21 gramm Ívar Halldórsson skrifar 31. desember 2015 15:50 Það gleður mig að lesa um vaxandi kirkjusókn nú yfir hátíðirnar. Það eru merki um að fólk skammist sín minna og minna fyrir sínar sannfæringar, trú og hefðir. Það eru merki um að fólk þori að synda á móti „tískustraumum“. Bubbi sagði á Þorláksmessutónleikum sínum um daginn að það sé ekki í tísku að trúa í dag. Hvernig getur viðurkenning á tilvist einhvers verið tískufyrirbrigði? Þetta er eins og að segja að það sé ekki í tísku að trúa á tilvist forsetans. Ef Guð er raunverulegur, breyta hvorki tískustraumar né hverfull smekkur fólks þeirri staðreynd. Vísindin ein megna ekki að svara öllum spurningum okkar. Þau geta t.d. ekki útskýrt hvernig efni þau, sem mótuðu okkur, komust til meðvitundar og sjálfsvitundar. Vísindin geta ekki útskýrt hvaða efnahvörf ættu að hafa myndað t.d. samvisku, gleði og ást, sem einkenna okkar mannlega eðli. Ef tilfinningar okkar og hugsun væru eingöngu afleiðingar tilviljunarkenndra efnahvarfa, væri í raun erfitt og jafnvel ósanngjarnt að halda fólki ábyrgu fyrir eigin gjörðum. Hinn virti Dr. Duncan MacDougall komst með sínum rannsóknum að því að þegar persóna deyr léttist hún um u.þ.b. 21 grömm og rekur hann þennan þyngdarmun til sálarinnar þegar hún yfirgefur líkamann. Mjög athyglisvert ef rétt er. Vísindin hafa nefnilega ekki getað sýnt okkur, útskýrt né rannsakað sálina sjálfa - aðeins áhrif hennar og afleiðingar. Þau hafa heldur ekki komist að því hvert sálin fer þegar við deyjum. Þótt mannslíkaminn samanstandi af frumefnum er okkar ósýnilega sál/persóna varla úr geimryki gerð - því þá gætum við væntanlega séð hana og þreifað á henni. Það er því í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að trúa á það sem ósýnilegt er. Við virðumst hvort sem er gera það nú þegar. Er við horfum á stórkostlegan alheim sem fullur er af alls kyns undrum, sjáum við um leið ummerki um stórkostlegan arkitekt; arkitekt sem við getum þó ekki séð með berum augum frekar en okkar eigin sál. Vísindamenn hafa reyndar viðurkennt, að líkurnar á því að alheimurinn og lífið sem í honum býr sé tilviljun ein, séu svo gífurlega litlar, að frá sjónarhorni stærðfræðinnar eru þær hreinlega ómarktækar. Það er því í raun ekkert heimskulegra að trúa á tilvist Guðs, en að trúa á tilvist eigin sálar/persónu sem ekki er hægt að sjá með berum augum. En til að finna almáttugan Guð þurfum við að fara út fyrir kassann - leita út fyrir ramma vísindanna. Hvert skyldu grömmin okkar fara þegar við gefum upp öndina? Kannski eru þeir sem sækja kirkjur í dag á réttri leið með að finna svarið við þessari stóru spurningu. Gleðilegt kirkjuár! Ívar Halldórsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það gleður mig að lesa um vaxandi kirkjusókn nú yfir hátíðirnar. Það eru merki um að fólk skammist sín minna og minna fyrir sínar sannfæringar, trú og hefðir. Það eru merki um að fólk þori að synda á móti „tískustraumum“. Bubbi sagði á Þorláksmessutónleikum sínum um daginn að það sé ekki í tísku að trúa í dag. Hvernig getur viðurkenning á tilvist einhvers verið tískufyrirbrigði? Þetta er eins og að segja að það sé ekki í tísku að trúa á tilvist forsetans. Ef Guð er raunverulegur, breyta hvorki tískustraumar né hverfull smekkur fólks þeirri staðreynd. Vísindin ein megna ekki að svara öllum spurningum okkar. Þau geta t.d. ekki útskýrt hvernig efni þau, sem mótuðu okkur, komust til meðvitundar og sjálfsvitundar. Vísindin geta ekki útskýrt hvaða efnahvörf ættu að hafa myndað t.d. samvisku, gleði og ást, sem einkenna okkar mannlega eðli. Ef tilfinningar okkar og hugsun væru eingöngu afleiðingar tilviljunarkenndra efnahvarfa, væri í raun erfitt og jafnvel ósanngjarnt að halda fólki ábyrgu fyrir eigin gjörðum. Hinn virti Dr. Duncan MacDougall komst með sínum rannsóknum að því að þegar persóna deyr léttist hún um u.þ.b. 21 grömm og rekur hann þennan þyngdarmun til sálarinnar þegar hún yfirgefur líkamann. Mjög athyglisvert ef rétt er. Vísindin hafa nefnilega ekki getað sýnt okkur, útskýrt né rannsakað sálina sjálfa - aðeins áhrif hennar og afleiðingar. Þau hafa heldur ekki komist að því hvert sálin fer þegar við deyjum. Þótt mannslíkaminn samanstandi af frumefnum er okkar ósýnilega sál/persóna varla úr geimryki gerð - því þá gætum við væntanlega séð hana og þreifað á henni. Það er því í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að trúa á það sem ósýnilegt er. Við virðumst hvort sem er gera það nú þegar. Er við horfum á stórkostlegan alheim sem fullur er af alls kyns undrum, sjáum við um leið ummerki um stórkostlegan arkitekt; arkitekt sem við getum þó ekki séð með berum augum frekar en okkar eigin sál. Vísindamenn hafa reyndar viðurkennt, að líkurnar á því að alheimurinn og lífið sem í honum býr sé tilviljun ein, séu svo gífurlega litlar, að frá sjónarhorni stærðfræðinnar eru þær hreinlega ómarktækar. Það er því í raun ekkert heimskulegra að trúa á tilvist Guðs, en að trúa á tilvist eigin sálar/persónu sem ekki er hægt að sjá með berum augum. En til að finna almáttugan Guð þurfum við að fara út fyrir kassann - leita út fyrir ramma vísindanna. Hvert skyldu grömmin okkar fara þegar við gefum upp öndina? Kannski eru þeir sem sækja kirkjur í dag á réttri leið með að finna svarið við þessari stóru spurningu. Gleðilegt kirkjuár! Ívar Halldórsson
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun