Notendur geta birt myndskeið sín á Twitter Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. janúar 2015 07:26 Nú geta notendur Twitter birt eigin myndskeið á Twitter. Vísir/Getty Notendur Twitter geta núna birt sín eigin myndskeið á samfélagsmiðlinum. Vonast stofnendur síðunnar til þess að þetta muni auka vinsældir hennar. Á vef Wall Street Journal segir að hægt sé að birta allt að 30 sekúndna löng myndskeið. Myndskeiðin birtast ekki sjálfkrafa þegar smellt er á þau. En þegar notandinn ýtir á play-takkann birtist stór mynd og myndskeiðið byrjar að rúlla. Wall Street Journal bendir á að Twitter hafi átt erfitt uppdráttar þangað til að notendum gafst möguleiki á því að birta ljósmyndir á vefnum. Það hafi aukið vinsældir hans og rennt enn einni stoðinni undir borgaralega blaðamennsku þar sem notendur gátu miðlað fréttum af stórum viðburðum. Í fyrstu hönnuðu þriðju aðilar ljósmyndaforrit til þess að deila á Twitter, eins og Twitpic. Árið 2011 gaf Twitter svo út sitt eigið innbyggða ljósmyndaforrit. Sú þjónusta hefur sífellt verið að þróast. Twitter hefur á liðnum árum tekið margvíslegum breytingum til þess að auka vinsældir vefjarins. Til dæmis hefur verið hægt að fella inn myndskeið á Twitter (e. embed) í mörg ár. Í fyrra byrjaði vefsíðan svo að þróa sig áfram í auglýsingum á myndskeiðum. Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Notendur Twitter geta núna birt sín eigin myndskeið á samfélagsmiðlinum. Vonast stofnendur síðunnar til þess að þetta muni auka vinsældir hennar. Á vef Wall Street Journal segir að hægt sé að birta allt að 30 sekúndna löng myndskeið. Myndskeiðin birtast ekki sjálfkrafa þegar smellt er á þau. En þegar notandinn ýtir á play-takkann birtist stór mynd og myndskeiðið byrjar að rúlla. Wall Street Journal bendir á að Twitter hafi átt erfitt uppdráttar þangað til að notendum gafst möguleiki á því að birta ljósmyndir á vefnum. Það hafi aukið vinsældir hans og rennt enn einni stoðinni undir borgaralega blaðamennsku þar sem notendur gátu miðlað fréttum af stórum viðburðum. Í fyrstu hönnuðu þriðju aðilar ljósmyndaforrit til þess að deila á Twitter, eins og Twitpic. Árið 2011 gaf Twitter svo út sitt eigið innbyggða ljósmyndaforrit. Sú þjónusta hefur sífellt verið að þróast. Twitter hefur á liðnum árum tekið margvíslegum breytingum til þess að auka vinsældir vefjarins. Til dæmis hefur verið hægt að fella inn myndskeið á Twitter (e. embed) í mörg ár. Í fyrra byrjaði vefsíðan svo að þróa sig áfram í auglýsingum á myndskeiðum.
Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira