Allt jafnt í fyrsta skipti í kjöri íþróttamanns ársins 23. desember 2015 07:00 Jón Arnór Stefánsson var kosinn íþróttamaður ársins 2014. vísir/daníel Íþróttamaður ársins verður útnefndur í 60. sinn frá upphafi á næstsíðasta degi ársins en 26 meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna hafa greitt atkvæði og nú er komið í ljós hvaða íþróttafólk hafnaði í tíu efstu sætunum. Það eru jafn margar konur og karlar meðal tíu efstu annað árið í röð en það hafði aldrei gerst fyrir það kjör. Nú er skipting einnig þannig að jafn margir úr einstaklingsíþróttum og hópíþróttum komast í hóp tíu efstu. Jón Arnór Stefánsson var kosinn Íþróttamaður ársins fyrir ári og hann er aftur meðal tíu efstu í ár. Hann er nú meðal tíu efstu í tíunda sinn og er tíundi íþróttamaðurinn sem nær því. Jón Arnór er líka einn af þremur á listanum sem eru þar þriðja árið í röð en hin eru knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir og handboltamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson. Guðjón Valur Sigurðsson er nú í hópi tíu bestu í áttunda sinn á ferlinum. Gylfi Þór Sigurðsson er aftur á móti á topp tíu listanum fjórða árið í röð og í fimmta skiptið á sex árum. Gylfi er einn af þremur á listanum í ár sem hafa hlotið titilinn áður en hinir eru Guðjón Valur og Jón Arnór. Sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir eru báðar á listanum annað árið í röð sem þýðir að sex af tíu voru á listanum í fyrra. Frjálsíþróttafólkið Aníta Hinriksdóttir og Helgi Sveinsson voru bæði á listanum fyrir tveimur árum og þá bæði í fyrsta skipti. Tveir nýliðar eru á listanum að þessu sinni en knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson og kraftlyftingakonan Fanney Hauksdóttir eru meðal tíu efstu í fyrsta sinn. Fanney er fyrsta kraftlyftingakonan í sögu kjörsins sem kemst í hóp tíu efstu. Kjörinu á Íþróttamanni ársins 2015 verður lýst í hófi í Silfurbergi í Hörpu þann 30. desember en kjörið verður í beinni útsendingu á RÚV. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Samtök íþróttafréttamanna standa saman að hófi Íþróttamanns ársins í tuttugasta sinn.Topp tíu listinn 2015:Eygló Ósk Gústafsdóttir.vísir/anton brinkAníta Hinriksdóttir19 ára frjálsíþróttakona úr ÍR Varð í 20. sæti í 800 m hlaupi á 2:01,01 mínútu sem er næstbesti tími hennar á ferlinum og dugði til að tryggja Anítu þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó.Aron Einar Gunnarsson26 ára knattspyrnumaður hjá Cardiff Fyrirliði og lykilmaður á miðju íslenska landsliðsins sem tryggði sér sæti í lokakeppni stórmóts A-liða landsliða karla í fyrsta sinn, er Ísland komst á EM 2016 í Frakklandi. Eygló Ósk Gústafsdóttir 20 ára sundkona úr Ægi Varð fyrst íslenskra íþróttamanna að ná lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Ríó í mars. Komst í úrslit á HM í 50 m laug og vann tvenn bronsverðlaun á EM í 25 laug í Ísrael, fyrst íslenskra kvenna.Fanney Hauksdóttir23 ára kraftlyftingakona úr Gróttu Evrópumeistari í bekkpressu í -63 kg flokki og þriðja á heimslista í sínum þyngdarflokki. Heimsmeistari og heimsmethafi ungmenna sem og Íslandsmeistari í sama flokki.Gylfi Þór Sigurðsson.vísir/vilhelmGuðjón Valur Sigurðsson36 ára handboltamaður hjá Barcelona Spánar- og Evrópumeistari með Barcelona og lykilmaður í íslenska landsliðinu. Var markahæstur leikmanna Barcelona á síðustu leiktíð og í liði ársins í spænsku deildinni. Gylfi Þór Sigurðsson26 ára knattspyrnumaður hjá Swansea Í lykilhlutverki hjá íslenska landsliðinu og valinn í úrvalslið undankeppni EM. Leikur með Swansea sem náði besta árangri sínum frá upphafi í ensku úrvalsdeildinni í vor.Helgi Sveinsson36 ára frjálsíþróttamaður úr Ármanni Varð þriðji á HM fatlaðra og bætti heimsmetið í sínum flokki, F42, þar sem hann er í efsta sæti á heimslista. Kastaði lengst 57,36 m.Fanney Hauksdóttir.vísir/daníelHrafnhildur Lúthersdóttir24 ára sundkona úr SH Fyrsta íslenska konan til að synda til úrslita á HM í 50 m laug, þar sem hún varð í 7. sæti í 50 m bringusundi og 6. sæti í 100 m bringusundi. Náði Ólympíulágmarki í fjórum greinum.Jón Arnór Stefánsson33 ára körfuboltamaður hjá Valencia Lykilmaður í liði Íslands sem keppti á úrslitakeppni Evrópumótsins í fyrsta sinn. Lék með Malaga á fyrri hluta ársins og svo Valencia, sem er ósigrað á toppnum á Spáni.Sara Björk Gunnarsdóttir25 ára knattspyrnukona hjá Rosengård Svíþjóðarmeistari með Rosengård þar sem hún er fastamaður. Liðið er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en Sara Björk er einnig lykilmaður með íslenska landsliðinu. Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Sjá meira
Íþróttamaður ársins verður útnefndur í 60. sinn frá upphafi á næstsíðasta degi ársins en 26 meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna hafa greitt atkvæði og nú er komið í ljós hvaða íþróttafólk hafnaði í tíu efstu sætunum. Það eru jafn margar konur og karlar meðal tíu efstu annað árið í röð en það hafði aldrei gerst fyrir það kjör. Nú er skipting einnig þannig að jafn margir úr einstaklingsíþróttum og hópíþróttum komast í hóp tíu efstu. Jón Arnór Stefánsson var kosinn Íþróttamaður ársins fyrir ári og hann er aftur meðal tíu efstu í ár. Hann er nú meðal tíu efstu í tíunda sinn og er tíundi íþróttamaðurinn sem nær því. Jón Arnór er líka einn af þremur á listanum sem eru þar þriðja árið í röð en hin eru knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir og handboltamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson. Guðjón Valur Sigurðsson er nú í hópi tíu bestu í áttunda sinn á ferlinum. Gylfi Þór Sigurðsson er aftur á móti á topp tíu listanum fjórða árið í röð og í fimmta skiptið á sex árum. Gylfi er einn af þremur á listanum í ár sem hafa hlotið titilinn áður en hinir eru Guðjón Valur og Jón Arnór. Sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir eru báðar á listanum annað árið í röð sem þýðir að sex af tíu voru á listanum í fyrra. Frjálsíþróttafólkið Aníta Hinriksdóttir og Helgi Sveinsson voru bæði á listanum fyrir tveimur árum og þá bæði í fyrsta skipti. Tveir nýliðar eru á listanum að þessu sinni en knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson og kraftlyftingakonan Fanney Hauksdóttir eru meðal tíu efstu í fyrsta sinn. Fanney er fyrsta kraftlyftingakonan í sögu kjörsins sem kemst í hóp tíu efstu. Kjörinu á Íþróttamanni ársins 2015 verður lýst í hófi í Silfurbergi í Hörpu þann 30. desember en kjörið verður í beinni útsendingu á RÚV. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Samtök íþróttafréttamanna standa saman að hófi Íþróttamanns ársins í tuttugasta sinn.Topp tíu listinn 2015:Eygló Ósk Gústafsdóttir.vísir/anton brinkAníta Hinriksdóttir19 ára frjálsíþróttakona úr ÍR Varð í 20. sæti í 800 m hlaupi á 2:01,01 mínútu sem er næstbesti tími hennar á ferlinum og dugði til að tryggja Anítu þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó.Aron Einar Gunnarsson26 ára knattspyrnumaður hjá Cardiff Fyrirliði og lykilmaður á miðju íslenska landsliðsins sem tryggði sér sæti í lokakeppni stórmóts A-liða landsliða karla í fyrsta sinn, er Ísland komst á EM 2016 í Frakklandi. Eygló Ósk Gústafsdóttir 20 ára sundkona úr Ægi Varð fyrst íslenskra íþróttamanna að ná lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Ríó í mars. Komst í úrslit á HM í 50 m laug og vann tvenn bronsverðlaun á EM í 25 laug í Ísrael, fyrst íslenskra kvenna.Fanney Hauksdóttir23 ára kraftlyftingakona úr Gróttu Evrópumeistari í bekkpressu í -63 kg flokki og þriðja á heimslista í sínum þyngdarflokki. Heimsmeistari og heimsmethafi ungmenna sem og Íslandsmeistari í sama flokki.Gylfi Þór Sigurðsson.vísir/vilhelmGuðjón Valur Sigurðsson36 ára handboltamaður hjá Barcelona Spánar- og Evrópumeistari með Barcelona og lykilmaður í íslenska landsliðinu. Var markahæstur leikmanna Barcelona á síðustu leiktíð og í liði ársins í spænsku deildinni. Gylfi Þór Sigurðsson26 ára knattspyrnumaður hjá Swansea Í lykilhlutverki hjá íslenska landsliðinu og valinn í úrvalslið undankeppni EM. Leikur með Swansea sem náði besta árangri sínum frá upphafi í ensku úrvalsdeildinni í vor.Helgi Sveinsson36 ára frjálsíþróttamaður úr Ármanni Varð þriðji á HM fatlaðra og bætti heimsmetið í sínum flokki, F42, þar sem hann er í efsta sæti á heimslista. Kastaði lengst 57,36 m.Fanney Hauksdóttir.vísir/daníelHrafnhildur Lúthersdóttir24 ára sundkona úr SH Fyrsta íslenska konan til að synda til úrslita á HM í 50 m laug, þar sem hún varð í 7. sæti í 50 m bringusundi og 6. sæti í 100 m bringusundi. Náði Ólympíulágmarki í fjórum greinum.Jón Arnór Stefánsson33 ára körfuboltamaður hjá Valencia Lykilmaður í liði Íslands sem keppti á úrslitakeppni Evrópumótsins í fyrsta sinn. Lék með Malaga á fyrri hluta ársins og svo Valencia, sem er ósigrað á toppnum á Spáni.Sara Björk Gunnarsdóttir25 ára knattspyrnukona hjá Rosengård Svíþjóðarmeistari með Rosengård þar sem hún er fastamaður. Liðið er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en Sara Björk er einnig lykilmaður með íslenska landsliðinu.
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Sjá meira