Stærsta kosningaloforðið óuppfyllt! Björgvin Guðmundsson skrifar 22. desember 2015 07:00 Það er algengt, að stjórnmálamenn gefi mikil loforð í kosningum en standi síðan ekki við þau. En það er hins vegar sjaldgæft, að ráðamenn, sem rofið hafa kosningaloforðin, tali eins og þeir hafi efnt þau! En það hefur gerst hjá ráðamönnum núverandi stjórnarflokka.Ætluðu að leiðrétta kjaragliðnun Stjórnarflokkarnir lofuðu því í alþingiskosningunum 2013 að afturkalla alla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá 2009. Jafnframt lofuðu þeir að leiðrétta alla kjaragliðnun tímabilsins 2009-2013 (krepputímans). Mesta kjaraskerðingin fólst i kjaragliðnuninni. Á umræddu tímabili var lífeyrir frystur langtímum saman þó laun hækkuðu. Það kallast kjaragliðnun. Hún var mikil þá. Og nú hefur orðið ný kjaragliðnun á tímabilinu 2013-2015. Mest hefur kjaragliðnunin orðið á yfirstandandi ári. Ekkert hefur verið gert í því að leiðrétta kjaragliðnun krepputímans. Og ekkert hefur heldur verið gert í því að leiðrétta kjaragliðnun tímabilsins 2013-2015. Hækka þarf lífeyri um 15% til þess að leiðrétta hana.Aðeins lítið afturkallað ennþá Kjaraskerðingin 2009 hefur verið afturkölluð að hluta. Þar var um 6 atriði að ræða og sumarið 2013 afturkallaði núverandi stjórn tvö þeirra. Hún afturkallaði skerðingu á frítekjumarki vegna atvinnutekna aldraðra og færði til fyrra horfs. Það gagnaðist þeim, sem voru á vinnumarkaðnum. Og hún afturkallaði það, að greiðslur úr lífeyrissjóði væru taldar með tekjum við útreikning grunnlífeyris. Sú ráðstöfun hafði skert grunnlífeyri hjá þeim, sem höfðu háar greiðslur úr lífeyrissjóði. Þriðja atriðið, sem hefur hlotið leiðréttingu, féll úr gildi af sjálfu sér, þar eð það var tímabundið. Það var skerðing tekjutryggingar, sem féll úr gildi í árslok 2013. Meðal skerðinga frá 2009, sem eftir er að leiðrétta, er eftirfarandi: Skerðing á frítekjumarki vegna fjármagnstekna. Og skerðing á aldurstengdri örorkuuppbót en hún var skert með tekjutengingu. Oddvitar stjórnarflokkanna segja alltaf: Við erum búnir að afturkalla kjaraskerðinguna frá 2009! En það er ekki rétt.Hækka þarf lífeyri um 20-25% vegna loforðs Kjaragliðnunin á krepputímanum er langmesta kjaraskerðingin sem fyrr segir. Hún er óleiðrétt. Það þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um 20-25 % til þess að leiðrétta hana. Talnakönnun Benedikts Jóhannessonar kannaði fyrir Öryrkjabandalag Íslands hvað kjaragliðnunin væri mikil. Niðurstaðan var þessi: Heildartekjur öryrkja (fjármagnstekjur innifaldar) hækkuðu um 4,7% á tímabilinu 2009-2013 en á sama tímabili hækkaði launavísitalan um 23,5%. Kjaragliðnun var 18,8%. Kjaranefnd Félags eldri borgara í Rvk fær út 23% kjaragliðnun hjá öldruðum á sama tímabili. Borin var saman breyting á lágmarkslaunum og hækkun lágmarkslífeyris einhleypra eldri borgara frá TR, sem einungis höfðu tekjur frá almannatryggingum á tímabilinu 2009-2013.Óvirðing við kjósendur! Stjórnarflokkarnir minnast aldrei á kjaragliðnunina. Það er þó skjalfest, að þeir lofuðu að leiðrétta hana ásamt annarri kjaraskerðingu krepputímans. Talsmenn stjórnarflokkanna tala eins og búið sé að leiðrétta alla umrædda kjaraskerðingu en það er langur vegur þar frá. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lofaði því einnig fyrir þingkosningarnar 2013 að afnema allar tekjutengingar almannatrygginga. Hann hefur ekki staðið við það. Það er óvirðing við kjósendur að svíkja kosningaloforð. En það er jafnvel enn alvarlegra að rjúfa kosningafyrirheitin og segja síðan við kjósendur að búið sé að efna kosningaloforðin! Hvað kallast slík framkoma? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Það er algengt, að stjórnmálamenn gefi mikil loforð í kosningum en standi síðan ekki við þau. En það er hins vegar sjaldgæft, að ráðamenn, sem rofið hafa kosningaloforðin, tali eins og þeir hafi efnt þau! En það hefur gerst hjá ráðamönnum núverandi stjórnarflokka.Ætluðu að leiðrétta kjaragliðnun Stjórnarflokkarnir lofuðu því í alþingiskosningunum 2013 að afturkalla alla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá 2009. Jafnframt lofuðu þeir að leiðrétta alla kjaragliðnun tímabilsins 2009-2013 (krepputímans). Mesta kjaraskerðingin fólst i kjaragliðnuninni. Á umræddu tímabili var lífeyrir frystur langtímum saman þó laun hækkuðu. Það kallast kjaragliðnun. Hún var mikil þá. Og nú hefur orðið ný kjaragliðnun á tímabilinu 2013-2015. Mest hefur kjaragliðnunin orðið á yfirstandandi ári. Ekkert hefur verið gert í því að leiðrétta kjaragliðnun krepputímans. Og ekkert hefur heldur verið gert í því að leiðrétta kjaragliðnun tímabilsins 2013-2015. Hækka þarf lífeyri um 15% til þess að leiðrétta hana.Aðeins lítið afturkallað ennþá Kjaraskerðingin 2009 hefur verið afturkölluð að hluta. Þar var um 6 atriði að ræða og sumarið 2013 afturkallaði núverandi stjórn tvö þeirra. Hún afturkallaði skerðingu á frítekjumarki vegna atvinnutekna aldraðra og færði til fyrra horfs. Það gagnaðist þeim, sem voru á vinnumarkaðnum. Og hún afturkallaði það, að greiðslur úr lífeyrissjóði væru taldar með tekjum við útreikning grunnlífeyris. Sú ráðstöfun hafði skert grunnlífeyri hjá þeim, sem höfðu háar greiðslur úr lífeyrissjóði. Þriðja atriðið, sem hefur hlotið leiðréttingu, féll úr gildi af sjálfu sér, þar eð það var tímabundið. Það var skerðing tekjutryggingar, sem féll úr gildi í árslok 2013. Meðal skerðinga frá 2009, sem eftir er að leiðrétta, er eftirfarandi: Skerðing á frítekjumarki vegna fjármagnstekna. Og skerðing á aldurstengdri örorkuuppbót en hún var skert með tekjutengingu. Oddvitar stjórnarflokkanna segja alltaf: Við erum búnir að afturkalla kjaraskerðinguna frá 2009! En það er ekki rétt.Hækka þarf lífeyri um 20-25% vegna loforðs Kjaragliðnunin á krepputímanum er langmesta kjaraskerðingin sem fyrr segir. Hún er óleiðrétt. Það þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um 20-25 % til þess að leiðrétta hana. Talnakönnun Benedikts Jóhannessonar kannaði fyrir Öryrkjabandalag Íslands hvað kjaragliðnunin væri mikil. Niðurstaðan var þessi: Heildartekjur öryrkja (fjármagnstekjur innifaldar) hækkuðu um 4,7% á tímabilinu 2009-2013 en á sama tímabili hækkaði launavísitalan um 23,5%. Kjaragliðnun var 18,8%. Kjaranefnd Félags eldri borgara í Rvk fær út 23% kjaragliðnun hjá öldruðum á sama tímabili. Borin var saman breyting á lágmarkslaunum og hækkun lágmarkslífeyris einhleypra eldri borgara frá TR, sem einungis höfðu tekjur frá almannatryggingum á tímabilinu 2009-2013.Óvirðing við kjósendur! Stjórnarflokkarnir minnast aldrei á kjaragliðnunina. Það er þó skjalfest, að þeir lofuðu að leiðrétta hana ásamt annarri kjaraskerðingu krepputímans. Talsmenn stjórnarflokkanna tala eins og búið sé að leiðrétta alla umrædda kjaraskerðingu en það er langur vegur þar frá. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lofaði því einnig fyrir þingkosningarnar 2013 að afnema allar tekjutengingar almannatrygginga. Hann hefur ekki staðið við það. Það er óvirðing við kjósendur að svíkja kosningaloforð. En það er jafnvel enn alvarlegra að rjúfa kosningafyrirheitin og segja síðan við kjósendur að búið sé að efna kosningaloforðin! Hvað kallast slík framkoma?
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun