Hörð lúxusbílabarátta í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2015 09:33 Mercedes Benz á ekki nóg af GLC jeppanum fyrir Bandaríkjamarkað. Þegar 11 mánuðir voru liðnir af árinu voru þrír lúxusbílaframleiðendur svo til jafn söluháir í Bandaríkjunum. Það eru þýsku framleiðendurnir BMW og Benz og japanski framleiðandinn Lexus, sem er í eigu Toyota. BMW hafði þá selt 311.398 bíla alls á árinu, Benz með 308.885 bíla og Lexus með 303.221 bíla. Þarna munar nánast engu og eiginlega geta þeir allir orðið söluhæstir á árinu með góðri sölu í desember. Þessi röð hefur einmitt verið á þessum þremur framleiðendum á síðustu árum, en bæði Mercedes Benz og Lexus hafa dregið verulega á BMW í ár, sem vanalega hefur verið með meiri forystu í seldum bílum. Forsvarsmenn Mercedes Benz hafa sagt að fyrirtækið ætli ekki að verðfella bíla sína í desember til að reyna að ná krúnunni af BMW. Mercedes Benz átti ekki ekki góðan sölumánuð í Bandaríkjunum í nóvember og það dró á milli þeirra og BMW í mánuðinum og vöxtur BMW varð aldrei þessu vant meiri en hjá Mercedes Benz, öndvert við flesta fyrri mánuði ársins. Reyndar gekk Lexus best og jók sölu sína um 12% á meðan aukningin var 4,4% hjá BMW og 4,2% hjá Benz. Mercedes Benz á við lúxusvandamál að glíma í Bandaríkjunum, en fyrirtækið hefur ekki geta útvegað nógu marga bíla af GLC og M-Class gerð og hefur það hamlað sölu en mikil eftirspurn hefur verið eftir báðum þessum jeppum undanfarið. Forvitnilegt verður að sjá hver af þessum þremur lúxusbílaframleiðendum verður söluhæstur þar vestra þegar árið er liðið. Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Heimsfrægur barnaníðingur drepinn af samföngum Erlent Allt að 18 stig í dag Veður „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent
Þegar 11 mánuðir voru liðnir af árinu voru þrír lúxusbílaframleiðendur svo til jafn söluháir í Bandaríkjunum. Það eru þýsku framleiðendurnir BMW og Benz og japanski framleiðandinn Lexus, sem er í eigu Toyota. BMW hafði þá selt 311.398 bíla alls á árinu, Benz með 308.885 bíla og Lexus með 303.221 bíla. Þarna munar nánast engu og eiginlega geta þeir allir orðið söluhæstir á árinu með góðri sölu í desember. Þessi röð hefur einmitt verið á þessum þremur framleiðendum á síðustu árum, en bæði Mercedes Benz og Lexus hafa dregið verulega á BMW í ár, sem vanalega hefur verið með meiri forystu í seldum bílum. Forsvarsmenn Mercedes Benz hafa sagt að fyrirtækið ætli ekki að verðfella bíla sína í desember til að reyna að ná krúnunni af BMW. Mercedes Benz átti ekki ekki góðan sölumánuð í Bandaríkjunum í nóvember og það dró á milli þeirra og BMW í mánuðinum og vöxtur BMW varð aldrei þessu vant meiri en hjá Mercedes Benz, öndvert við flesta fyrri mánuði ársins. Reyndar gekk Lexus best og jók sölu sína um 12% á meðan aukningin var 4,4% hjá BMW og 4,2% hjá Benz. Mercedes Benz á við lúxusvandamál að glíma í Bandaríkjunum, en fyrirtækið hefur ekki geta útvegað nógu marga bíla af GLC og M-Class gerð og hefur það hamlað sölu en mikil eftirspurn hefur verið eftir báðum þessum jeppum undanfarið. Forvitnilegt verður að sjá hver af þessum þremur lúxusbílaframleiðendum verður söluhæstur þar vestra þegar árið er liðið.
Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Heimsfrægur barnaníðingur drepinn af samföngum Erlent Allt að 18 stig í dag Veður „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent