Stórhættulegur leikur fyrir ósigruðu liðin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2015 08:15 Pavel Ermonlinskij er með þrennu að meðaltali í vetur en var langt frá þennu (2 fráköst og 4 stoðsendingar) í tapinu fyrir Grindavík í fyrsta leik eftir áramót í fyrra. vísir/ernir Fyrsti leikur eftir áramót getur reynst sigursælum liðum skeinuhættur og það reynir því á topplið KR í kvöld þegar liðið heimsækir Njarðvík í Ljónagryfjuna í Domino's-deild karla. Leikurinn er einn af þremur í fyrstu umferðinni á nýju ári en hinir fara fram annað kvöld og á mánudagskvöldið þegar ÍR og Þór úr Þorlákshöfn mætast í beinni á Stöð 2 Sport. KR-ingar hafa unnið alla ellefu deildarleiki sína til þessa, þar af þá fjóra síðustu með 28 stiga mun eða meira. Fjögur önnur félög hafa farið taplaus inn í nýtt ár í 37 ára sögu úrvalsdeildar karla en aðeins einu þeirra hefur tekist að vinna fyrsta leikinn sinn á nýju ári. KR-liðið frá 2008-09 sker sig þar úr en liðið vann átján stiga sigur í fyrsta leik ársins og vann á endanum sextán fyrstu leiki sína á tímabilinu. Hin þrjú liðin hafa öll tapað fyrsta leik nýs árs. KR-liðið er reynslunni ríkari frá því í fyrra þegar liðið tapaði á móti Grindavík í fyrsta leik sínum á nýju ári en KR-liðið var þá á heimavelli. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, er einnig fyrsti þjálfarinn sem nær þessum árangri tvisvar sinnum. Hin hundrað prósent liðin til að tapa sínum fyrsta leik á nýju ári eru Grindavíkurliðið frá 2003-04 og Keflavíkurliðið frá 2007-08. Friðrik Ingi Rúnarsson, núverandi þjálfari Njarðvíkinga, þjálfaði Grindavík tímabilið 2003-04 en það er eina liðið í sögu úrvalsdeildarinnar sem hefur unnið alla leiki sína fyrir áramót án þess að vinna síðan Íslandsmeistaratitilinn um vorið. Topplið deildarinnar hefur reyndar byrjað nýtt ár á tapi undanfarin tvö ár því Þórsarar töpuðu sínum fyrsta leik í janúar 2013 og það á heimavelli á móti liðinu í 9. sæti (Skallagrímur). KR-ingar vita heldur ekki alveg að hverju þeir ganga í kvöld. Njarðvíkingar frumsýna nefnilega nýjan Bandaríkjamann í leiknum en Stefan Bonneau er mikill háloftafugl þótt hann sé ekki hár í loftinu. Það er þegar orðrómur í gangi um að Njarðvíkingar hafi unnið í Kanalotteríinu og því eru margir spenntir að sjá Bonneau og félaga hans reyna sig gegn besta liði deildarinnar. Aðrir leikir kvöldsins eru leikur Grindavíkur og Hauka í Röstinni í Grindavík og leikur Tindastóls og Stjörnunnar í Síkinu á Sauðárkróki. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.15.Ósigruðu liðin fimm:Grindavík 2003-2004 - 11 sigrar Fyrsti leikur á nýju ári: 9 stiga tap á útivelli á móti Njarðvík (95-104). Komst í UndanúrslitKeflavík 2007-08 - 10 sigrar Fyrsti leikur á nýju ári: 22 stiga tap á útivelli á móti Grindavík (76-98). Varð ÍslandsmeistariKR (2008-09) - 11 sigrar Fyrsti leikur á nýju ári: 18 stiga sigur á útivelli á móti ÍR (98-80). Varð ÍslandsmeistariKR (2013-14) - 11 sigrar Fyrsti leikur á nýju ári: 7 stiga tap á heimavelli á móti Grindavík (98-105). Varð ÍslandsmeistariKR 2014-15 - 11 sigrar Fyrsti leikur á nýju ári: Mæta Njarðvík í Ljónagryfjunni í Njarðvík klukkan 19.15 í kvöld. Dominos-deild karla Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Fyrsti leikur eftir áramót getur reynst sigursælum liðum skeinuhættur og það reynir því á topplið KR í kvöld þegar liðið heimsækir Njarðvík í Ljónagryfjuna í Domino's-deild karla. Leikurinn er einn af þremur í fyrstu umferðinni á nýju ári en hinir fara fram annað kvöld og á mánudagskvöldið þegar ÍR og Þór úr Þorlákshöfn mætast í beinni á Stöð 2 Sport. KR-ingar hafa unnið alla ellefu deildarleiki sína til þessa, þar af þá fjóra síðustu með 28 stiga mun eða meira. Fjögur önnur félög hafa farið taplaus inn í nýtt ár í 37 ára sögu úrvalsdeildar karla en aðeins einu þeirra hefur tekist að vinna fyrsta leikinn sinn á nýju ári. KR-liðið frá 2008-09 sker sig þar úr en liðið vann átján stiga sigur í fyrsta leik ársins og vann á endanum sextán fyrstu leiki sína á tímabilinu. Hin þrjú liðin hafa öll tapað fyrsta leik nýs árs. KR-liðið er reynslunni ríkari frá því í fyrra þegar liðið tapaði á móti Grindavík í fyrsta leik sínum á nýju ári en KR-liðið var þá á heimavelli. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, er einnig fyrsti þjálfarinn sem nær þessum árangri tvisvar sinnum. Hin hundrað prósent liðin til að tapa sínum fyrsta leik á nýju ári eru Grindavíkurliðið frá 2003-04 og Keflavíkurliðið frá 2007-08. Friðrik Ingi Rúnarsson, núverandi þjálfari Njarðvíkinga, þjálfaði Grindavík tímabilið 2003-04 en það er eina liðið í sögu úrvalsdeildarinnar sem hefur unnið alla leiki sína fyrir áramót án þess að vinna síðan Íslandsmeistaratitilinn um vorið. Topplið deildarinnar hefur reyndar byrjað nýtt ár á tapi undanfarin tvö ár því Þórsarar töpuðu sínum fyrsta leik í janúar 2013 og það á heimavelli á móti liðinu í 9. sæti (Skallagrímur). KR-ingar vita heldur ekki alveg að hverju þeir ganga í kvöld. Njarðvíkingar frumsýna nefnilega nýjan Bandaríkjamann í leiknum en Stefan Bonneau er mikill háloftafugl þótt hann sé ekki hár í loftinu. Það er þegar orðrómur í gangi um að Njarðvíkingar hafi unnið í Kanalotteríinu og því eru margir spenntir að sjá Bonneau og félaga hans reyna sig gegn besta liði deildarinnar. Aðrir leikir kvöldsins eru leikur Grindavíkur og Hauka í Röstinni í Grindavík og leikur Tindastóls og Stjörnunnar í Síkinu á Sauðárkróki. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.15.Ósigruðu liðin fimm:Grindavík 2003-2004 - 11 sigrar Fyrsti leikur á nýju ári: 9 stiga tap á útivelli á móti Njarðvík (95-104). Komst í UndanúrslitKeflavík 2007-08 - 10 sigrar Fyrsti leikur á nýju ári: 22 stiga tap á útivelli á móti Grindavík (76-98). Varð ÍslandsmeistariKR (2008-09) - 11 sigrar Fyrsti leikur á nýju ári: 18 stiga sigur á útivelli á móti ÍR (98-80). Varð ÍslandsmeistariKR (2013-14) - 11 sigrar Fyrsti leikur á nýju ári: 7 stiga tap á heimavelli á móti Grindavík (98-105). Varð ÍslandsmeistariKR 2014-15 - 11 sigrar Fyrsti leikur á nýju ári: Mæta Njarðvík í Ljónagryfjunni í Njarðvík klukkan 19.15 í kvöld.
Dominos-deild karla Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira