Agnarsmár jólakálfur undir Eyjafjöllum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. desember 2015 13:45 Einn allra minnsti kálfur landsins, ef ekki sá minnsti, kom í heiminn í fjósi undir Eyjafjöllum þann 20. desember. Bændurnir kalla hann jólakálfinn enda býr hann inn á heimili þeirra. Kálfurinn er um fjögur kíló á meðan meðalkálfur er um tíu til tólf kíló við fæðingu. Litli kálfurinn á heima á bænum Núpi þrjú undir Eyjafjöllum hjá þeim Berglindi Hilmarsdóttur og Sverri Guðmund Guðmundssyni, bændum þar. Kálfurinn er svo lítill að þau treysta honum ekki strax innan um hina kálfana í fjósinu. Hann fær því að vera inn í eldhúsi og sólstofu og svefnstaðurinn er hundabælið. Berlind gefur kálfinum, sem er kvíga, mjólk úr lambapela, fyrst er mjólkin hituð og síðan er komið að matmálstíma. „Hún er pínulítil, hún er tæpir fimmtíu sentimetrar á hæð, hún er svona helmingurinn af venjulegum kálfi en gerir allt rétt, drekkur, fer út og er að byrja að leika sér og allt,“ segir Berglind og bætir við.Hér sést hvað Þumalína er agnarsmá miðað við hina kálfana í fjósinu á Núpi III.vísir/mhh„Fyrsta hugsunin er náttúrulega þetta lifir ekki, hún lifir ekki þetta grey. Mamma hennar skiptir sér ekkert af henni, hún sleikti hana ekkert og karaði hana ekkert, lét hana bara eiga sig. Þannig að ég fór bara með hana í vaskinn í fjósinu, þvoði og þurrkaði og svo var ekkert um annað en að fara með hana heim í eldhús eins og gert er með lömbin,“ sagði Berglind þegar hún var spurð hver fyrsta hugsun hennar hefði verið þegar hún sá litla kálfinn. Berglind fer reglulega út með kvíguna og ganga og fara þær saman í kringum húsið. Til að sjá stærðarmuninn fór Berglind með kvíguna inn í fjós til hinna kálfanna sem eru líka flestir nýkomnir í heiminn, munurinn er mjög mikill eins og sjá má. En er búið að gefa litlu kvígunni nafn ? „Ég held að hún verði bara skírð Þumalína, ég held að það endi þannig, þessi litli Nagli, kannski bara Nagli, nei ætli Þumalína verði ekki nafnið,“ segir Berglind. Jólafréttir Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Einn allra minnsti kálfur landsins, ef ekki sá minnsti, kom í heiminn í fjósi undir Eyjafjöllum þann 20. desember. Bændurnir kalla hann jólakálfinn enda býr hann inn á heimili þeirra. Kálfurinn er um fjögur kíló á meðan meðalkálfur er um tíu til tólf kíló við fæðingu. Litli kálfurinn á heima á bænum Núpi þrjú undir Eyjafjöllum hjá þeim Berglindi Hilmarsdóttur og Sverri Guðmund Guðmundssyni, bændum þar. Kálfurinn er svo lítill að þau treysta honum ekki strax innan um hina kálfana í fjósinu. Hann fær því að vera inn í eldhúsi og sólstofu og svefnstaðurinn er hundabælið. Berlind gefur kálfinum, sem er kvíga, mjólk úr lambapela, fyrst er mjólkin hituð og síðan er komið að matmálstíma. „Hún er pínulítil, hún er tæpir fimmtíu sentimetrar á hæð, hún er svona helmingurinn af venjulegum kálfi en gerir allt rétt, drekkur, fer út og er að byrja að leika sér og allt,“ segir Berglind og bætir við.Hér sést hvað Þumalína er agnarsmá miðað við hina kálfana í fjósinu á Núpi III.vísir/mhh„Fyrsta hugsunin er náttúrulega þetta lifir ekki, hún lifir ekki þetta grey. Mamma hennar skiptir sér ekkert af henni, hún sleikti hana ekkert og karaði hana ekkert, lét hana bara eiga sig. Þannig að ég fór bara með hana í vaskinn í fjósinu, þvoði og þurrkaði og svo var ekkert um annað en að fara með hana heim í eldhús eins og gert er með lömbin,“ sagði Berglind þegar hún var spurð hver fyrsta hugsun hennar hefði verið þegar hún sá litla kálfinn. Berglind fer reglulega út með kvíguna og ganga og fara þær saman í kringum húsið. Til að sjá stærðarmuninn fór Berglind með kvíguna inn í fjós til hinna kálfanna sem eru líka flestir nýkomnir í heiminn, munurinn er mjög mikill eins og sjá má. En er búið að gefa litlu kvígunni nafn ? „Ég held að hún verði bara skírð Þumalína, ég held að það endi þannig, þessi litli Nagli, kannski bara Nagli, nei ætli Þumalína verði ekki nafnið,“ segir Berglind.
Jólafréttir Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira