Mjög fallegt jólaveður í kortunum en hvassviðri og skafrenningur víða í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. desember 2015 10:11 Það verða að öllum líkindum hvít jól á höfuðborgarsvæðinu. vísir/vilhelm „Það er vaxandi norðaustanátt í dag og verður fremur hvasst í kvöld, nótt og á morgun. Þetta verða svona 10-18 metrar á sekúndu, hvassast norðvestantil í kvöld en svo færist þetta yfir og verður hvassast á Austurlandi,“ segir Helga Ívarsdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu, um veðrið í dag, Þorláksmessu, þegar margir eru á ferðinni við undirbúning jóla sem ganga í garð á morgun. Helga segir að hvassviðrinu fyrir norðan fylgi snjókoma og síðar éljagangur ásamt skafrenningin. Ferð gæti því spillst og þarf fólk því að fylgjast vel með færð á vegum áður en það leggur af stað.En hvernig verður jólaveðrið? „Það dregur úr vindi og ofankomu þegar líður á morgundaginn þannig að það verður éljaveður á morgun. Það verður ennþá þessi hvassa norðaustanátt þegar jólin verða hringd inn klukkan sex og él norðan og austan til á landinu en það ætti þá að hafa létt til suðvestan til og sunnanlands,“ segir Helga.Hvít jól um nánast allt land Á jóladag og annan í jólum er síðan útlit fyrir fínasta veður um land allt. „Það lítur út fyrir að það verði bara mjög fallegt jólaveður. Á jóladag verður hægur vindur, talsvert frost og víða bjart. Það dregur síðan úr frosti á annan í jólum og síðan fer að hlýna og hlána eftir helgi.“ Helga segir að það verði hvít jól um nánast allt land nema ef til vill alveg syðst á landinu og þá við ströndina. Þar er auð jörð núna og spáin gerir ekki ráð fyrir að það bæti mikið í. Hér að neðan má svo líta yfirlit um færð á vegum frá Vegagerðinni og veðurspá Veðurstofu Íslands:Færð á vegumAthugasemd frá veðurfræðingi:Fram á kvöld verður nokkuð þétt ofankoma norðan- og norðaustanlands en ekki skafrenningur að ráði fyrr en eftir miðjan dag. Þá 12-15 metrar á sekúndu á leiðinni frá Akureyri og út á Húsavík sem og áfram austur með ströndinni allt til Vopnafjarðar. Eins hvessir (NA 15-18 m/s) með skafrenningi og blindu fljótlega eftir hádegi í Saurbæ í Dölum, Reykhólasveit, norður yfir Þröskulda og á Steingrímsfjarðarheiði.Færð og aðstæður:Það eru hálkublettir í Þrengslum og á Hellisheiði. Hálka eða snjóþekja er raunar á flestum vegum á Suðurlandi. Á Vesturlandi og Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja. Éljagangur er nokkuð víða á Vestfjörðum.Töluverð snjókoma er á Norðurlandi og snjóþekja eða hálka á vegum. Flughált er á milli Þórshafnar og Bakkafjarðar og eins í kringum Vopnafjörð.Á Austurlandi er þungfært um Jökuldal og Möðrudalsöræfi en hálka eða snjóþekja á flestum öðrum leiðum. Ófæfært er á Vatnsskarði eystra en unnið er að opnun.Með suðausturströndinni er víðast nokkur hálka eða hálkublettir.Veðurhorfur í dag og næstu dagaNorðlæg átt 8-15 metrar á sekúndu, með snjókomu fyrir norðan, en rigningu eða slyddu austast og vestlæg átt 5-13 metrar á sekúndu sunnan til með éljum. Hiti um og yfir frostmarki við ströndina, en frost 2 til 8 stig inn til landsins.Norðan 10-18 metrar á sekúndu eftir hádegi með snjókomu og skafrenningi um landið norðanvert, en heldur hægari og él í kvöld með kólnandi veðri. Lengst af mun hægari og él syðra.Norðaustan 10-18 metrar á sekúndu og él í nótt, hvassast norðvestan til, en þurrt að kalla syðra. Hægari norðlæg átt víðast hvar og minnkandi éljagangur fyrir norðan og austan annað kvöld. Harðnandi frost.Á föstudag (jóladagur):Breytileg átt 3-8 metrar á sekúndu og víða bjart, en austan 5-10 metrar á sekúndu syðst og dálítil él. Frost á öllu landinu, 3 til 10 stig við ströndina en jafnvel yfir 20 stig inn til landsins norðan til.Á laugardag (annar í jólum):Fremur hæg suðaustlæg eða breytileg átt og stöku él, en þurrt og bjart fyrir norðan. Frost 0 til 14 stig, kaldast norðanlands. Veður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Það er vaxandi norðaustanátt í dag og verður fremur hvasst í kvöld, nótt og á morgun. Þetta verða svona 10-18 metrar á sekúndu, hvassast norðvestantil í kvöld en svo færist þetta yfir og verður hvassast á Austurlandi,“ segir Helga Ívarsdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu, um veðrið í dag, Þorláksmessu, þegar margir eru á ferðinni við undirbúning jóla sem ganga í garð á morgun. Helga segir að hvassviðrinu fyrir norðan fylgi snjókoma og síðar éljagangur ásamt skafrenningin. Ferð gæti því spillst og þarf fólk því að fylgjast vel með færð á vegum áður en það leggur af stað.En hvernig verður jólaveðrið? „Það dregur úr vindi og ofankomu þegar líður á morgundaginn þannig að það verður éljaveður á morgun. Það verður ennþá þessi hvassa norðaustanátt þegar jólin verða hringd inn klukkan sex og él norðan og austan til á landinu en það ætti þá að hafa létt til suðvestan til og sunnanlands,“ segir Helga.Hvít jól um nánast allt land Á jóladag og annan í jólum er síðan útlit fyrir fínasta veður um land allt. „Það lítur út fyrir að það verði bara mjög fallegt jólaveður. Á jóladag verður hægur vindur, talsvert frost og víða bjart. Það dregur síðan úr frosti á annan í jólum og síðan fer að hlýna og hlána eftir helgi.“ Helga segir að það verði hvít jól um nánast allt land nema ef til vill alveg syðst á landinu og þá við ströndina. Þar er auð jörð núna og spáin gerir ekki ráð fyrir að það bæti mikið í. Hér að neðan má svo líta yfirlit um færð á vegum frá Vegagerðinni og veðurspá Veðurstofu Íslands:Færð á vegumAthugasemd frá veðurfræðingi:Fram á kvöld verður nokkuð þétt ofankoma norðan- og norðaustanlands en ekki skafrenningur að ráði fyrr en eftir miðjan dag. Þá 12-15 metrar á sekúndu á leiðinni frá Akureyri og út á Húsavík sem og áfram austur með ströndinni allt til Vopnafjarðar. Eins hvessir (NA 15-18 m/s) með skafrenningi og blindu fljótlega eftir hádegi í Saurbæ í Dölum, Reykhólasveit, norður yfir Þröskulda og á Steingrímsfjarðarheiði.Færð og aðstæður:Það eru hálkublettir í Þrengslum og á Hellisheiði. Hálka eða snjóþekja er raunar á flestum vegum á Suðurlandi. Á Vesturlandi og Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja. Éljagangur er nokkuð víða á Vestfjörðum.Töluverð snjókoma er á Norðurlandi og snjóþekja eða hálka á vegum. Flughált er á milli Þórshafnar og Bakkafjarðar og eins í kringum Vopnafjörð.Á Austurlandi er þungfært um Jökuldal og Möðrudalsöræfi en hálka eða snjóþekja á flestum öðrum leiðum. Ófæfært er á Vatnsskarði eystra en unnið er að opnun.Með suðausturströndinni er víðast nokkur hálka eða hálkublettir.Veðurhorfur í dag og næstu dagaNorðlæg átt 8-15 metrar á sekúndu, með snjókomu fyrir norðan, en rigningu eða slyddu austast og vestlæg átt 5-13 metrar á sekúndu sunnan til með éljum. Hiti um og yfir frostmarki við ströndina, en frost 2 til 8 stig inn til landsins.Norðan 10-18 metrar á sekúndu eftir hádegi með snjókomu og skafrenningi um landið norðanvert, en heldur hægari og él í kvöld með kólnandi veðri. Lengst af mun hægari og él syðra.Norðaustan 10-18 metrar á sekúndu og él í nótt, hvassast norðvestan til, en þurrt að kalla syðra. Hægari norðlæg átt víðast hvar og minnkandi éljagangur fyrir norðan og austan annað kvöld. Harðnandi frost.Á föstudag (jóladagur):Breytileg átt 3-8 metrar á sekúndu og víða bjart, en austan 5-10 metrar á sekúndu syðst og dálítil él. Frost á öllu landinu, 3 til 10 stig við ströndina en jafnvel yfir 20 stig inn til landsins norðan til.Á laugardag (annar í jólum):Fremur hæg suðaustlæg eða breytileg átt og stöku él, en þurrt og bjart fyrir norðan. Frost 0 til 14 stig, kaldast norðanlands.
Veður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira