Útlendingastofnun segist hafa farið í einu og öllu að lögum Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2015 17:25 Brottflutningur fjölskyldnanna vakti mikla reiði í samfélaginu á sínum tíma. Útlendingastofnun áréttar að farið hafi verið í einu og öllu að lögum við meðferð hælisumsókna tveggja albanskra fjölskyldna sem áberandi hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á heimasíðu stofnunarinnar sem birt er eftir beiðni barst frá umboðsmanni Alþingis um upplýsingar. Þar kemur fram að hingað til hafi stofnunin tjáð sig um málin að því marki sem henni er það heimilt vegna friðhelgi einkalífs skjólstæðinga hennar og trúnaðarskyldu við þá. „Stofnunin hefur farið þess á leit við talsmann fjölskyldnanna að henni verði heimilað að tjá sig efnislega um málið og birta opinberlega gögn sem máli skipta. Er það gert í þeim tilgangi að varpa ljósi á atvik og aðstæður málsins og meðferð þess fyrir íslenskum stjórnvöldum. Útlendingastofnun tekur ekki afstöðu til ákvörðunar Alþingis að veita fjölskyldunum ríkisborgararétt enda falla störf þingsins alfarið utan verksviðs stofnunarinnar,“ segir í yfirlýsingunni. Stofnunin hyggst svara fyrirspurnum umboðsmanns innan gefinna tímamarka og mun ekki tjá sig um málin við fjölmiðla fyrr en erindunum hefur verið svarað. Albönsku fjölskyldurnar tvær fengu íslenskan ríkisborgararétt eftir að tillaga allsherjarnefndar Alþingis varð að lögum um helgina. Pepaj-fjölskyldan og Phellumb-fjölskyldan voru á meðal þeirra sem nefndin lagði til að fengju íslenskan ríkisborgararétt. Í báðum fjölskyldum eru langveik börn, þeir Kevi, sem er með ólæknandi slímseigjusjúkdóm, og Arjan, sem er með hjartagalla. Flóttamenn Tengdar fréttir Öll gögn Albananna eru komin í hendur Alþingis Pepoj-fjölskyldan er stödd úti í Skode í Albaníu og er afskaplega fegin stuðningi sem hún hefur fengið frá íslensku samfélagi. Til að komast til Íslands aftur hefur hún þurft að afla gagna, svo sem sakavottorða, hjúskaparvottorðs og fæðingarvottorða. 18. desember 2015 06:00 Albönsku fjölskyldurnar tvær með tvöfaldan ríkisborgararétt Fjölskyldurnar fengu ríkisborgararétt á laugardaginn. Albanía býður upp á tvöfalt ríkisfang og því þurfa þær ekki að afsala sér albönskum ríkisborgararétti. Væntanlegar til landsins þann 10. janúar næstkomandi. 21. desember 2015 05:00 Pepaj fjölskyldan grét af gleði þegar hún fékk fréttirnar Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi í liðinni viku fá íslenskan ríkisborgararétt og koma hingað í janúar. Önnur fjölskyldan segist vera gríðarlega þakklát og að fréttirnar séu besta jólagjöf sem Kevi sonur þeirra hefði getað fengið. 19. desember 2015 19:00 Albönsku fjölskyldurnar fá íslenskan ríkisborgararétt Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi í liðinni viku og sóttu í kjölfarið um íslenskan ríkisborgararétt munu verða Íslendingar verði frumvarp allsherjarnefndar Alþingis að lögum fyrir þinglok í dag. 19. desember 2015 15:45 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Sjá meira
Útlendingastofnun áréttar að farið hafi verið í einu og öllu að lögum við meðferð hælisumsókna tveggja albanskra fjölskyldna sem áberandi hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á heimasíðu stofnunarinnar sem birt er eftir beiðni barst frá umboðsmanni Alþingis um upplýsingar. Þar kemur fram að hingað til hafi stofnunin tjáð sig um málin að því marki sem henni er það heimilt vegna friðhelgi einkalífs skjólstæðinga hennar og trúnaðarskyldu við þá. „Stofnunin hefur farið þess á leit við talsmann fjölskyldnanna að henni verði heimilað að tjá sig efnislega um málið og birta opinberlega gögn sem máli skipta. Er það gert í þeim tilgangi að varpa ljósi á atvik og aðstæður málsins og meðferð þess fyrir íslenskum stjórnvöldum. Útlendingastofnun tekur ekki afstöðu til ákvörðunar Alþingis að veita fjölskyldunum ríkisborgararétt enda falla störf þingsins alfarið utan verksviðs stofnunarinnar,“ segir í yfirlýsingunni. Stofnunin hyggst svara fyrirspurnum umboðsmanns innan gefinna tímamarka og mun ekki tjá sig um málin við fjölmiðla fyrr en erindunum hefur verið svarað. Albönsku fjölskyldurnar tvær fengu íslenskan ríkisborgararétt eftir að tillaga allsherjarnefndar Alþingis varð að lögum um helgina. Pepaj-fjölskyldan og Phellumb-fjölskyldan voru á meðal þeirra sem nefndin lagði til að fengju íslenskan ríkisborgararétt. Í báðum fjölskyldum eru langveik börn, þeir Kevi, sem er með ólæknandi slímseigjusjúkdóm, og Arjan, sem er með hjartagalla.
Flóttamenn Tengdar fréttir Öll gögn Albananna eru komin í hendur Alþingis Pepoj-fjölskyldan er stödd úti í Skode í Albaníu og er afskaplega fegin stuðningi sem hún hefur fengið frá íslensku samfélagi. Til að komast til Íslands aftur hefur hún þurft að afla gagna, svo sem sakavottorða, hjúskaparvottorðs og fæðingarvottorða. 18. desember 2015 06:00 Albönsku fjölskyldurnar tvær með tvöfaldan ríkisborgararétt Fjölskyldurnar fengu ríkisborgararétt á laugardaginn. Albanía býður upp á tvöfalt ríkisfang og því þurfa þær ekki að afsala sér albönskum ríkisborgararétti. Væntanlegar til landsins þann 10. janúar næstkomandi. 21. desember 2015 05:00 Pepaj fjölskyldan grét af gleði þegar hún fékk fréttirnar Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi í liðinni viku fá íslenskan ríkisborgararétt og koma hingað í janúar. Önnur fjölskyldan segist vera gríðarlega þakklát og að fréttirnar séu besta jólagjöf sem Kevi sonur þeirra hefði getað fengið. 19. desember 2015 19:00 Albönsku fjölskyldurnar fá íslenskan ríkisborgararétt Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi í liðinni viku og sóttu í kjölfarið um íslenskan ríkisborgararétt munu verða Íslendingar verði frumvarp allsherjarnefndar Alþingis að lögum fyrir þinglok í dag. 19. desember 2015 15:45 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Sjá meira
Öll gögn Albananna eru komin í hendur Alþingis Pepoj-fjölskyldan er stödd úti í Skode í Albaníu og er afskaplega fegin stuðningi sem hún hefur fengið frá íslensku samfélagi. Til að komast til Íslands aftur hefur hún þurft að afla gagna, svo sem sakavottorða, hjúskaparvottorðs og fæðingarvottorða. 18. desember 2015 06:00
Albönsku fjölskyldurnar tvær með tvöfaldan ríkisborgararétt Fjölskyldurnar fengu ríkisborgararétt á laugardaginn. Albanía býður upp á tvöfalt ríkisfang og því þurfa þær ekki að afsala sér albönskum ríkisborgararétti. Væntanlegar til landsins þann 10. janúar næstkomandi. 21. desember 2015 05:00
Pepaj fjölskyldan grét af gleði þegar hún fékk fréttirnar Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi í liðinni viku fá íslenskan ríkisborgararétt og koma hingað í janúar. Önnur fjölskyldan segist vera gríðarlega þakklát og að fréttirnar séu besta jólagjöf sem Kevi sonur þeirra hefði getað fengið. 19. desember 2015 19:00
Albönsku fjölskyldurnar fá íslenskan ríkisborgararétt Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi í liðinni viku og sóttu í kjölfarið um íslenskan ríkisborgararétt munu verða Íslendingar verði frumvarp allsherjarnefndar Alþingis að lögum fyrir þinglok í dag. 19. desember 2015 15:45