin sem Afstaða hefur fengið, þegar gerðar eru athugasemdir við að ekki sé gerð meðferðar- og vistunaráætlun, er að það sé ekki hægt hér á landi. Stundum halda Íslendingar að þeir séu svo sér á báti, en reyndin er oftast sú að ekki er verið að finna upp hjólið hér á landi. Sannleikurinn er nefnilega sá að aðbúnaður skiptir svo litlu máli miðað við þann ótvíræða árangur sem norræn betrunarstefna hefur gefið af sér og sýnt hefur verið fram á með rannsóknum á eftirfylgni að ber ótvíræðan árangur. Með þessari nálgun sinni hefur Norðurlöndunum tekist að lækka endurkomutíðni í fangelsi og þannig jafnframt fækkað brotaþolum og lækkað þann kostnað sem hlýst af því að frelsissvipta fólk. En meðan horft er framhjá aðalatriðunum er áfram haldið framkvæmdum við byggingu „kjötgeymslunnar“ á Hólmsheiði og velt fyrir sér hvort það sé ekki „hagkvæmt“ að senda íslenska dómþola til afplánunar í Hollandi? Af hverju eru fangelsin í Hollandi að tæmast? Af hverju er verið að loka fangelsum í Svíþjóð? Er ekki einhver til í að spyrja spurninga sem skipta raunverulega máli! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu var forstjóri fangelsismálastofnunar spurður að því hvort það væri ekki hagkvæmt að senda fanga til afplánunar í Hollandi. Hollensk fangelsi hafa verið að tæmast (sem hefði auðvitað átt að vera umfjöllunarefnið) og hafa því tekið við föngum frá Belgíu, enda stutt á milli landa og flæmska töluð í báðum löndum. Hins vegar hafa Norðmenn ákveðið að senda til Hollands erlenda fanga, sem vísa á úr landi, og hafa ekki fjölskyldutengsl við Noreg. Það er nefnilega lykilatriði: að reynt sé að viðhalda fjölskyldutengslum og því er m.a. kveðið á um í íslenskum lögum, að dómþoli skuli afplána sem næst heimahögum þannig að hann geti fengið reglulegar heimsóknir á erfiðum tímum. Það ræður enda oftast ákvörðun dómþola sem hljóta dóma erlendis, að þeir vilja snúa heim til að vera nálægt vinum og vandamönnum – óháð aðbúnaði. Í viðtali við forstjóra fangelsismálastofnunar í speglinum á ruv.is þann 13/01/15 sagði hann ástæðuna fyrir því að dómþolar vildu afplána hér á landi vera: „[…] að aðbúnaður í fangelsum hér er ágætur og að menn vilja almennt afplána nálægt sínum ástvinum og ættingjum.“Kjarni málsins? Aðbúnaðurinn skiptir auðvitað máli, en jafnvel enn meiru máli skiptir að fangelsisvist hafi innihald og að allt frá fyrsta degi sé hafinn undirbúningur að endurkomu einstaklingsins í samfélagið. Það er hins vegar ekki gert hér á landi, jafnvel þó kveðið sé á um í lögum að gerð skuli meðferðar- og vistunaráætlun þegar dómþoli kemur í afplánun. Svörin sem Afstaða hefur fengið, þegar gerðar eru athugasemdir við að ekki sé gerð meðferðar- og vistunaráætlun, er að það sé ekki hægt hér á landi. Stundum halda Íslendingar að þeir séu svo sér á báti, en reyndin er oftast sú að ekki er verið að finna upp hjólið hér á landi. Sannleikurinn er nefnilega sá að aðbúnaður skiptir svo litlu máli miðað við þann ótvíræða árangur sem norræn betrunarstefna hefur gefið af sér og sýnt hefur verið fram á með rannsóknum á eftirfylgni að ber ótvíræðan árangur. Með þessari nálgun sinni hefur Norðurlöndunum tekist að lækka endurkomutíðni í fangelsi og þannig jafnframt fækkað brotaþolum og lækkað þann kostnað sem hlýst af því að frelsissvipta fólk. En meðan horft er framhjá aðalatriðunum er áfram haldið framkvæmdum við byggingu „kjötgeymslunnar“ á Hólmsheiði og velt fyrir sér hvort það sé ekki „hagkvæmt“ að senda íslenska dómþola til afplánunar í Hollandi? Af hverju eru fangelsin í Hollandi að tæmast? Af hverju er verið að loka fangelsum í Svíþjóð? Er ekki einhver til í að spyrja spurninga sem skipta raunverulega máli!
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar