Náttúruverndargjald í stað náttúrupassa Ólafur Hauksson skrifar 6. janúar 2015 07:00 Flestir virðast á þeirri skoðun að réttlætanlegt sé að leggja einhvers konar gjald á ferðamenn til að kosta náttúruvernd á þeim stöðum sem verða fyrir mestum átroðningi þeirra. Ráðherra ferðamála hlýtur hins vegar að vera farin að átta sig á því að hugmyndin um innheimtu náttúrupassa í þeim tilgangi er vond og mun ekki ganga upp. Annars vegar vegna þess að stór hluti þjóðarinnar mun aldrei sætta sig við að þurfa að kaupa passa til að njóta náttúrunnar í eigin landi. Hins vegar vegna þess að innheimtuaðferðin er meingölluð. Innheimtuaðferðin – sala náttúrupassa og eftirlit með kaupum hans – er flókin, kostnaðarsöm og fyrirfram óvinsæl. Miklu einfaldara og skilvirkara er að leggja þetta gjald á farmiða með skipum og flugvélum. Gjaldið mundi skila sér 100% og engan tilkostnað þyrfti við sölu eða óvinsælt eftirlit.Innanlandsflugið þarf ekki að vera fyrirstaða Ráðherra ferðamála hefur hins vegar slegið þessa hugmynd út af borðinu á þeim forsendum að þá þyrfti líka að leggja gjaldið á innanlandsflug, til að mæta reglum Evrópusambandsins. Ríkið leggur nú þegar sérstakan 1.200 kr. skatt á hvern farþega í innanlandsflugi. Enginn slíkur skattur er lagður á farþega í millilandaflugi eða skipaferðum. Til að hlífa innanlandsfluginu við verðhækkun vegna náttúruverndargjalds er einfaldast að hafa það innifalið í þessum 1.200 kr. skatti. Farþegar í innanlandsflugi mundu því engan mun finna. Þar að auki heimilar Evrópusambandið undanþágu slíkrar gjaldtöku af flugvélum sem bera 20 farþega eða færri.Skilar samt miklum tekjum Náttúruverndargjald þarf ekki að vera hátt á hvern farþega ef það er lagt á alla sem ferðast með flugi og skipum. Á árinu 2013 fóru rúmlega 1,4 milljónir einstaklinga með skipum og flugvélum til og frá landinu og innanlands. Ef hver og einn hefði borgað 750 kr. í náttúruverndargjald við farmiðakaupin þá hefði það skilað rúmum milljarði króna í hreinar tekjur. Fyrir þann pening má svo sannarlega tryggja viðhald og vernd vinsælla ferðamannastaða. Víða í Evrópu eru flugfarþegar skattlagðir. Sama gjald er lagt á farþega í innanlandsflugi og milli Evrópulanda. Í Bretlandi er þetta gjald tæplega 2.500 kr. og enn hærra þegar flogið er til annarra heimsálfa. Í Þýskalandi er þetta gjald rúmlega 1.000 kr. Hóflegt náttúruverndargjald, t.d. undir 1.000 kr., hefur engin áhrif á ákvörðun fólks um að ferðast hingað til lands. Ef sú væri raunin, hvernig stendur þá á því að erlendum ferðamönnum hefur fjölgað jafn mikið og raun ber vitni á sama tíma og flugfargjöld hafa hækkað vegna hækkandi eldsneytisverðs?Náttúrupassinn afturkallaður Því fyrr sem ráðherra ferðamála afturkallar náttúrupassatillöguna, því fyrr verður hægt að ganga í nauðsynlega tekjuöflun með náttúruverndargjaldi til að tryggja að vinsælir en viðkvæmir ferðamannastaðir haldi aðdráttarafli sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Flestir virðast á þeirri skoðun að réttlætanlegt sé að leggja einhvers konar gjald á ferðamenn til að kosta náttúruvernd á þeim stöðum sem verða fyrir mestum átroðningi þeirra. Ráðherra ferðamála hlýtur hins vegar að vera farin að átta sig á því að hugmyndin um innheimtu náttúrupassa í þeim tilgangi er vond og mun ekki ganga upp. Annars vegar vegna þess að stór hluti þjóðarinnar mun aldrei sætta sig við að þurfa að kaupa passa til að njóta náttúrunnar í eigin landi. Hins vegar vegna þess að innheimtuaðferðin er meingölluð. Innheimtuaðferðin – sala náttúrupassa og eftirlit með kaupum hans – er flókin, kostnaðarsöm og fyrirfram óvinsæl. Miklu einfaldara og skilvirkara er að leggja þetta gjald á farmiða með skipum og flugvélum. Gjaldið mundi skila sér 100% og engan tilkostnað þyrfti við sölu eða óvinsælt eftirlit.Innanlandsflugið þarf ekki að vera fyrirstaða Ráðherra ferðamála hefur hins vegar slegið þessa hugmynd út af borðinu á þeim forsendum að þá þyrfti líka að leggja gjaldið á innanlandsflug, til að mæta reglum Evrópusambandsins. Ríkið leggur nú þegar sérstakan 1.200 kr. skatt á hvern farþega í innanlandsflugi. Enginn slíkur skattur er lagður á farþega í millilandaflugi eða skipaferðum. Til að hlífa innanlandsfluginu við verðhækkun vegna náttúruverndargjalds er einfaldast að hafa það innifalið í þessum 1.200 kr. skatti. Farþegar í innanlandsflugi mundu því engan mun finna. Þar að auki heimilar Evrópusambandið undanþágu slíkrar gjaldtöku af flugvélum sem bera 20 farþega eða færri.Skilar samt miklum tekjum Náttúruverndargjald þarf ekki að vera hátt á hvern farþega ef það er lagt á alla sem ferðast með flugi og skipum. Á árinu 2013 fóru rúmlega 1,4 milljónir einstaklinga með skipum og flugvélum til og frá landinu og innanlands. Ef hver og einn hefði borgað 750 kr. í náttúruverndargjald við farmiðakaupin þá hefði það skilað rúmum milljarði króna í hreinar tekjur. Fyrir þann pening má svo sannarlega tryggja viðhald og vernd vinsælla ferðamannastaða. Víða í Evrópu eru flugfarþegar skattlagðir. Sama gjald er lagt á farþega í innanlandsflugi og milli Evrópulanda. Í Bretlandi er þetta gjald tæplega 2.500 kr. og enn hærra þegar flogið er til annarra heimsálfa. Í Þýskalandi er þetta gjald rúmlega 1.000 kr. Hóflegt náttúruverndargjald, t.d. undir 1.000 kr., hefur engin áhrif á ákvörðun fólks um að ferðast hingað til lands. Ef sú væri raunin, hvernig stendur þá á því að erlendum ferðamönnum hefur fjölgað jafn mikið og raun ber vitni á sama tíma og flugfargjöld hafa hækkað vegna hækkandi eldsneytisverðs?Náttúrupassinn afturkallaður Því fyrr sem ráðherra ferðamála afturkallar náttúrupassatillöguna, því fyrr verður hægt að ganga í nauðsynlega tekjuöflun með náttúruverndargjaldi til að tryggja að vinsælir en viðkvæmir ferðamannastaðir haldi aðdráttarafli sínu.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun