Við erum „bestust“ Margrét Jónsdóttir skrifar 22. desember 2015 07:00 Ekki man ég hversu oft ég hef legið á bæn til Guðs, í gegnum tíðina og beðið hann um betra veður. Bara svona örlítið hlýrra og notalegra. Og nú þegar hann virðist vera í þann veginn að bænheyra mig, tryllist öll heimsbyggðin. Mér dettur þetta í hug, nú að lokinni loftslagsráðstefnu í París. En eftir fréttum að dæma virðast fulltrúar okkar helst hafa notað tækifærið til að hæla framgöngu okkar í uppgræðslu lands. Við værum til og með svo frábær að vera með landgræðsluskóla til að kenna óvitunum í útlöndum að græða upp sínar heimaeyðimerkur, enda með 100 ára reynslu að baki í þessum efnum. Hvergi hef ég séð á prenti eftir þessa ráðstefnu að fulltrúar okkar hafi bent á, að við landnám hafi landið hér verið vafið gróðri frá fjöru til fjalls, né um stærð núverandi gróðurhulu. (25% af landinu.) Hvergi hef ég heldur séð á prenti, eftir þessa ráðstefnu, að fulltrúarnir hafi minnst á ástæðu þess að við erum hér með stærstu manngerðu eyðimörk í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Að við bærum mikla ábyrgð á þessari svokölluðu hlýnun jarðar með hjarðbúskap í yfir 1100 ár svo og samgöngutækjum og verksmiðjum í heila öld. Nei, ekki orð, við segjum bara frá því sem kemur okkur vel en sleppum hinu. Við erum alltaf mest og best og nú höfum við líka slegið heimsmet í landgræðslu! Fyrirbærið Landgræðsla ríkisins á vissulega heiður skilinn fyrir að hafa náð því að græða upp rúmlega 1% af eyðimörkinni á rúmlega 100 árum. ( Munið að landið er 75% eyðimörk.) Það er ekki við hana að sakast að ekki hefur tekist að græða upp stærra land. Það eru allar ríkisstjórnir landsins sem bera ábyrgð á því að ekki er meira gert.Viðurkenna ekki ástæðurnar Ríkisstjórnirnar vilja fyrir það fyrsta hvorki viðurkenna ástæður gróður- og jarðvegseyðingar né vilja til að takast á við vandann og hafa auk þess svo rosalega mikið að gera við peningana í önnur verkefni, að Landgræðslan og reyndar skógræktin líka, mæta alltaf afgangi. Nú er t.d. enn á ný verið að gera búvörusamninga við bændur sem árlega kosta okkur marga milljarða. Og talandi um bændur, minnir mig á skurðina sem þeir hafa látið grafa, svo langa og marga að samanlögð lengd þeirra mundi ná utan um allan hnöttinn. Reyndar kom það fram á loftslagsráðstefnunni í París hversu hættulegt það er loftslaginu að hleypa út svona miklum koltvísýringi með skurðgreftrinum. Ég veit til þess að í sumum löndum er bannað að skilja eftir opna skurði við framræslu lands, þar þarf að setja dren í þá og loka þeim svo aftur. Í Svíþjóð eru yfir 100 ár síðan þessari reglu var komið á. Megi svo nýtt ár færa okkur hagstætt veður til landgræðslu og skógræktar og einnig færa okkur marga dásamlega daga til útivistar, í hlýju og góðu veðri, án þess að það komi niður á himni og jörð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Ekki man ég hversu oft ég hef legið á bæn til Guðs, í gegnum tíðina og beðið hann um betra veður. Bara svona örlítið hlýrra og notalegra. Og nú þegar hann virðist vera í þann veginn að bænheyra mig, tryllist öll heimsbyggðin. Mér dettur þetta í hug, nú að lokinni loftslagsráðstefnu í París. En eftir fréttum að dæma virðast fulltrúar okkar helst hafa notað tækifærið til að hæla framgöngu okkar í uppgræðslu lands. Við værum til og með svo frábær að vera með landgræðsluskóla til að kenna óvitunum í útlöndum að græða upp sínar heimaeyðimerkur, enda með 100 ára reynslu að baki í þessum efnum. Hvergi hef ég séð á prenti eftir þessa ráðstefnu að fulltrúar okkar hafi bent á, að við landnám hafi landið hér verið vafið gróðri frá fjöru til fjalls, né um stærð núverandi gróðurhulu. (25% af landinu.) Hvergi hef ég heldur séð á prenti, eftir þessa ráðstefnu, að fulltrúarnir hafi minnst á ástæðu þess að við erum hér með stærstu manngerðu eyðimörk í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Að við bærum mikla ábyrgð á þessari svokölluðu hlýnun jarðar með hjarðbúskap í yfir 1100 ár svo og samgöngutækjum og verksmiðjum í heila öld. Nei, ekki orð, við segjum bara frá því sem kemur okkur vel en sleppum hinu. Við erum alltaf mest og best og nú höfum við líka slegið heimsmet í landgræðslu! Fyrirbærið Landgræðsla ríkisins á vissulega heiður skilinn fyrir að hafa náð því að græða upp rúmlega 1% af eyðimörkinni á rúmlega 100 árum. ( Munið að landið er 75% eyðimörk.) Það er ekki við hana að sakast að ekki hefur tekist að græða upp stærra land. Það eru allar ríkisstjórnir landsins sem bera ábyrgð á því að ekki er meira gert.Viðurkenna ekki ástæðurnar Ríkisstjórnirnar vilja fyrir það fyrsta hvorki viðurkenna ástæður gróður- og jarðvegseyðingar né vilja til að takast á við vandann og hafa auk þess svo rosalega mikið að gera við peningana í önnur verkefni, að Landgræðslan og reyndar skógræktin líka, mæta alltaf afgangi. Nú er t.d. enn á ný verið að gera búvörusamninga við bændur sem árlega kosta okkur marga milljarða. Og talandi um bændur, minnir mig á skurðina sem þeir hafa látið grafa, svo langa og marga að samanlögð lengd þeirra mundi ná utan um allan hnöttinn. Reyndar kom það fram á loftslagsráðstefnunni í París hversu hættulegt það er loftslaginu að hleypa út svona miklum koltvísýringi með skurðgreftrinum. Ég veit til þess að í sumum löndum er bannað að skilja eftir opna skurði við framræslu lands, þar þarf að setja dren í þá og loka þeim svo aftur. Í Svíþjóð eru yfir 100 ár síðan þessari reglu var komið á. Megi svo nýtt ár færa okkur hagstætt veður til landgræðslu og skógræktar og einnig færa okkur marga dásamlega daga til útivistar, í hlýju og góðu veðri, án þess að það komi niður á himni og jörð.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun