Kröfur eða kjaftæði | Elísabet heldur fyrirlestur um þjálfun fótboltakvenna fyrir KSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2015 10:45 Elísabet Gunnarsdóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir með Íslandsmeistarabikarinn 2008. Vísir/Stefán Elísabet Gunnarsdóttir, margfaldur meistaraþjálfari hér heima á Íslandi og þjálfari í sænsku úrvalsdeildinni í sjö ár, mun halda athyglisverðan fyrirlestur á námskeiði KSÍ um líkamlega þjálfun kvenkyns leikmanna. KSÍ heldur þetta námskeið 8. til 9. janúar næstkomandi og kynnir það á heimasíðu sinni. Námskeiðið gefur fimm endurmenntunarstig á UEFA A og UEFA B þjálfaragráðum ef mætt er báða dagana, en fjögur ef einungis er mætt á laugardeginum. Námskeiðið verður haldið í Kórnum föstudaginn 8. janúar frá 20:00-21:00 og í húsakynnum KSÍ laugardaginn 9. janúar frá 10:00-14:00. Undanfarin tvö til þrjú ár hefur það verið áberandi í flestum landsleikjum U17 og U19 kvenna að andstæðingar Íslands hafa verið í betra ásigkomulagi líkamlega en íslensku liðin. Síðastliðið ár hafa verið gerðar margskonar líkamlegar mælingar á leikmönnum allra kvennalandsliðanna og niðurstöður benda til þess að þörf sé á átaki í líkamlegri þjálfun leikmanna í 11 manna bolta kvenna á Íslandi. Fyrirlesarar munu meðal annars leggja fram gögn þessu til stuðning og koma með tillögur að lausnum. Fyrirlestur Elísabetar Gunnarsdóttur heitir Kröfur eða kjaftæði og fer fram milli tvö og fjögur á laugardeginum. Elísabet gerði Valskonur fjórum sinnum að Íslandsmeisturum áður en hún fór út til Svíþjóðar og tók við úrvalsdeildarliðinu Kristianstads DFF sem hún hefur þjálfað frá árinu 2009. Námskeiðsgestir fá einnig að fylgjast með því á föstudagskvöldinu þegar Kristján Ómar Björnsson framkvæmir mælingar á leikmönnum í sautján ára landsliði kvenna. Námskeiðsgjald er fimm þúsund krónur og innifalin er hádegisverður á laugardeginum. KSÍ kvetur þjálfara í ellefu manna bolta kvenna sérstaklega til að mæta á námskeiðið.Fyrirlesarar á námskeiðinu verða þrír og þeir eru: - Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstads DFF í Svíþjóð, en hún mun fjalla um hvernig líkamlegri þjálfun er háttað hjá Kristianstads DFF og í sænska kvenna fótboltanum. - Kristján Ómar Björnsson en hann framkvæmir líkamleg próf á kvennalandsliðum Íslands. Hann mun leggja fram niðurstöður mælinganna og fara ítarlega í framkvæmd þeirra. Hann mun einnig koma með tillögur að æfingum til að bæta líkamlegt ástand leikmanna. - Dean Martin sem sér um líkamlega þjálfun meistaraflokks kvenna hjá Breiðabliki. Hann mun kynna hvernig hann vinnur með liðið og einstaklinga innan þess.Dagskráin Föstudagur 8. janúar, Kórinn 20:00-21:00 Kristján Ómar framkvæmir mælingar á U17 ára landsliði kvenna Laugardagur 9. janúar, höfuðstöðvar KSÍ á Laugardalsvelli 10:00-11:00 Mælingar kvennalandsliðanna - Kristján Ómar Björnsson 11:10-11:40 Líkamlega þjálfun mfl. kvenna hjá Breiðabliki - Dean Martin 11:40-12:40 Matarhlé 12:40-14:00 Kröfur eða kjaftæði - Elísabet Gunnarsdóttir Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjá meira
Elísabet Gunnarsdóttir, margfaldur meistaraþjálfari hér heima á Íslandi og þjálfari í sænsku úrvalsdeildinni í sjö ár, mun halda athyglisverðan fyrirlestur á námskeiði KSÍ um líkamlega þjálfun kvenkyns leikmanna. KSÍ heldur þetta námskeið 8. til 9. janúar næstkomandi og kynnir það á heimasíðu sinni. Námskeiðið gefur fimm endurmenntunarstig á UEFA A og UEFA B þjálfaragráðum ef mætt er báða dagana, en fjögur ef einungis er mætt á laugardeginum. Námskeiðið verður haldið í Kórnum föstudaginn 8. janúar frá 20:00-21:00 og í húsakynnum KSÍ laugardaginn 9. janúar frá 10:00-14:00. Undanfarin tvö til þrjú ár hefur það verið áberandi í flestum landsleikjum U17 og U19 kvenna að andstæðingar Íslands hafa verið í betra ásigkomulagi líkamlega en íslensku liðin. Síðastliðið ár hafa verið gerðar margskonar líkamlegar mælingar á leikmönnum allra kvennalandsliðanna og niðurstöður benda til þess að þörf sé á átaki í líkamlegri þjálfun leikmanna í 11 manna bolta kvenna á Íslandi. Fyrirlesarar munu meðal annars leggja fram gögn þessu til stuðning og koma með tillögur að lausnum. Fyrirlestur Elísabetar Gunnarsdóttur heitir Kröfur eða kjaftæði og fer fram milli tvö og fjögur á laugardeginum. Elísabet gerði Valskonur fjórum sinnum að Íslandsmeisturum áður en hún fór út til Svíþjóðar og tók við úrvalsdeildarliðinu Kristianstads DFF sem hún hefur þjálfað frá árinu 2009. Námskeiðsgestir fá einnig að fylgjast með því á föstudagskvöldinu þegar Kristján Ómar Björnsson framkvæmir mælingar á leikmönnum í sautján ára landsliði kvenna. Námskeiðsgjald er fimm þúsund krónur og innifalin er hádegisverður á laugardeginum. KSÍ kvetur þjálfara í ellefu manna bolta kvenna sérstaklega til að mæta á námskeiðið.Fyrirlesarar á námskeiðinu verða þrír og þeir eru: - Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstads DFF í Svíþjóð, en hún mun fjalla um hvernig líkamlegri þjálfun er háttað hjá Kristianstads DFF og í sænska kvenna fótboltanum. - Kristján Ómar Björnsson en hann framkvæmir líkamleg próf á kvennalandsliðum Íslands. Hann mun leggja fram niðurstöður mælinganna og fara ítarlega í framkvæmd þeirra. Hann mun einnig koma með tillögur að æfingum til að bæta líkamlegt ástand leikmanna. - Dean Martin sem sér um líkamlega þjálfun meistaraflokks kvenna hjá Breiðabliki. Hann mun kynna hvernig hann vinnur með liðið og einstaklinga innan þess.Dagskráin Föstudagur 8. janúar, Kórinn 20:00-21:00 Kristján Ómar framkvæmir mælingar á U17 ára landsliði kvenna Laugardagur 9. janúar, höfuðstöðvar KSÍ á Laugardalsvelli 10:00-11:00 Mælingar kvennalandsliðanna - Kristján Ómar Björnsson 11:10-11:40 Líkamlega þjálfun mfl. kvenna hjá Breiðabliki - Dean Martin 11:40-12:40 Matarhlé 12:40-14:00 Kröfur eða kjaftæði - Elísabet Gunnarsdóttir
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjá meira