Stórhættulegur leikur fyrir ósigruðu liðin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2015 08:15 Pavel Ermonlinskij er með þrennu að meðaltali í vetur en var langt frá þennu (2 fráköst og 4 stoðsendingar) í tapinu fyrir Grindavík í fyrsta leik eftir áramót í fyrra. vísir/ernir Fyrsti leikur eftir áramót getur reynst sigursælum liðum skeinuhættur og það reynir því á topplið KR í kvöld þegar liðið heimsækir Njarðvík í Ljónagryfjuna í Domino's-deild karla. Leikurinn er einn af þremur í fyrstu umferðinni á nýju ári en hinir fara fram annað kvöld og á mánudagskvöldið þegar ÍR og Þór úr Þorlákshöfn mætast í beinni á Stöð 2 Sport. KR-ingar hafa unnið alla ellefu deildarleiki sína til þessa, þar af þá fjóra síðustu með 28 stiga mun eða meira. Fjögur önnur félög hafa farið taplaus inn í nýtt ár í 37 ára sögu úrvalsdeildar karla en aðeins einu þeirra hefur tekist að vinna fyrsta leikinn sinn á nýju ári. KR-liðið frá 2008-09 sker sig þar úr en liðið vann átján stiga sigur í fyrsta leik ársins og vann á endanum sextán fyrstu leiki sína á tímabilinu. Hin þrjú liðin hafa öll tapað fyrsta leik nýs árs. KR-liðið er reynslunni ríkari frá því í fyrra þegar liðið tapaði á móti Grindavík í fyrsta leik sínum á nýju ári en KR-liðið var þá á heimavelli. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, er einnig fyrsti þjálfarinn sem nær þessum árangri tvisvar sinnum. Hin hundrað prósent liðin til að tapa sínum fyrsta leik á nýju ári eru Grindavíkurliðið frá 2003-04 og Keflavíkurliðið frá 2007-08. Friðrik Ingi Rúnarsson, núverandi þjálfari Njarðvíkinga, þjálfaði Grindavík tímabilið 2003-04 en það er eina liðið í sögu úrvalsdeildarinnar sem hefur unnið alla leiki sína fyrir áramót án þess að vinna síðan Íslandsmeistaratitilinn um vorið. Topplið deildarinnar hefur reyndar byrjað nýtt ár á tapi undanfarin tvö ár því Þórsarar töpuðu sínum fyrsta leik í janúar 2013 og það á heimavelli á móti liðinu í 9. sæti (Skallagrímur). KR-ingar vita heldur ekki alveg að hverju þeir ganga í kvöld. Njarðvíkingar frumsýna nefnilega nýjan Bandaríkjamann í leiknum en Stefan Bonneau er mikill háloftafugl þótt hann sé ekki hár í loftinu. Það er þegar orðrómur í gangi um að Njarðvíkingar hafi unnið í Kanalotteríinu og því eru margir spenntir að sjá Bonneau og félaga hans reyna sig gegn besta liði deildarinnar. Aðrir leikir kvöldsins eru leikur Grindavíkur og Hauka í Röstinni í Grindavík og leikur Tindastóls og Stjörnunnar í Síkinu á Sauðárkróki. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.15.Ósigruðu liðin fimm:Grindavík 2003-2004 - 11 sigrar Fyrsti leikur á nýju ári: 9 stiga tap á útivelli á móti Njarðvík (95-104). Komst í UndanúrslitKeflavík 2007-08 - 10 sigrar Fyrsti leikur á nýju ári: 22 stiga tap á útivelli á móti Grindavík (76-98). Varð ÍslandsmeistariKR (2008-09) - 11 sigrar Fyrsti leikur á nýju ári: 18 stiga sigur á útivelli á móti ÍR (98-80). Varð ÍslandsmeistariKR (2013-14) - 11 sigrar Fyrsti leikur á nýju ári: 7 stiga tap á heimavelli á móti Grindavík (98-105). Varð ÍslandsmeistariKR 2014-15 - 11 sigrar Fyrsti leikur á nýju ári: Mæta Njarðvík í Ljónagryfjunni í Njarðvík klukkan 19.15 í kvöld. Dominos-deild karla Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Fleiri fréttir Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ Sjá meira
Fyrsti leikur eftir áramót getur reynst sigursælum liðum skeinuhættur og það reynir því á topplið KR í kvöld þegar liðið heimsækir Njarðvík í Ljónagryfjuna í Domino's-deild karla. Leikurinn er einn af þremur í fyrstu umferðinni á nýju ári en hinir fara fram annað kvöld og á mánudagskvöldið þegar ÍR og Þór úr Þorlákshöfn mætast í beinni á Stöð 2 Sport. KR-ingar hafa unnið alla ellefu deildarleiki sína til þessa, þar af þá fjóra síðustu með 28 stiga mun eða meira. Fjögur önnur félög hafa farið taplaus inn í nýtt ár í 37 ára sögu úrvalsdeildar karla en aðeins einu þeirra hefur tekist að vinna fyrsta leikinn sinn á nýju ári. KR-liðið frá 2008-09 sker sig þar úr en liðið vann átján stiga sigur í fyrsta leik ársins og vann á endanum sextán fyrstu leiki sína á tímabilinu. Hin þrjú liðin hafa öll tapað fyrsta leik nýs árs. KR-liðið er reynslunni ríkari frá því í fyrra þegar liðið tapaði á móti Grindavík í fyrsta leik sínum á nýju ári en KR-liðið var þá á heimavelli. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, er einnig fyrsti þjálfarinn sem nær þessum árangri tvisvar sinnum. Hin hundrað prósent liðin til að tapa sínum fyrsta leik á nýju ári eru Grindavíkurliðið frá 2003-04 og Keflavíkurliðið frá 2007-08. Friðrik Ingi Rúnarsson, núverandi þjálfari Njarðvíkinga, þjálfaði Grindavík tímabilið 2003-04 en það er eina liðið í sögu úrvalsdeildarinnar sem hefur unnið alla leiki sína fyrir áramót án þess að vinna síðan Íslandsmeistaratitilinn um vorið. Topplið deildarinnar hefur reyndar byrjað nýtt ár á tapi undanfarin tvö ár því Þórsarar töpuðu sínum fyrsta leik í janúar 2013 og það á heimavelli á móti liðinu í 9. sæti (Skallagrímur). KR-ingar vita heldur ekki alveg að hverju þeir ganga í kvöld. Njarðvíkingar frumsýna nefnilega nýjan Bandaríkjamann í leiknum en Stefan Bonneau er mikill háloftafugl þótt hann sé ekki hár í loftinu. Það er þegar orðrómur í gangi um að Njarðvíkingar hafi unnið í Kanalotteríinu og því eru margir spenntir að sjá Bonneau og félaga hans reyna sig gegn besta liði deildarinnar. Aðrir leikir kvöldsins eru leikur Grindavíkur og Hauka í Röstinni í Grindavík og leikur Tindastóls og Stjörnunnar í Síkinu á Sauðárkróki. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.15.Ósigruðu liðin fimm:Grindavík 2003-2004 - 11 sigrar Fyrsti leikur á nýju ári: 9 stiga tap á útivelli á móti Njarðvík (95-104). Komst í UndanúrslitKeflavík 2007-08 - 10 sigrar Fyrsti leikur á nýju ári: 22 stiga tap á útivelli á móti Grindavík (76-98). Varð ÍslandsmeistariKR (2008-09) - 11 sigrar Fyrsti leikur á nýju ári: 18 stiga sigur á útivelli á móti ÍR (98-80). Varð ÍslandsmeistariKR (2013-14) - 11 sigrar Fyrsti leikur á nýju ári: 7 stiga tap á heimavelli á móti Grindavík (98-105). Varð ÍslandsmeistariKR 2014-15 - 11 sigrar Fyrsti leikur á nýju ári: Mæta Njarðvík í Ljónagryfjunni í Njarðvík klukkan 19.15 í kvöld.
Dominos-deild karla Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Fleiri fréttir Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ Sjá meira