Sjóhús svo gott sem farið: „Aldrei kynnst öðru eins“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. desember 2015 11:41 Björgunarsveitarmenn verða á vaktinni á Eskifirði í dag. Myndir frá Esjari Má Björgunarsveitarmenn hjá Brimrúnu á Eskifirði voru að fá sér að borða og drekka þegar fréttastofa heyrði í þeim um hálftólfleytið í dag. Formaðurinn Bergmann Þór Kristjánsson segir veður tekið að lægja en hann hafi aldrei upplifað svo vont veður. Hann hefur búið á Eskifirði undanfarin tólf ár. „Við erum farnir að sjá fyrir endann á verkefnum í bili,“ segir Bergmann sem gaf sér tíma til að ræða við fréttastofu. Menn yrðu áfram á vaktinni í dag og farnar reglulegar ferðir en skemmdir væru af ýmsum toga í bænum. Þakplötur hefðu fokið af einu húsi og veggplötur af nokkrum til viðbótar. Þá væru tvö sjóhús, sem Vísir fjallaði um í morgun, afar illa farin en annað þeirra má sjá á myndbandi sem Hákon Selja birti á Facebook-síðu sinni í dag.Áttu myndir eða myndbönd frá óveðrinu á Austfjörðum. Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is.EskifjörðurPosted by Hákon U. Seljan Jóhannsson on Wednesday, December 30, 2015Bergmann segir ástandið á hinu húsinu öllu skárra en þó alls ekki gott. Aðeins utar sé svo gamalt bryggjuhús þar sem sjórinn gagni í gegn. Lítið sé við þessu að gera. Bergmann segir veginn út úr bænum í átt að þjóðvegi 92 vera farinn í sundur og þar sem grannt fylgst með gangi mála. Mesta mildi þykir að enginn hafi slasast. Einn liðsmaður sveitarinnar hafi fengið byltu og brot á sig en sloppið með skrekkinn. „Þetta fór eins vel mannalega séð og hægt er,“ segir Bergmann. Veðrið sem varað var við hafi staðið undir nafni. „Ég hef aldrei upplifað annað eins.“Esjar Már tók myndirnar að neðan á Eskifirði í morgun.20 stiga hiti og sól..djók bara sma vindurPosted by Esjar Már on Wednesday, December 30, 2015 Veður Tengdar fréttir Vitlaust veður á Austurlandi: Þök farin að fjúka og smábátahöfnin að liðast í sundur Ástandið verst á Eskifirði. 30. desember 2015 07:24 Fulltrúar Viðlagatryggingar meta aðstæður á Austurlandi Matsstörf vegna tjóna á verðmætum sem vátryggð eru hjá Viðlagatryggingu Íslands munu að líkindum hefjast ekki síðar en í annarri viku janúarmánaðar. 30. desember 2015 11:24 „Spurning hvernig við komum í veg fyrir að sjóhúsin splundrist yfir allan bæinn“ Vitlaust veður er á Eskifirði og standa björgunarsveitarmenn í ströngu við að koma í veg fyrir frekari skemmdir. 30. desember 2015 08:39 Lægðin að ná hámarki Lægðin sem gengur nú yfir landið er að ná hámarki og er búist við að veðrið verði verst austast á landinu á milli klukkan átta og tíu. 30. desember 2015 07:28 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Sjá meira
Björgunarsveitarmenn hjá Brimrúnu á Eskifirði voru að fá sér að borða og drekka þegar fréttastofa heyrði í þeim um hálftólfleytið í dag. Formaðurinn Bergmann Þór Kristjánsson segir veður tekið að lægja en hann hafi aldrei upplifað svo vont veður. Hann hefur búið á Eskifirði undanfarin tólf ár. „Við erum farnir að sjá fyrir endann á verkefnum í bili,“ segir Bergmann sem gaf sér tíma til að ræða við fréttastofu. Menn yrðu áfram á vaktinni í dag og farnar reglulegar ferðir en skemmdir væru af ýmsum toga í bænum. Þakplötur hefðu fokið af einu húsi og veggplötur af nokkrum til viðbótar. Þá væru tvö sjóhús, sem Vísir fjallaði um í morgun, afar illa farin en annað þeirra má sjá á myndbandi sem Hákon Selja birti á Facebook-síðu sinni í dag.Áttu myndir eða myndbönd frá óveðrinu á Austfjörðum. Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is.EskifjörðurPosted by Hákon U. Seljan Jóhannsson on Wednesday, December 30, 2015Bergmann segir ástandið á hinu húsinu öllu skárra en þó alls ekki gott. Aðeins utar sé svo gamalt bryggjuhús þar sem sjórinn gagni í gegn. Lítið sé við þessu að gera. Bergmann segir veginn út úr bænum í átt að þjóðvegi 92 vera farinn í sundur og þar sem grannt fylgst með gangi mála. Mesta mildi þykir að enginn hafi slasast. Einn liðsmaður sveitarinnar hafi fengið byltu og brot á sig en sloppið með skrekkinn. „Þetta fór eins vel mannalega séð og hægt er,“ segir Bergmann. Veðrið sem varað var við hafi staðið undir nafni. „Ég hef aldrei upplifað annað eins.“Esjar Már tók myndirnar að neðan á Eskifirði í morgun.20 stiga hiti og sól..djók bara sma vindurPosted by Esjar Már on Wednesday, December 30, 2015
Veður Tengdar fréttir Vitlaust veður á Austurlandi: Þök farin að fjúka og smábátahöfnin að liðast í sundur Ástandið verst á Eskifirði. 30. desember 2015 07:24 Fulltrúar Viðlagatryggingar meta aðstæður á Austurlandi Matsstörf vegna tjóna á verðmætum sem vátryggð eru hjá Viðlagatryggingu Íslands munu að líkindum hefjast ekki síðar en í annarri viku janúarmánaðar. 30. desember 2015 11:24 „Spurning hvernig við komum í veg fyrir að sjóhúsin splundrist yfir allan bæinn“ Vitlaust veður er á Eskifirði og standa björgunarsveitarmenn í ströngu við að koma í veg fyrir frekari skemmdir. 30. desember 2015 08:39 Lægðin að ná hámarki Lægðin sem gengur nú yfir landið er að ná hámarki og er búist við að veðrið verði verst austast á landinu á milli klukkan átta og tíu. 30. desember 2015 07:28 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Sjá meira
Vitlaust veður á Austurlandi: Þök farin að fjúka og smábátahöfnin að liðast í sundur Ástandið verst á Eskifirði. 30. desember 2015 07:24
Fulltrúar Viðlagatryggingar meta aðstæður á Austurlandi Matsstörf vegna tjóna á verðmætum sem vátryggð eru hjá Viðlagatryggingu Íslands munu að líkindum hefjast ekki síðar en í annarri viku janúarmánaðar. 30. desember 2015 11:24
„Spurning hvernig við komum í veg fyrir að sjóhúsin splundrist yfir allan bæinn“ Vitlaust veður er á Eskifirði og standa björgunarsveitarmenn í ströngu við að koma í veg fyrir frekari skemmdir. 30. desember 2015 08:39
Lægðin að ná hámarki Lægðin sem gengur nú yfir landið er að ná hámarki og er búist við að veðrið verði verst austast á landinu á milli klukkan átta og tíu. 30. desember 2015 07:28