Ég mun slá þá út einn daginn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2015 16:00 Stefán Rafn Sigurmannsson er á hraðri uppleið í handboltaheiminum og segja sumir að hann sé besti varamaður heims. Hann gæti hæglega komist í mörg af bestu félagsliðum heims. vísir/ernir Hinn frábæri hornamaður Stefán Rafn Sigurmannsson fer með íslenska landsliðinu til Katar þar sem hann verður klár í slaginn ef Guðjón Valur Sigurðsson þarf á hvíld að halda. Það hefur reyndar ekki verið eftirsóknarvert að sitja á bekknum fyrir ofurmanninn Guðjón sem spilar nánast hverja einustu mínútu í hverjum einasta leik. Stefán Rafn fékk kærkomið tækifæri til þess að sýna sig og sanna í æfingaleikjunum um síðustu helgi og er óhætt að segja að hann hafi heldur betur stimplað sig inn. Þar er kominn arftaki Guðjóns Vals og þarf ekki að hafa áhyggjur af vinstri hornastöðunni næstu árin. Þeir sem til þekkja segja að Stefán Rafn gæti hæglega verið að spila með einhverju af bestu liðum heims. Hann sé einfaldlega það góður. Þrátt fyrir það hefur hann setið mikið á bekknum hjá Rhein-Neckar Löwen þar sem fyrir er þýski snillingurinn Uwe Gensheimer. Stefán Rafn er því varamaður hjá tveimur bestu vinstri hornamönnum heims – Guðjóni og Gensheimer. „Mér finnst fínt að keppa við þá. Það setur á mig aukna pressu og hvetur mig áfram til þess verða betri. Fyrir vikið legg ég harðar að mér til þess að veita þeim samkeppni. Ég finn að ég er farinn að pressa Gensheimer meira en í fyrra og er farinn að fá meiri spiltíma. Þá veit ég að ég er að gera eitthvað rétt,“ segir Stefán Rafn borubrattur en hann framlengdi við Löwen þó svo staðfest væri að Gensheimer yrði áfram hjá félaginu. „Ég mun halda áfram á þessari braut og slá þá út einn daginn. Þá veit ég að ég er orðinn góður. Þetta eru frábærir strákar sem hafa reynst mér vel og kennt mér mikið. Þeir gefa sig alltaf 100 prósent í allt og verulega gott að læra af þeim. Ég veit hvað þarf að bæta og að geta lært það af þeim er frábært.“Stefán í leik með félagsliði sínu.vísir/gettyÍ raun eru mjög margir hissa á því að Stefán Rafn sé ekki farinn til annars liðs en hann unir vel við sitt hlutskipti og er enn að læra. „Ég vil bara spila á toppnum. Við í Löwen erum í Evrópukeppni og það er mikið leikjaálag. Ég tel mig því fá nægan spiltíma hjá Löwen. Álaginu hefur verið vel dreift þannig að ég er mjög sáttur í augnablikinu. Ég fékk tilboð um að fara annað en ákvað að vera áfram hjá Löwen því ég tel mig vera nógu góðan til að vera í því liði. Mitt markmið er að vera orðinn byrjunarliðsmaður þar á næstu árum,“ segir Stefán Rafn en það breytti engu fyrir hann þó svo Guðmundur Guðmundsson hefði hætt og í hans stað hefði komið Daninn Nikolaj Jacobsen. Hann er einnig gamall hornamaður eins og Guðmundur. „Mér líður vel hjá Löwen. Ég lærði mikið af Gumma og get lært mikið af þessum þjálfara. Ég er á því að ég hafi bætt mig mjög mikið síðan ég gekk í raðir félagsins. Minn leikur hefur farið stigvaxandi og ég vona að það verði framhald þar á.“ Haukamaðurinn fyrrverandi segir að það hafi ekki mikið breyst hjá Löwen við þjálfaraskiptin. „Það er verið að vinna með sömu hluti. Við fengum nokkra nýja leikmenn en kerfin eru svipuð enda var Gummi búinn að byggja frábæran grunn hjá félaginu. Hann hefur aðeins bætt við en Gummi var búinn að byggja frábæran grunn sem við byggjum ofan á. Það hefur verið frekar auðvelt að taka við þessu liði sem Gummi bjó til.“ HM 2015 í Katar Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Sjá meira
Hinn frábæri hornamaður Stefán Rafn Sigurmannsson fer með íslenska landsliðinu til Katar þar sem hann verður klár í slaginn ef Guðjón Valur Sigurðsson þarf á hvíld að halda. Það hefur reyndar ekki verið eftirsóknarvert að sitja á bekknum fyrir ofurmanninn Guðjón sem spilar nánast hverja einustu mínútu í hverjum einasta leik. Stefán Rafn fékk kærkomið tækifæri til þess að sýna sig og sanna í æfingaleikjunum um síðustu helgi og er óhætt að segja að hann hafi heldur betur stimplað sig inn. Þar er kominn arftaki Guðjóns Vals og þarf ekki að hafa áhyggjur af vinstri hornastöðunni næstu árin. Þeir sem til þekkja segja að Stefán Rafn gæti hæglega verið að spila með einhverju af bestu liðum heims. Hann sé einfaldlega það góður. Þrátt fyrir það hefur hann setið mikið á bekknum hjá Rhein-Neckar Löwen þar sem fyrir er þýski snillingurinn Uwe Gensheimer. Stefán Rafn er því varamaður hjá tveimur bestu vinstri hornamönnum heims – Guðjóni og Gensheimer. „Mér finnst fínt að keppa við þá. Það setur á mig aukna pressu og hvetur mig áfram til þess verða betri. Fyrir vikið legg ég harðar að mér til þess að veita þeim samkeppni. Ég finn að ég er farinn að pressa Gensheimer meira en í fyrra og er farinn að fá meiri spiltíma. Þá veit ég að ég er að gera eitthvað rétt,“ segir Stefán Rafn borubrattur en hann framlengdi við Löwen þó svo staðfest væri að Gensheimer yrði áfram hjá félaginu. „Ég mun halda áfram á þessari braut og slá þá út einn daginn. Þá veit ég að ég er orðinn góður. Þetta eru frábærir strákar sem hafa reynst mér vel og kennt mér mikið. Þeir gefa sig alltaf 100 prósent í allt og verulega gott að læra af þeim. Ég veit hvað þarf að bæta og að geta lært það af þeim er frábært.“Stefán í leik með félagsliði sínu.vísir/gettyÍ raun eru mjög margir hissa á því að Stefán Rafn sé ekki farinn til annars liðs en hann unir vel við sitt hlutskipti og er enn að læra. „Ég vil bara spila á toppnum. Við í Löwen erum í Evrópukeppni og það er mikið leikjaálag. Ég tel mig því fá nægan spiltíma hjá Löwen. Álaginu hefur verið vel dreift þannig að ég er mjög sáttur í augnablikinu. Ég fékk tilboð um að fara annað en ákvað að vera áfram hjá Löwen því ég tel mig vera nógu góðan til að vera í því liði. Mitt markmið er að vera orðinn byrjunarliðsmaður þar á næstu árum,“ segir Stefán Rafn en það breytti engu fyrir hann þó svo Guðmundur Guðmundsson hefði hætt og í hans stað hefði komið Daninn Nikolaj Jacobsen. Hann er einnig gamall hornamaður eins og Guðmundur. „Mér líður vel hjá Löwen. Ég lærði mikið af Gumma og get lært mikið af þessum þjálfara. Ég er á því að ég hafi bætt mig mjög mikið síðan ég gekk í raðir félagsins. Minn leikur hefur farið stigvaxandi og ég vona að það verði framhald þar á.“ Haukamaðurinn fyrrverandi segir að það hafi ekki mikið breyst hjá Löwen við þjálfaraskiptin. „Það er verið að vinna með sömu hluti. Við fengum nokkra nýja leikmenn en kerfin eru svipuð enda var Gummi búinn að byggja frábæran grunn hjá félaginu. Hann hefur aðeins bætt við en Gummi var búinn að byggja frábæran grunn sem við byggjum ofan á. Það hefur verið frekar auðvelt að taka við þessu liði sem Gummi bjó til.“
HM 2015 í Katar Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Sjá meira