Saman brjótum við upp staðalímyndir kynjanna Eygló Harðardóttir og Manu Sareen og Daginn Høybråten skrifa 27. janúar 2015 07:00 Norræna ráðherranefndin hélt á árinu 2014 upp á 40 ára samstarfsafmæli Norðurlanda á sviði jafnréttismála. Samstarfið hefur verið farsælt og átt stóran þátt í að skipa Norðurlandaþjóðunum í fremstu röð í alþjóðlegum samanburði. Árangurinn talar sínu máli. Hvergi mælist kynjajafnrétti meira en á Norðurlöndum. Nú hefur verið ákveðið að stíga enn eitt framfaraskref. Í norrænu jafnréttissamstarfi hefur meginstefið verið að jafna stöðu og réttindi kvenna og karla á vinnumarkaði. Sjónum hefur verið beint að jafnrétti til launa og því hvernig brjóta megi upp hefðbundna kynjaskiptingu á vinnumarkaði. Mikilvæg forsenda árangurs á þessu sviði er að fólk geti samræmt vinnu- og fjölskyldulíf. Í dag þykir það sjálfsagt að feður og mæður axli sameiginlega ábyrgð á umönnun barna sinna og mikil atvinnuþátttaka kvenna er mikilvæg undirstaða norrænna velferðarsamfélaga. Á meðan kynjajafnrétti hefur aukist á vettvangi stjórnmálanna og á þjóðþingum Norðurlanda bíða enn brýn verkefni úrlausnar á sviði vinnumarkaðsmála. Þannig eru markmiðin og verkefnin að mörgu leyti hin sömu þótt Norðurlöndin velji ólíkar leiðir að settum markmiðum. Einmitt þess vegna geta norræn stjórnvöld lært mikið hver af öðru. Á næstu árum verða teknar upp nýjungar í norrænu jafnréttissamstarfi. Í nýsamþykktri samstarfsáætlun fyrir tímabilið 2015–2018 er meðal annars lögð áhersla á jafnrétti á opinberum vettvangi. Lýðræði snýst nefnilega ekki eingöngu um kosningarétt heldur einnig um að allir eigi möguleika á að geta tekið þátt í opinberri umræðu. Orð hafa áhrif. Ef við leyfum niðurlægjandi og meiðandi tón í umræðunni fer hann að þykja sjálfsagður. Við viljum sporna við meiðandi umræðu rétt eins og við höfum löngum barist gegn kyndbundu ofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Niðurstöður rannsókna hafa margsinnis sýnt fram á að aukið kynjajafnrétti hefur stuðlað að sjálfbærum hagvexti og því er í áætluninni lögð áhersla á jafnrétti sem aflgjafa velferðar og nýsköpunar á Norðurlöndunum. Þátttaka karla Hingað til hefur í stefnumótun á sviði jafnréttismála verið lögð megináhersla á samfélagslega stöðu kvenna á vinnumarkaði og í stjórnmálum. Ef takast á að brjóta niður múra í hefðbundnu náms- og starfsvali kynjanna þarf einnig að huga að stöðu og sjónarmiði karla. Leita þarf fleiri leiða til að brjóta upp staðalímyndir sem hafa áhrif á daglegt líf kvenna og karla og ákvarðanir stráka og stelpna um náms- og starfsvettvang. Því stefnum við á næstu árum að því að auka þátttöku karla og drengja í öllu jafnréttisstarfi og umræðum um jafnréttismál. Ný samstarfsáætlun markar ekki stefnubreytingu í samstarfi Norðurlanda á sviði jafnréttismála heldur er henni ætlað að vera markmiðslýsing samstarfsins á komandi árum. Þingmenn í Norðurlandaráði og ýmsir aðilar sem starfa að jafnréttismálum á Norðurlöndunum komu að gerð áætlunarinnar og fyrir vikið nýtur hún víðtæks stuðnings. Sá meðbyr gerir okkur kleift að miðla af reynslu okkar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og víðar um heim. Verkefni á sviði jafnréttismála sem tekin eru fyrir á norrænum vettvangi vilja oft spyrjast út og hafa áhrif á stefnumótun víðar en á Norðurlöndunum. En við þurfum jafnframt að miðla góðri reynslu og fyrirmyndum af verkefnum innan Norðurlandanna, á vettvangi stjórnmálanna, á vinnustöðum og inni á heimilunum. Með jafnréttissjónarmið að leiðarljósi í hugsun og verki getum við, stjórnmálamenn og almenningur, fært okkur enn nær markmiðinu um norræn samfélög réttlætis og lýðræðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Sjá meira
Norræna ráðherranefndin hélt á árinu 2014 upp á 40 ára samstarfsafmæli Norðurlanda á sviði jafnréttismála. Samstarfið hefur verið farsælt og átt stóran þátt í að skipa Norðurlandaþjóðunum í fremstu röð í alþjóðlegum samanburði. Árangurinn talar sínu máli. Hvergi mælist kynjajafnrétti meira en á Norðurlöndum. Nú hefur verið ákveðið að stíga enn eitt framfaraskref. Í norrænu jafnréttissamstarfi hefur meginstefið verið að jafna stöðu og réttindi kvenna og karla á vinnumarkaði. Sjónum hefur verið beint að jafnrétti til launa og því hvernig brjóta megi upp hefðbundna kynjaskiptingu á vinnumarkaði. Mikilvæg forsenda árangurs á þessu sviði er að fólk geti samræmt vinnu- og fjölskyldulíf. Í dag þykir það sjálfsagt að feður og mæður axli sameiginlega ábyrgð á umönnun barna sinna og mikil atvinnuþátttaka kvenna er mikilvæg undirstaða norrænna velferðarsamfélaga. Á meðan kynjajafnrétti hefur aukist á vettvangi stjórnmálanna og á þjóðþingum Norðurlanda bíða enn brýn verkefni úrlausnar á sviði vinnumarkaðsmála. Þannig eru markmiðin og verkefnin að mörgu leyti hin sömu þótt Norðurlöndin velji ólíkar leiðir að settum markmiðum. Einmitt þess vegna geta norræn stjórnvöld lært mikið hver af öðru. Á næstu árum verða teknar upp nýjungar í norrænu jafnréttissamstarfi. Í nýsamþykktri samstarfsáætlun fyrir tímabilið 2015–2018 er meðal annars lögð áhersla á jafnrétti á opinberum vettvangi. Lýðræði snýst nefnilega ekki eingöngu um kosningarétt heldur einnig um að allir eigi möguleika á að geta tekið þátt í opinberri umræðu. Orð hafa áhrif. Ef við leyfum niðurlægjandi og meiðandi tón í umræðunni fer hann að þykja sjálfsagður. Við viljum sporna við meiðandi umræðu rétt eins og við höfum löngum barist gegn kyndbundu ofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Niðurstöður rannsókna hafa margsinnis sýnt fram á að aukið kynjajafnrétti hefur stuðlað að sjálfbærum hagvexti og því er í áætluninni lögð áhersla á jafnrétti sem aflgjafa velferðar og nýsköpunar á Norðurlöndunum. Þátttaka karla Hingað til hefur í stefnumótun á sviði jafnréttismála verið lögð megináhersla á samfélagslega stöðu kvenna á vinnumarkaði og í stjórnmálum. Ef takast á að brjóta niður múra í hefðbundnu náms- og starfsvali kynjanna þarf einnig að huga að stöðu og sjónarmiði karla. Leita þarf fleiri leiða til að brjóta upp staðalímyndir sem hafa áhrif á daglegt líf kvenna og karla og ákvarðanir stráka og stelpna um náms- og starfsvettvang. Því stefnum við á næstu árum að því að auka þátttöku karla og drengja í öllu jafnréttisstarfi og umræðum um jafnréttismál. Ný samstarfsáætlun markar ekki stefnubreytingu í samstarfi Norðurlanda á sviði jafnréttismála heldur er henni ætlað að vera markmiðslýsing samstarfsins á komandi árum. Þingmenn í Norðurlandaráði og ýmsir aðilar sem starfa að jafnréttismálum á Norðurlöndunum komu að gerð áætlunarinnar og fyrir vikið nýtur hún víðtæks stuðnings. Sá meðbyr gerir okkur kleift að miðla af reynslu okkar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og víðar um heim. Verkefni á sviði jafnréttismála sem tekin eru fyrir á norrænum vettvangi vilja oft spyrjast út og hafa áhrif á stefnumótun víðar en á Norðurlöndunum. En við þurfum jafnframt að miðla góðri reynslu og fyrirmyndum af verkefnum innan Norðurlandanna, á vettvangi stjórnmálanna, á vinnustöðum og inni á heimilunum. Með jafnréttissjónarmið að leiðarljósi í hugsun og verki getum við, stjórnmálamenn og almenningur, fært okkur enn nær markmiðinu um norræn samfélög réttlætis og lýðræðis.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar