Fólk á flótta og í bið Toshiki Toma skrifar 12. janúar 2015 07:30 Miklar breytingar eru nú að verða á móttöku fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Töluverðar breytingar urðu á lögum um útlendinga síðastliðið vor. Meðal þess sem breyttist er að sérstök kærunefnd útlendingamála sér nú um kærumál flóttafólks og einnig á að stefna að ekki taki lengur en 90 daga að úrskurða í hverju máli. Það er von mín að þessar breytingar reynist jákvæðar fyrir flóttafólk. Mig langar hins vegar að benda á þá staðreynd að það flóttafólk sem kom hingað til lands áður en lögin tóku gildi er í sömu stöðu og áður og nýtur ekki nýjunganna í kerfinu. Meðal þess er fólk sem hefur verið í biðstöðu í um tvö til þrjú ár. Ég þekki til átta sem eru í þeirri stöðu og þar af eru fimm þeirra með mál sín fyrir héraðsdómstóli en öll snúa þau að Dyflinnarreglugerðinni. Dómstóllinn dæmir aðallega um hvort hælisumsóknir hvers og eins þeirra eigi að vera skoðaðar efnislega á Íslandi, eða ekki – en ekki um hvort þeir eigi að fá vernd. Dómar munu falla á næstunni. Ég veit ekki hvernig mál munu ráðast en ég veit að þessi ár sem fólkið bíður hér eru því tilgangslaus. Tvö til þrjú ár eru langur tími í bið ef maður er hvorki án vinnu og getur ekki farið í nám – og getur í raun ekki aðhafst neitt. Sumir hafa svo forsögu annars staðar frá og hafa eytt tíma í öðru landi, jafnvel lengri tíma en á Íslandi. Einn af flóttamönnunum sem hér dvelja eyddi t.d. níu árum í landi þar sem hann hafði sótt um vernd fyrst og annar fimm árum – báðir án þess að geta orðið að venjulegum borgurum. Myndir þú vilja vera í þessum sporum?Bjargræði Eins og sést í hinni nýju stefnu yfirvalda hérlendis efast enginn um mikilvægi þess að umsókn um alþjóðlega vernd skuli verða afgreidd almennilega innan þolanlegs biðtíma. En ef yfirvöld viðurkenna mikilvægi þess, hvernig líta þau þá á manneskjur sem hafa eytt tveimur til þremur árum hér nú þegar og mál þeirra hafa ekki einu sinni verið skoðuð efnislega? Eiga þeir ekki skilið einhvers konar bjargræði miðað við þennan óvenjulega langa biðtíma? Mér skilst að dómstóllinn sé bundinn við lögin, að sjálfsögðu, og réttlæti hans byggist fyrst og fremst á lögfræði. Það er hins vegar mín skoðun að framkvæmdarvaldið geti haft að leiðarljósi mannúðleg sjónarmið. Það þýðir að horfa á manneskjuna sem miðjuna í hverju máli, hina lifandi manneskju. Þá finnst mér eðlilegt að líta á mál þeirra í heild, aðstæður í heimalandi þeirra, margra ára óvissu í fyrsta komulandi og svo biðtíma á Íslandi fremur en fyrst og fremst á Dyflinnarreglugerðina – sem er alls ekki kjarni mála þeirra. Ég vil skora á yfirvöld að skoða mál þeirra með mannúð að leiðarljósi og taka mál þeirra sem um ræðir til efnislegrar meðferðar, óháð hvernig dómar falla í héraðsdómi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Toshiki Toma Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Miklar breytingar eru nú að verða á móttöku fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Töluverðar breytingar urðu á lögum um útlendinga síðastliðið vor. Meðal þess sem breyttist er að sérstök kærunefnd útlendingamála sér nú um kærumál flóttafólks og einnig á að stefna að ekki taki lengur en 90 daga að úrskurða í hverju máli. Það er von mín að þessar breytingar reynist jákvæðar fyrir flóttafólk. Mig langar hins vegar að benda á þá staðreynd að það flóttafólk sem kom hingað til lands áður en lögin tóku gildi er í sömu stöðu og áður og nýtur ekki nýjunganna í kerfinu. Meðal þess er fólk sem hefur verið í biðstöðu í um tvö til þrjú ár. Ég þekki til átta sem eru í þeirri stöðu og þar af eru fimm þeirra með mál sín fyrir héraðsdómstóli en öll snúa þau að Dyflinnarreglugerðinni. Dómstóllinn dæmir aðallega um hvort hælisumsóknir hvers og eins þeirra eigi að vera skoðaðar efnislega á Íslandi, eða ekki – en ekki um hvort þeir eigi að fá vernd. Dómar munu falla á næstunni. Ég veit ekki hvernig mál munu ráðast en ég veit að þessi ár sem fólkið bíður hér eru því tilgangslaus. Tvö til þrjú ár eru langur tími í bið ef maður er hvorki án vinnu og getur ekki farið í nám – og getur í raun ekki aðhafst neitt. Sumir hafa svo forsögu annars staðar frá og hafa eytt tíma í öðru landi, jafnvel lengri tíma en á Íslandi. Einn af flóttamönnunum sem hér dvelja eyddi t.d. níu árum í landi þar sem hann hafði sótt um vernd fyrst og annar fimm árum – báðir án þess að geta orðið að venjulegum borgurum. Myndir þú vilja vera í þessum sporum?Bjargræði Eins og sést í hinni nýju stefnu yfirvalda hérlendis efast enginn um mikilvægi þess að umsókn um alþjóðlega vernd skuli verða afgreidd almennilega innan þolanlegs biðtíma. En ef yfirvöld viðurkenna mikilvægi þess, hvernig líta þau þá á manneskjur sem hafa eytt tveimur til þremur árum hér nú þegar og mál þeirra hafa ekki einu sinni verið skoðuð efnislega? Eiga þeir ekki skilið einhvers konar bjargræði miðað við þennan óvenjulega langa biðtíma? Mér skilst að dómstóllinn sé bundinn við lögin, að sjálfsögðu, og réttlæti hans byggist fyrst og fremst á lögfræði. Það er hins vegar mín skoðun að framkvæmdarvaldið geti haft að leiðarljósi mannúðleg sjónarmið. Það þýðir að horfa á manneskjuna sem miðjuna í hverju máli, hina lifandi manneskju. Þá finnst mér eðlilegt að líta á mál þeirra í heild, aðstæður í heimalandi þeirra, margra ára óvissu í fyrsta komulandi og svo biðtíma á Íslandi fremur en fyrst og fremst á Dyflinnarreglugerðina – sem er alls ekki kjarni mála þeirra. Ég vil skora á yfirvöld að skoða mál þeirra með mannúð að leiðarljósi og taka mál þeirra sem um ræðir til efnislegrar meðferðar, óháð hvernig dómar falla í héraðsdómi.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun