Snorri Steinn: Ef allir sinna sínu þá fylgir liðið í kjölfarið Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Katar skrifar 24. janúar 2015 06:00 Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins. Vísir/Eva Björk „Hver og einn þarf að taka til hjá sjálfum sér og mæta svo til leiks. Ég get ekki útskýrt þetta betur. Þetta snýst um karakter – að menn spili af lífi og sál og leggi hjartað að veði. Svo verðum við að sjá hverju það skilar okkur.“ Þetta segir Snorri Steinn Guðjónsson um undirbúning íslenska liðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Egyptalandi á HM í Katar í dag. Snorri Steinn hefur eins og flestir aðrir átt misjafna daga á HM en afar ólíklegt er að nokkuð annað en sigur gegn Egyptum í dag dugi til að tryggja liðið áfram í 16-liða úrslit. Hann segir að liðið muni undirbúa sig eins og venjulega fyrir næsta andstæðing í keppninni en lítið annað sé hægt að gera nema að leyfa hverjum og einum að vinna í sínum málum sjálfur. „Það er erfitt að ætlast til þess að einhverjir fari að efla baráttuna í öðrum. Þannig horfir það að minnsta kosti við mér. Ef allir sinna sínu þá fylgir liðið í kjölfarið.“ Snorri Steinn segir enn fremur að það gefist ekki tími til að leita skýringa enda svo stutt á milli leikja. „Ég hef hugsað um orsakir þess hversu illa við spiluðum gegn Tékklandi en engar skýringar fundið. Ég á því miður engin góð svör fyrir þig og er jafn hissa og allir aðrir. Ef það væri vika í næsta leik þá væri hægt að velta þessu fyrir sér fram og til baka en það er ekki tími til þess.“ Aron Pálmarsson verður ekki með í dag eftir höfuðhögg sem hann fékk gegn Tékklandi í fyrradag. „Auðvitað vill maður hafa hann með en svona er bara staðan. Maður verður því að ýta því til hliðar. Arnór [Atlason] og Beggi [Sigurbergur Sveinsson] sjá bara um þetta og ég hef fulla trú á að þeir geri það vel,“ segir Snorri Steinn.Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). HM 2015 í Katar Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira
„Hver og einn þarf að taka til hjá sjálfum sér og mæta svo til leiks. Ég get ekki útskýrt þetta betur. Þetta snýst um karakter – að menn spili af lífi og sál og leggi hjartað að veði. Svo verðum við að sjá hverju það skilar okkur.“ Þetta segir Snorri Steinn Guðjónsson um undirbúning íslenska liðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Egyptalandi á HM í Katar í dag. Snorri Steinn hefur eins og flestir aðrir átt misjafna daga á HM en afar ólíklegt er að nokkuð annað en sigur gegn Egyptum í dag dugi til að tryggja liðið áfram í 16-liða úrslit. Hann segir að liðið muni undirbúa sig eins og venjulega fyrir næsta andstæðing í keppninni en lítið annað sé hægt að gera nema að leyfa hverjum og einum að vinna í sínum málum sjálfur. „Það er erfitt að ætlast til þess að einhverjir fari að efla baráttuna í öðrum. Þannig horfir það að minnsta kosti við mér. Ef allir sinna sínu þá fylgir liðið í kjölfarið.“ Snorri Steinn segir enn fremur að það gefist ekki tími til að leita skýringa enda svo stutt á milli leikja. „Ég hef hugsað um orsakir þess hversu illa við spiluðum gegn Tékklandi en engar skýringar fundið. Ég á því miður engin góð svör fyrir þig og er jafn hissa og allir aðrir. Ef það væri vika í næsta leik þá væri hægt að velta þessu fyrir sér fram og til baka en það er ekki tími til þess.“ Aron Pálmarsson verður ekki með í dag eftir höfuðhögg sem hann fékk gegn Tékklandi í fyrradag. „Auðvitað vill maður hafa hann með en svona er bara staðan. Maður verður því að ýta því til hliðar. Arnór [Atlason] og Beggi [Sigurbergur Sveinsson] sjá bara um þetta og ég hef fulla trú á að þeir geri það vel,“ segir Snorri Steinn.Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
HM 2015 í Katar Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira