Ósáttir við yfirlýsingar Gunnars Braga Jón Hákon Jónsson skrifar 23. desember 2015 08:00 Gunnar Bragi Sveinsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, vilja fara sér hægt í yfirlýsingar um afstöðu Íslands gagnvart áframhaldandi banni. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í viðtali við helgarblað DV að viðskiptabann Rússa gegn Íslendingum, sem tilkomið er vegna þátttöku Íslands í refsiaðgerðum gegn Rússum vegna innrásar Rússa á Krímskaga, væri það mál sem hefði reynst honum erfiðast. En hann sagði jafnframt að það kæmi ekki til greina að endurskoða afstöðu Íslendinga gagnvart viðskiptaþvingununum. „Það er bara þannig að við getum ekki látið prinsippafstöðu víkja fyrir stundarhagsmunum, þó að þeir séu verðmiklir,“ sagði Gunnar Bragi jafnframt. Á föstudaginn samþykkti Evrópusambandið að framlengja viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum um sex mánuði. Morgunblaðið hafði eftir Gunnari Braga á mánudaginn að það þýddi óbreytt ástand hvað varðar Ísland. Viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins gagnvart Rússlandi falla ekki úr gildi fyrr en í seinni hluta janúarmánaðar, þótt Evrópusambandið sé þegar búið að ákveða að framlengja þær. Íslensk stjórnvöld hafa enga formlega ákvörðun tekið um að framlengja þátttöku sína í viðskiptaþvingununum og þurfa ekki að taka slíka ákvörðun fyrr en í janúar. Það er ekki síst þess vegna sem samráðherrar Gunnars Braga eru ósáttir við hversu afdráttarlausar yfirlýsingar hans hafa verið. Einnig vegna þess að þessa dagana er unnið að skýrslu um viðskiptasögu Íslendinga og Rússa og áhrif viðskiptabannsins á íslenskt efnahagslíf. Skýrslan er unnin fyrir samráðsvettvang stjórnvalda og hagsmunaaðila á Rússlandsmarkaði. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að verulega hefði dregið úr hrossaslátrun hjá kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga. Ágúst Andrésson forstöðumaður sagði að markaðir í Rússlandi hefðu tekið við öllu kjöti af skrokkum og gott verð fengist. En síðustu mánuði hafi lítið sem ekkert komist inn á þá markaði. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa líka farið mikinn í fjölmiðlum undanfarna daga vegna málsins. Í Fréttablaðinu í gær sagði Haukur Þór Hauksson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, að Ísland væri einungis táknrænn þátttakandi í þvingunaraðgerðum gegn Rússum. Vegna þeirra hefði 30 milljarða króna markaður með uppsjávarfisk í Rússlandi lokast. Samdægurs birtist grein eftir Kolbein Árnason, framkvæmdastjóra sömu samtaka, í Morgunblaðinu þar sem hvatt var til breytinga á afstöðu Íslands. Fréttablaðið óskaði eftir samtali við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra í gær vegna málsins, en án árangurs. ---------------- ATH í upprunalegri útgáfu fréttarinnar segir að skýrslan sem er í vinnslu sé unnin fyrir forsætisráðuneytið. Hún er unnin fyrir samráðsvettvang stjórnvalda og hagsmunaaðila á Rússlandsmarkaði. Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, vilja fara sér hægt í yfirlýsingar um afstöðu Íslands gagnvart áframhaldandi banni. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í viðtali við helgarblað DV að viðskiptabann Rússa gegn Íslendingum, sem tilkomið er vegna þátttöku Íslands í refsiaðgerðum gegn Rússum vegna innrásar Rússa á Krímskaga, væri það mál sem hefði reynst honum erfiðast. En hann sagði jafnframt að það kæmi ekki til greina að endurskoða afstöðu Íslendinga gagnvart viðskiptaþvingununum. „Það er bara þannig að við getum ekki látið prinsippafstöðu víkja fyrir stundarhagsmunum, þó að þeir séu verðmiklir,“ sagði Gunnar Bragi jafnframt. Á föstudaginn samþykkti Evrópusambandið að framlengja viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum um sex mánuði. Morgunblaðið hafði eftir Gunnari Braga á mánudaginn að það þýddi óbreytt ástand hvað varðar Ísland. Viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins gagnvart Rússlandi falla ekki úr gildi fyrr en í seinni hluta janúarmánaðar, þótt Evrópusambandið sé þegar búið að ákveða að framlengja þær. Íslensk stjórnvöld hafa enga formlega ákvörðun tekið um að framlengja þátttöku sína í viðskiptaþvingununum og þurfa ekki að taka slíka ákvörðun fyrr en í janúar. Það er ekki síst þess vegna sem samráðherrar Gunnars Braga eru ósáttir við hversu afdráttarlausar yfirlýsingar hans hafa verið. Einnig vegna þess að þessa dagana er unnið að skýrslu um viðskiptasögu Íslendinga og Rússa og áhrif viðskiptabannsins á íslenskt efnahagslíf. Skýrslan er unnin fyrir samráðsvettvang stjórnvalda og hagsmunaaðila á Rússlandsmarkaði. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að verulega hefði dregið úr hrossaslátrun hjá kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga. Ágúst Andrésson forstöðumaður sagði að markaðir í Rússlandi hefðu tekið við öllu kjöti af skrokkum og gott verð fengist. En síðustu mánuði hafi lítið sem ekkert komist inn á þá markaði. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa líka farið mikinn í fjölmiðlum undanfarna daga vegna málsins. Í Fréttablaðinu í gær sagði Haukur Þór Hauksson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, að Ísland væri einungis táknrænn þátttakandi í þvingunaraðgerðum gegn Rússum. Vegna þeirra hefði 30 milljarða króna markaður með uppsjávarfisk í Rússlandi lokast. Samdægurs birtist grein eftir Kolbein Árnason, framkvæmdastjóra sömu samtaka, í Morgunblaðinu þar sem hvatt var til breytinga á afstöðu Íslands. Fréttablaðið óskaði eftir samtali við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra í gær vegna málsins, en án árangurs. ---------------- ATH í upprunalegri útgáfu fréttarinnar segir að skýrslan sem er í vinnslu sé unnin fyrir forsætisráðuneytið. Hún er unnin fyrir samráðsvettvang stjórnvalda og hagsmunaaðila á Rússlandsmarkaði.
Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent