Virðing fyrir alþjóðasamningum og lögum vega þyngra en viðskiptahagsmunir Heimir Már Pétursson skrifar 23. desember 2015 20:03 Utanríkisráðherra segir fullveldi Íslands byggja á virðingu þjóða fyrir alþjóðlegum lögum og reglum og vill að Íslendingar haldi þátttöku sinni í refsiaðgerðum sínum gegn Rússum áfram. Samtök atvinnulífsins segja hins vegar ekki eðlilegt að sjávarútvegurinn beri hitann og þungann af utanríkisstefnu Íslands í þessu máli. Í Fréttablaðinu í dag segir að bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra vilji fara sér hægt í yfirlýsingar um afstöðu Íslands gagnvart áframhaldandi viðskiptabanni gegn Rússum. „Nei, ég hef nú ekki heyrt það. Það er eðlilegt að við spjöllum um þetta milli okkar. En þeir hafa nú lýst því yfir held ég báðir á fyrri stigum að það gangi nú ekki að kalla þetta til baka,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sem reiknar þó með að framlenging bannsins verði rædd í ríkisstjórn. Í tilkynningu Samtaka atvinnulífsins segir að viðskiptabannið hafi haft mjög neikvæð áhrif á íslenskt atvinnulíf. Ætla megi að íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi og landbúnaði verði af um 15 milljarða króna tekjum á ári vegna stuðnings stjórnvalda við það. Utanríkisráðherra segist hafa áhyggjur af áhrifum innflutningsbanns Rússa á ýmis byggðarlög en hann óttist ekki um hag stærri útgerða enda hafi markaðir fyrir vörurnar að einhverju leyti verið að opnast annars staðar. „Þannig að ég hygg nú að þegar á hólminn er komið þá er fjárhagslega tjónið mun minna en menn héldu fram í upphafi. En fyrir einstök byggðarlög getur þetta verið töluvert tjón,“ segir utanríkisráðherra og vill skoða hvernig bregðast eigi við því. Samtök atvinnulífsins segja refsiaðgerðirnar gegn Rússum snerta vopnaviðskipti og fjármögnun fjármálastofnana í Rússlandi. Þar sem Íslendingar leggi hvorki stund á vopnaviðskipti né fjármögnun rússneskra banka hafi viðskiptabannið engin áhrif, en bann þeirra við innflutningi á matvælum mjög mikil áhrif á Ísland. Utanríkisráðherra segir virðingu þjóða fyrir alþjóðasamningum og lögum skipta Ísland miklu máli. „Þess vegna erum við að taka þátt í þessu. Því að það er akkúrat það sem fullveldið okkar byggir á og ég hugsa að það sé ekki hægt að tala um stærri hagsmuni en þá,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Alþingi Tengdar fréttir Ósáttir við yfirlýsingar Gunnars Braga Samráðherrar Gunnars Braga Sveinssonar eru ósáttir við afdráttarlausar yfirlýsingar um stuðning hans við viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Stjórnvöld hafa ekki tekið formlega ákvörðun um þátttöku. 23. desember 2015 08:00 Vilja að Ísland endurskoði viðskiptabann á Rússland "Það er ekki eðlilegt að sjávarútvegurinn beri hitann og þungann af utanríkisstefnu Íslands í þessu máli.“ 23. desember 2015 14:19 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Fleiri fréttir Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sjá meira
Utanríkisráðherra segir fullveldi Íslands byggja á virðingu þjóða fyrir alþjóðlegum lögum og reglum og vill að Íslendingar haldi þátttöku sinni í refsiaðgerðum sínum gegn Rússum áfram. Samtök atvinnulífsins segja hins vegar ekki eðlilegt að sjávarútvegurinn beri hitann og þungann af utanríkisstefnu Íslands í þessu máli. Í Fréttablaðinu í dag segir að bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra vilji fara sér hægt í yfirlýsingar um afstöðu Íslands gagnvart áframhaldandi viðskiptabanni gegn Rússum. „Nei, ég hef nú ekki heyrt það. Það er eðlilegt að við spjöllum um þetta milli okkar. En þeir hafa nú lýst því yfir held ég báðir á fyrri stigum að það gangi nú ekki að kalla þetta til baka,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sem reiknar þó með að framlenging bannsins verði rædd í ríkisstjórn. Í tilkynningu Samtaka atvinnulífsins segir að viðskiptabannið hafi haft mjög neikvæð áhrif á íslenskt atvinnulíf. Ætla megi að íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi og landbúnaði verði af um 15 milljarða króna tekjum á ári vegna stuðnings stjórnvalda við það. Utanríkisráðherra segist hafa áhyggjur af áhrifum innflutningsbanns Rússa á ýmis byggðarlög en hann óttist ekki um hag stærri útgerða enda hafi markaðir fyrir vörurnar að einhverju leyti verið að opnast annars staðar. „Þannig að ég hygg nú að þegar á hólminn er komið þá er fjárhagslega tjónið mun minna en menn héldu fram í upphafi. En fyrir einstök byggðarlög getur þetta verið töluvert tjón,“ segir utanríkisráðherra og vill skoða hvernig bregðast eigi við því. Samtök atvinnulífsins segja refsiaðgerðirnar gegn Rússum snerta vopnaviðskipti og fjármögnun fjármálastofnana í Rússlandi. Þar sem Íslendingar leggi hvorki stund á vopnaviðskipti né fjármögnun rússneskra banka hafi viðskiptabannið engin áhrif, en bann þeirra við innflutningi á matvælum mjög mikil áhrif á Ísland. Utanríkisráðherra segir virðingu þjóða fyrir alþjóðasamningum og lögum skipta Ísland miklu máli. „Þess vegna erum við að taka þátt í þessu. Því að það er akkúrat það sem fullveldið okkar byggir á og ég hugsa að það sé ekki hægt að tala um stærri hagsmuni en þá,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson.
Alþingi Tengdar fréttir Ósáttir við yfirlýsingar Gunnars Braga Samráðherrar Gunnars Braga Sveinssonar eru ósáttir við afdráttarlausar yfirlýsingar um stuðning hans við viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Stjórnvöld hafa ekki tekið formlega ákvörðun um þátttöku. 23. desember 2015 08:00 Vilja að Ísland endurskoði viðskiptabann á Rússland "Það er ekki eðlilegt að sjávarútvegurinn beri hitann og þungann af utanríkisstefnu Íslands í þessu máli.“ 23. desember 2015 14:19 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Fleiri fréttir Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sjá meira
Ósáttir við yfirlýsingar Gunnars Braga Samráðherrar Gunnars Braga Sveinssonar eru ósáttir við afdráttarlausar yfirlýsingar um stuðning hans við viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Stjórnvöld hafa ekki tekið formlega ákvörðun um þátttöku. 23. desember 2015 08:00
Vilja að Ísland endurskoði viðskiptabann á Rússland "Það er ekki eðlilegt að sjávarútvegurinn beri hitann og þungann af utanríkisstefnu Íslands í þessu máli.“ 23. desember 2015 14:19