Kröfur eða kjaftæði | Elísabet heldur fyrirlestur um þjálfun fótboltakvenna fyrir KSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2015 10:45 Elísabet Gunnarsdóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir með Íslandsmeistarabikarinn 2008. Vísir/Stefán Elísabet Gunnarsdóttir, margfaldur meistaraþjálfari hér heima á Íslandi og þjálfari í sænsku úrvalsdeildinni í sjö ár, mun halda athyglisverðan fyrirlestur á námskeiði KSÍ um líkamlega þjálfun kvenkyns leikmanna. KSÍ heldur þetta námskeið 8. til 9. janúar næstkomandi og kynnir það á heimasíðu sinni. Námskeiðið gefur fimm endurmenntunarstig á UEFA A og UEFA B þjálfaragráðum ef mætt er báða dagana, en fjögur ef einungis er mætt á laugardeginum. Námskeiðið verður haldið í Kórnum föstudaginn 8. janúar frá 20:00-21:00 og í húsakynnum KSÍ laugardaginn 9. janúar frá 10:00-14:00. Undanfarin tvö til þrjú ár hefur það verið áberandi í flestum landsleikjum U17 og U19 kvenna að andstæðingar Íslands hafa verið í betra ásigkomulagi líkamlega en íslensku liðin. Síðastliðið ár hafa verið gerðar margskonar líkamlegar mælingar á leikmönnum allra kvennalandsliðanna og niðurstöður benda til þess að þörf sé á átaki í líkamlegri þjálfun leikmanna í 11 manna bolta kvenna á Íslandi. Fyrirlesarar munu meðal annars leggja fram gögn þessu til stuðning og koma með tillögur að lausnum. Fyrirlestur Elísabetar Gunnarsdóttur heitir Kröfur eða kjaftæði og fer fram milli tvö og fjögur á laugardeginum. Elísabet gerði Valskonur fjórum sinnum að Íslandsmeisturum áður en hún fór út til Svíþjóðar og tók við úrvalsdeildarliðinu Kristianstads DFF sem hún hefur þjálfað frá árinu 2009. Námskeiðsgestir fá einnig að fylgjast með því á föstudagskvöldinu þegar Kristján Ómar Björnsson framkvæmir mælingar á leikmönnum í sautján ára landsliði kvenna. Námskeiðsgjald er fimm þúsund krónur og innifalin er hádegisverður á laugardeginum. KSÍ kvetur þjálfara í ellefu manna bolta kvenna sérstaklega til að mæta á námskeiðið.Fyrirlesarar á námskeiðinu verða þrír og þeir eru: - Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstads DFF í Svíþjóð, en hún mun fjalla um hvernig líkamlegri þjálfun er háttað hjá Kristianstads DFF og í sænska kvenna fótboltanum. - Kristján Ómar Björnsson en hann framkvæmir líkamleg próf á kvennalandsliðum Íslands. Hann mun leggja fram niðurstöður mælinganna og fara ítarlega í framkvæmd þeirra. Hann mun einnig koma með tillögur að æfingum til að bæta líkamlegt ástand leikmanna. - Dean Martin sem sér um líkamlega þjálfun meistaraflokks kvenna hjá Breiðabliki. Hann mun kynna hvernig hann vinnur með liðið og einstaklinga innan þess.Dagskráin Föstudagur 8. janúar, Kórinn 20:00-21:00 Kristján Ómar framkvæmir mælingar á U17 ára landsliði kvenna Laugardagur 9. janúar, höfuðstöðvar KSÍ á Laugardalsvelli 10:00-11:00 Mælingar kvennalandsliðanna - Kristján Ómar Björnsson 11:10-11:40 Líkamlega þjálfun mfl. kvenna hjá Breiðabliki - Dean Martin 11:40-12:40 Matarhlé 12:40-14:00 Kröfur eða kjaftæði - Elísabet Gunnarsdóttir Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Elísabet Gunnarsdóttir, margfaldur meistaraþjálfari hér heima á Íslandi og þjálfari í sænsku úrvalsdeildinni í sjö ár, mun halda athyglisverðan fyrirlestur á námskeiði KSÍ um líkamlega þjálfun kvenkyns leikmanna. KSÍ heldur þetta námskeið 8. til 9. janúar næstkomandi og kynnir það á heimasíðu sinni. Námskeiðið gefur fimm endurmenntunarstig á UEFA A og UEFA B þjálfaragráðum ef mætt er báða dagana, en fjögur ef einungis er mætt á laugardeginum. Námskeiðið verður haldið í Kórnum föstudaginn 8. janúar frá 20:00-21:00 og í húsakynnum KSÍ laugardaginn 9. janúar frá 10:00-14:00. Undanfarin tvö til þrjú ár hefur það verið áberandi í flestum landsleikjum U17 og U19 kvenna að andstæðingar Íslands hafa verið í betra ásigkomulagi líkamlega en íslensku liðin. Síðastliðið ár hafa verið gerðar margskonar líkamlegar mælingar á leikmönnum allra kvennalandsliðanna og niðurstöður benda til þess að þörf sé á átaki í líkamlegri þjálfun leikmanna í 11 manna bolta kvenna á Íslandi. Fyrirlesarar munu meðal annars leggja fram gögn þessu til stuðning og koma með tillögur að lausnum. Fyrirlestur Elísabetar Gunnarsdóttur heitir Kröfur eða kjaftæði og fer fram milli tvö og fjögur á laugardeginum. Elísabet gerði Valskonur fjórum sinnum að Íslandsmeisturum áður en hún fór út til Svíþjóðar og tók við úrvalsdeildarliðinu Kristianstads DFF sem hún hefur þjálfað frá árinu 2009. Námskeiðsgestir fá einnig að fylgjast með því á föstudagskvöldinu þegar Kristján Ómar Björnsson framkvæmir mælingar á leikmönnum í sautján ára landsliði kvenna. Námskeiðsgjald er fimm þúsund krónur og innifalin er hádegisverður á laugardeginum. KSÍ kvetur þjálfara í ellefu manna bolta kvenna sérstaklega til að mæta á námskeiðið.Fyrirlesarar á námskeiðinu verða þrír og þeir eru: - Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstads DFF í Svíþjóð, en hún mun fjalla um hvernig líkamlegri þjálfun er háttað hjá Kristianstads DFF og í sænska kvenna fótboltanum. - Kristján Ómar Björnsson en hann framkvæmir líkamleg próf á kvennalandsliðum Íslands. Hann mun leggja fram niðurstöður mælinganna og fara ítarlega í framkvæmd þeirra. Hann mun einnig koma með tillögur að æfingum til að bæta líkamlegt ástand leikmanna. - Dean Martin sem sér um líkamlega þjálfun meistaraflokks kvenna hjá Breiðabliki. Hann mun kynna hvernig hann vinnur með liðið og einstaklinga innan þess.Dagskráin Föstudagur 8. janúar, Kórinn 20:00-21:00 Kristján Ómar framkvæmir mælingar á U17 ára landsliði kvenna Laugardagur 9. janúar, höfuðstöðvar KSÍ á Laugardalsvelli 10:00-11:00 Mælingar kvennalandsliðanna - Kristján Ómar Björnsson 11:10-11:40 Líkamlega þjálfun mfl. kvenna hjá Breiðabliki - Dean Martin 11:40-12:40 Matarhlé 12:40-14:00 Kröfur eða kjaftæði - Elísabet Gunnarsdóttir
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira