Mest að gera á sumrin í Litlu jólabúðinni Sæunn Gísladóttir skrifar 24. desember 2015 07:00 Anne Helen Lindsay eigandi búðarinnar segir marga Íslendinga sem? safna jóladóti koma árlega. Fréttablaðið/GVA „Salan er mest í júlí og ágúst,“ segir Anne Helen Lindsay, eigandi Litlu jólabúðarinnar. Hún hefur rekið verslunina við Laugaveg 8 í fimmtán ár. „Við eigum orðið svo mikið af ferðamönnum sem koma hingað og þeir eru alveg kolvitlausir í búðina. Íslendingarnir sem eru að koma núna sjást ekki hérna á sumrin. Ég myndi segja að það væri eiginlega jafn mikil sala núna og í júlí og ágúst. Það skiptist kannski meira milli Íslendinga og útlendinga núna, en í júlí og ágúst eru það bara útlendingar sem eru að versla,“ segir Anne Helen. Anne Helen segir Íslendinga og útlendinga kaupa mismunandi vörur. „Útlendingar kaupa aðallega það sem er íslenskt handverk, það sem hefur verið framleitt sérstaklega fyrir þessa verslun og hluti sem hægt er að hengja á jólatré, ýmist úr gleri eða ull. En Íslendingarnir eru að kaupa allt mögulegt, sérstaklega skemmtilega hluti til að hengja á jólatré og styttur og annað." „Það er áberandi að útlendingar vilja íslenskt, á meðan það er blandað hjá Íslendingum. Þeir vilja líka íslenskt, en kaupa svo meirihlutann af þeim vörum sem ég flyt inn. Margir eru að safna, og koma einu sinni á ári og safna til að mynda fallegum hlutum á jólatréð,“ segir Anne Helen. Hún kaupir mikið af sömu fyrirtækjum og segir mikið um það að fólk sé að kaupa nýjar útgáfur af vörunum aftur og aftur, sérstaklega hl uti til að hengja á tréð. Anne Helen segist finna fyrir greinilegum vexti í sölu eftir að erlendum ferðamönnum fjölgaði svona mikið. „Þeir halda mér gangandi allt árið. Ef ég hefði ekki útlendingana þá myndi verslunin ekki lifa af árið. Íslendingarnir koma ekki fyrr en í október, nóvember, og desember.“ Jólafréttir Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
„Salan er mest í júlí og ágúst,“ segir Anne Helen Lindsay, eigandi Litlu jólabúðarinnar. Hún hefur rekið verslunina við Laugaveg 8 í fimmtán ár. „Við eigum orðið svo mikið af ferðamönnum sem koma hingað og þeir eru alveg kolvitlausir í búðina. Íslendingarnir sem eru að koma núna sjást ekki hérna á sumrin. Ég myndi segja að það væri eiginlega jafn mikil sala núna og í júlí og ágúst. Það skiptist kannski meira milli Íslendinga og útlendinga núna, en í júlí og ágúst eru það bara útlendingar sem eru að versla,“ segir Anne Helen. Anne Helen segir Íslendinga og útlendinga kaupa mismunandi vörur. „Útlendingar kaupa aðallega það sem er íslenskt handverk, það sem hefur verið framleitt sérstaklega fyrir þessa verslun og hluti sem hægt er að hengja á jólatré, ýmist úr gleri eða ull. En Íslendingarnir eru að kaupa allt mögulegt, sérstaklega skemmtilega hluti til að hengja á jólatré og styttur og annað." „Það er áberandi að útlendingar vilja íslenskt, á meðan það er blandað hjá Íslendingum. Þeir vilja líka íslenskt, en kaupa svo meirihlutann af þeim vörum sem ég flyt inn. Margir eru að safna, og koma einu sinni á ári og safna til að mynda fallegum hlutum á jólatréð,“ segir Anne Helen. Hún kaupir mikið af sömu fyrirtækjum og segir mikið um það að fólk sé að kaupa nýjar útgáfur af vörunum aftur og aftur, sérstaklega hl uti til að hengja á tréð. Anne Helen segist finna fyrir greinilegum vexti í sölu eftir að erlendum ferðamönnum fjölgaði svona mikið. „Þeir halda mér gangandi allt árið. Ef ég hefði ekki útlendingana þá myndi verslunin ekki lifa af árið. Íslendingarnir koma ekki fyrr en í október, nóvember, og desember.“
Jólafréttir Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira