HM er spilað í alvöru lúxushöllum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. janúar 2015 16:45 Duhail Sports Hall vísir/afp Leikið verður í þremur höllum á HM í Katar; Ali Bin Hamad Al Attya Arena, Duhail Sports Hall og Lusail Sports Arena. Tvær fyrstnefndu hallirnar eru í höfuðborginni Doha, en sú síðastnefnda er í samnefndri, nýstofnaðri borg, rúmlega 20 kílómetra norður af Doha. Ekki var sparað við byggingu hallanna og það sést. Íburðurinn er mikill og mikið var lagt í hönnun og útlit þessara mannvirkja. Það sem leynist undir þessu gljáfægða yfirborði er hins vegar ekki jafn fallegt. Skipuleggjendur HM hafa legið undir ámæli fyrir illa meðferð á erlendum verkamönnum sem vinna mikið, við vondar aðstæður og fyrir lágt kaup. Ýmsir hafa einnig lýst yfir áhyggjum sínum af því að hallirnar verði hálftómar þegar á hólminn verður kominn. Á meðal þeirra er landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson sem hefur reynslu af því að spila í Katar. Honum finnst Katar lítt spennandi land eins og fram kom í viðtali við RÚV rétt fyrir áramót: „Það er fullt af sandi og nýjum byggingum og eitthvað en maður er hræddur um hvort það verði áhorfendur yfirhöfuð á leikjunum. Ég hef tvisvar spilað á móti þarna. Þeir ná í einhverja iðnaðarmenn og útlendinga sem vinna hjá þeim til að fylla stúkurnar. Mér finnst líklegt að það verði þannig líka núna.“Ali Bin Hamad Al Attiya Arenavísir/afpLusail Sports Arena var byggð sérstaklega fyrir HM í handbolta og hófust framkvæmdir við hana árið 2012. Byggingu hallarinnar lauk í nóvember 2014, en um 31 milljón vinnustunda er að baki hjá þeim sem unnu við að koma þessu ferlíki upp. Lusail Sports Arena er öll hin glæsilegasta og tekur 15.300 manns í sæti, en upphaflega átti hún að taka um 18.000 manns. Hún er flaggskip skipuleggjenda mótsins og mun m.a. hýsa opnunarhátíðina, opnunarleik Katar og Brasilíu, undanúrslitaleikina, leikinn um þriðja sætið og svo úrslitaleikinn 1. febrúar. Leikir Íslands í riðlakeppninni verða leiknir í Ali Bin Hamad Al Attiya Arena sem er í hverfinu al-Sadd í Doha og er heimavöllur handboltaliðsins Al Sadd. Höllin var byggð sérstaklega fyrir HM og tekur 7.700 manns í sæti. Þar er einnig hægt að stunda blak, badminton og fimleika og framtíðinni er ætlunin að hægt verði að leika íshokkí í höllinni. Duhail Sports Hall tekur fæsta í sæti af höllunum þremur, eða 5.500 manns. Hún er hins vegar stórglæsileg og allt umhverfi hennar hið smekklegasta. Duhail Sports Hall er ekki einungis handboltahöll, en þar er einnig gistiaðstaða fyrir 60 leikmenn, tveir æfingavellir, veitingastaðir, sundlaug, læknamiðstöð og svo mætti lengi telja. Í framtíðinni mun Duhail Sports Hall einnig hýsa höfuðstöðvar katarska handknattleikssambandsins, auk þess sem höllin verður aðalæfingaaðstaða allra landsliða Katar. HM 2015 í Katar Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Leikið verður í þremur höllum á HM í Katar; Ali Bin Hamad Al Attya Arena, Duhail Sports Hall og Lusail Sports Arena. Tvær fyrstnefndu hallirnar eru í höfuðborginni Doha, en sú síðastnefnda er í samnefndri, nýstofnaðri borg, rúmlega 20 kílómetra norður af Doha. Ekki var sparað við byggingu hallanna og það sést. Íburðurinn er mikill og mikið var lagt í hönnun og útlit þessara mannvirkja. Það sem leynist undir þessu gljáfægða yfirborði er hins vegar ekki jafn fallegt. Skipuleggjendur HM hafa legið undir ámæli fyrir illa meðferð á erlendum verkamönnum sem vinna mikið, við vondar aðstæður og fyrir lágt kaup. Ýmsir hafa einnig lýst yfir áhyggjum sínum af því að hallirnar verði hálftómar þegar á hólminn verður kominn. Á meðal þeirra er landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson sem hefur reynslu af því að spila í Katar. Honum finnst Katar lítt spennandi land eins og fram kom í viðtali við RÚV rétt fyrir áramót: „Það er fullt af sandi og nýjum byggingum og eitthvað en maður er hræddur um hvort það verði áhorfendur yfirhöfuð á leikjunum. Ég hef tvisvar spilað á móti þarna. Þeir ná í einhverja iðnaðarmenn og útlendinga sem vinna hjá þeim til að fylla stúkurnar. Mér finnst líklegt að það verði þannig líka núna.“Ali Bin Hamad Al Attiya Arenavísir/afpLusail Sports Arena var byggð sérstaklega fyrir HM í handbolta og hófust framkvæmdir við hana árið 2012. Byggingu hallarinnar lauk í nóvember 2014, en um 31 milljón vinnustunda er að baki hjá þeim sem unnu við að koma þessu ferlíki upp. Lusail Sports Arena er öll hin glæsilegasta og tekur 15.300 manns í sæti, en upphaflega átti hún að taka um 18.000 manns. Hún er flaggskip skipuleggjenda mótsins og mun m.a. hýsa opnunarhátíðina, opnunarleik Katar og Brasilíu, undanúrslitaleikina, leikinn um þriðja sætið og svo úrslitaleikinn 1. febrúar. Leikir Íslands í riðlakeppninni verða leiknir í Ali Bin Hamad Al Attiya Arena sem er í hverfinu al-Sadd í Doha og er heimavöllur handboltaliðsins Al Sadd. Höllin var byggð sérstaklega fyrir HM og tekur 7.700 manns í sæti. Þar er einnig hægt að stunda blak, badminton og fimleika og framtíðinni er ætlunin að hægt verði að leika íshokkí í höllinni. Duhail Sports Hall tekur fæsta í sæti af höllunum þremur, eða 5.500 manns. Hún er hins vegar stórglæsileg og allt umhverfi hennar hið smekklegasta. Duhail Sports Hall er ekki einungis handboltahöll, en þar er einnig gistiaðstaða fyrir 60 leikmenn, tveir æfingavellir, veitingastaðir, sundlaug, læknamiðstöð og svo mætti lengi telja. Í framtíðinni mun Duhail Sports Hall einnig hýsa höfuðstöðvar katarska handknattleikssambandsins, auk þess sem höllin verður aðalæfingaaðstaða allra landsliða Katar.
HM 2015 í Katar Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira