Fráfarandi forstjóri Volkswagen á launum út næsta ár Finnur Thorlacius skrifar 21. desember 2015 11:13 Martin Winterkorn. Martin Winterkorn sem steig úr stóri forstjóra Volkswagen í kjölfar dísilvélasvindlsins verður á fullum launum út næsta ár þrátt fyrir að hafa hætt störfum fyrr á árinu. Það er skýring á þessu hjá Volkswagen, því ef fyrirtækið hefði rekið forstjórann og hann ekki hætt sjálfviljugur hefði Volkswagen þurft að punga út mun hærri fjárhæðum en sem nemur launum hans út næsta ár. Hann fær að auki lífeyrisgreiðslur uppá 4 milljarða króna. Laun hans á síðasta ári námu alls 2.250 milljónum króna og var hann með því hæst launaði forstjóri Þýskalands. Forsvarsmenn Volkswagen eru mjög ánægðir með það að Winterkorn hafi kosið að fara þessa leið og sparað með því fyrirtækinu umtalsverðar fjárhæðir og með því er brotthvarf hans átakaminna og reisn hans meiri fyrir vikið. Martin Winterkorn er orðinn 68 ára gamall og hann þarf líklega ekki að kvíða ellinni, að minnsta kosti ekki fjárhagslega. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent
Martin Winterkorn sem steig úr stóri forstjóra Volkswagen í kjölfar dísilvélasvindlsins verður á fullum launum út næsta ár þrátt fyrir að hafa hætt störfum fyrr á árinu. Það er skýring á þessu hjá Volkswagen, því ef fyrirtækið hefði rekið forstjórann og hann ekki hætt sjálfviljugur hefði Volkswagen þurft að punga út mun hærri fjárhæðum en sem nemur launum hans út næsta ár. Hann fær að auki lífeyrisgreiðslur uppá 4 milljarða króna. Laun hans á síðasta ári námu alls 2.250 milljónum króna og var hann með því hæst launaði forstjóri Þýskalands. Forsvarsmenn Volkswagen eru mjög ánægðir með það að Winterkorn hafi kosið að fara þessa leið og sparað með því fyrirtækinu umtalsverðar fjárhæðir og með því er brotthvarf hans átakaminna og reisn hans meiri fyrir vikið. Martin Winterkorn er orðinn 68 ára gamall og hann þarf líklega ekki að kvíða ellinni, að minnsta kosti ekki fjárhagslega.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent