Mjög fallegt jólaveður í kortunum en hvassviðri og skafrenningur víða í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. desember 2015 10:11 Það verða að öllum líkindum hvít jól á höfuðborgarsvæðinu. vísir/vilhelm „Það er vaxandi norðaustanátt í dag og verður fremur hvasst í kvöld, nótt og á morgun. Þetta verða svona 10-18 metrar á sekúndu, hvassast norðvestantil í kvöld en svo færist þetta yfir og verður hvassast á Austurlandi,“ segir Helga Ívarsdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu, um veðrið í dag, Þorláksmessu, þegar margir eru á ferðinni við undirbúning jóla sem ganga í garð á morgun. Helga segir að hvassviðrinu fyrir norðan fylgi snjókoma og síðar éljagangur ásamt skafrenningin. Ferð gæti því spillst og þarf fólk því að fylgjast vel með færð á vegum áður en það leggur af stað.En hvernig verður jólaveðrið? „Það dregur úr vindi og ofankomu þegar líður á morgundaginn þannig að það verður éljaveður á morgun. Það verður ennþá þessi hvassa norðaustanátt þegar jólin verða hringd inn klukkan sex og él norðan og austan til á landinu en það ætti þá að hafa létt til suðvestan til og sunnanlands,“ segir Helga.Hvít jól um nánast allt land Á jóladag og annan í jólum er síðan útlit fyrir fínasta veður um land allt. „Það lítur út fyrir að það verði bara mjög fallegt jólaveður. Á jóladag verður hægur vindur, talsvert frost og víða bjart. Það dregur síðan úr frosti á annan í jólum og síðan fer að hlýna og hlána eftir helgi.“ Helga segir að það verði hvít jól um nánast allt land nema ef til vill alveg syðst á landinu og þá við ströndina. Þar er auð jörð núna og spáin gerir ekki ráð fyrir að það bæti mikið í. Hér að neðan má svo líta yfirlit um færð á vegum frá Vegagerðinni og veðurspá Veðurstofu Íslands:Færð á vegumAthugasemd frá veðurfræðingi:Fram á kvöld verður nokkuð þétt ofankoma norðan- og norðaustanlands en ekki skafrenningur að ráði fyrr en eftir miðjan dag. Þá 12-15 metrar á sekúndu á leiðinni frá Akureyri og út á Húsavík sem og áfram austur með ströndinni allt til Vopnafjarðar. Eins hvessir (NA 15-18 m/s) með skafrenningi og blindu fljótlega eftir hádegi í Saurbæ í Dölum, Reykhólasveit, norður yfir Þröskulda og á Steingrímsfjarðarheiði.Færð og aðstæður:Það eru hálkublettir í Þrengslum og á Hellisheiði. Hálka eða snjóþekja er raunar á flestum vegum á Suðurlandi. Á Vesturlandi og Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja. Éljagangur er nokkuð víða á Vestfjörðum.Töluverð snjókoma er á Norðurlandi og snjóþekja eða hálka á vegum. Flughált er á milli Þórshafnar og Bakkafjarðar og eins í kringum Vopnafjörð.Á Austurlandi er þungfært um Jökuldal og Möðrudalsöræfi en hálka eða snjóþekja á flestum öðrum leiðum. Ófæfært er á Vatnsskarði eystra en unnið er að opnun.Með suðausturströndinni er víðast nokkur hálka eða hálkublettir.Veðurhorfur í dag og næstu dagaNorðlæg átt 8-15 metrar á sekúndu, með snjókomu fyrir norðan, en rigningu eða slyddu austast og vestlæg átt 5-13 metrar á sekúndu sunnan til með éljum. Hiti um og yfir frostmarki við ströndina, en frost 2 til 8 stig inn til landsins.Norðan 10-18 metrar á sekúndu eftir hádegi með snjókomu og skafrenningi um landið norðanvert, en heldur hægari og él í kvöld með kólnandi veðri. Lengst af mun hægari og él syðra.Norðaustan 10-18 metrar á sekúndu og él í nótt, hvassast norðvestan til, en þurrt að kalla syðra. Hægari norðlæg átt víðast hvar og minnkandi éljagangur fyrir norðan og austan annað kvöld. Harðnandi frost.Á föstudag (jóladagur):Breytileg átt 3-8 metrar á sekúndu og víða bjart, en austan 5-10 metrar á sekúndu syðst og dálítil él. Frost á öllu landinu, 3 til 10 stig við ströndina en jafnvel yfir 20 stig inn til landsins norðan til.Á laugardag (annar í jólum):Fremur hæg suðaustlæg eða breytileg átt og stöku él, en þurrt og bjart fyrir norðan. Frost 0 til 14 stig, kaldast norðanlands. Veður Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Fleiri fréttir Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Sjá meira
„Það er vaxandi norðaustanátt í dag og verður fremur hvasst í kvöld, nótt og á morgun. Þetta verða svona 10-18 metrar á sekúndu, hvassast norðvestantil í kvöld en svo færist þetta yfir og verður hvassast á Austurlandi,“ segir Helga Ívarsdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu, um veðrið í dag, Þorláksmessu, þegar margir eru á ferðinni við undirbúning jóla sem ganga í garð á morgun. Helga segir að hvassviðrinu fyrir norðan fylgi snjókoma og síðar éljagangur ásamt skafrenningin. Ferð gæti því spillst og þarf fólk því að fylgjast vel með færð á vegum áður en það leggur af stað.En hvernig verður jólaveðrið? „Það dregur úr vindi og ofankomu þegar líður á morgundaginn þannig að það verður éljaveður á morgun. Það verður ennþá þessi hvassa norðaustanátt þegar jólin verða hringd inn klukkan sex og él norðan og austan til á landinu en það ætti þá að hafa létt til suðvestan til og sunnanlands,“ segir Helga.Hvít jól um nánast allt land Á jóladag og annan í jólum er síðan útlit fyrir fínasta veður um land allt. „Það lítur út fyrir að það verði bara mjög fallegt jólaveður. Á jóladag verður hægur vindur, talsvert frost og víða bjart. Það dregur síðan úr frosti á annan í jólum og síðan fer að hlýna og hlána eftir helgi.“ Helga segir að það verði hvít jól um nánast allt land nema ef til vill alveg syðst á landinu og þá við ströndina. Þar er auð jörð núna og spáin gerir ekki ráð fyrir að það bæti mikið í. Hér að neðan má svo líta yfirlit um færð á vegum frá Vegagerðinni og veðurspá Veðurstofu Íslands:Færð á vegumAthugasemd frá veðurfræðingi:Fram á kvöld verður nokkuð þétt ofankoma norðan- og norðaustanlands en ekki skafrenningur að ráði fyrr en eftir miðjan dag. Þá 12-15 metrar á sekúndu á leiðinni frá Akureyri og út á Húsavík sem og áfram austur með ströndinni allt til Vopnafjarðar. Eins hvessir (NA 15-18 m/s) með skafrenningi og blindu fljótlega eftir hádegi í Saurbæ í Dölum, Reykhólasveit, norður yfir Þröskulda og á Steingrímsfjarðarheiði.Færð og aðstæður:Það eru hálkublettir í Þrengslum og á Hellisheiði. Hálka eða snjóþekja er raunar á flestum vegum á Suðurlandi. Á Vesturlandi og Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja. Éljagangur er nokkuð víða á Vestfjörðum.Töluverð snjókoma er á Norðurlandi og snjóþekja eða hálka á vegum. Flughált er á milli Þórshafnar og Bakkafjarðar og eins í kringum Vopnafjörð.Á Austurlandi er þungfært um Jökuldal og Möðrudalsöræfi en hálka eða snjóþekja á flestum öðrum leiðum. Ófæfært er á Vatnsskarði eystra en unnið er að opnun.Með suðausturströndinni er víðast nokkur hálka eða hálkublettir.Veðurhorfur í dag og næstu dagaNorðlæg átt 8-15 metrar á sekúndu, með snjókomu fyrir norðan, en rigningu eða slyddu austast og vestlæg átt 5-13 metrar á sekúndu sunnan til með éljum. Hiti um og yfir frostmarki við ströndina, en frost 2 til 8 stig inn til landsins.Norðan 10-18 metrar á sekúndu eftir hádegi með snjókomu og skafrenningi um landið norðanvert, en heldur hægari og él í kvöld með kólnandi veðri. Lengst af mun hægari og él syðra.Norðaustan 10-18 metrar á sekúndu og él í nótt, hvassast norðvestan til, en þurrt að kalla syðra. Hægari norðlæg átt víðast hvar og minnkandi éljagangur fyrir norðan og austan annað kvöld. Harðnandi frost.Á föstudag (jóladagur):Breytileg átt 3-8 metrar á sekúndu og víða bjart, en austan 5-10 metrar á sekúndu syðst og dálítil él. Frost á öllu landinu, 3 til 10 stig við ströndina en jafnvel yfir 20 stig inn til landsins norðan til.Á laugardag (annar í jólum):Fremur hæg suðaustlæg eða breytileg átt og stöku él, en þurrt og bjart fyrir norðan. Frost 0 til 14 stig, kaldast norðanlands.
Veður Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Fleiri fréttir Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Sjá meira