Jólagjafir bankanna: Bluetooth-hátalarar, peningar og úlpur sem sumir reyndu að selja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. desember 2015 14:16 Fjárfesting bankanna í nýsköpun nemur milljörðum. Vísir/Vilhelm Starfsmenn stóru bankanna þriggja fengu enga jólabónusa í ár en þó fínustu jólagjafir. Þá gat starfsfólk Símans valið á milli góðra kosta og starfsfólk Samherja í landvinnslu fékk 250 þúsund krónur í jólabónus. Vísir greindi frá því í desember að stóru bankarnir þrír myndu ekki greiða út neinn jólabónus þetta árið. Starfsfólk Íslandsbanka fékk þó 45 þúsund krónur í jólagjöf og Bose-bluetooth hátalara. Starfsfólk Arion-banka fékk Ingþórs-úlpu í jólagjöf. Einhverjir starfsmenn bankans virðast þó hafa átt góða úlpu fyrir þar sem eitthvað bar á því að úlpurnar voru auglýstar til endursölu á Bland. Í Landsbankanum voru starfsmenn gladdir með bluetooth-hátölurunum og veglegri gjafakörfu þar sem mátti finna skinku, lax, súkkulaði og fleira góðgæti. Ingþórs-úlpan sem starfsmenn Arion-banka fengu að gjöf. Dýrari jólagjöf hjá Samherja en HB Granda Starfsfólk Símans gat valið úr gjöfum og kom meðal annars til greina miði á tónlistarhátíðina Sonar og 35 þúsund króna inneign í 66°Norður. Starfsmenn Samherja fengu 200 þúsund krónur í jólauppbót og matarkörfu upp á tæpar 100 þúsund krónur. Starfsmenn hjá HB Granda fengu 35 þúsund krónur auk þess sem starfsmenn fóru meðal annars saman á jólatónleika Siggu Beinteins.Sjá einnig:HB Grandi borgar ekkert og Samherji skerðir greiðslur Starfsmenn Landspítalans, stærstu starfstöðvar landsins, fengu gjafabréf fyrir tvo í Borgarleikhúsið. Þá fengu liðsmenn Sinfóníuhljómsveitar Íslands matarkörfu í jólagjöf. Morgunblaðið gaf sínu starfsfólki fimmtán þúsund króna gjafabréf. Starfsmenn Vefpressunnar sem rekur meðal annars DV fengu 40 þúsund króna gjafabréf hjá Kosti. Þá fékk starfsfólk RÚV gjafakörfu úr Ostabúðinni. Starfsfólk 365 fékk tíu þúsund króna gjafabréf í jólagjöf.UppfærtÍ fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að starfsmenn Arion-banka hefðu fengið Eyþórs-úlpu. Hún er helmingi ódýrari en Ingþórs-úlpan. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Jólafréttir Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Starfsfólk bankanna fær ekki jólabónusa Stóru viðskiptabankarnir þrír ætla ekki að greiða starfsfólki sínu jólabónus í ár. Ekkert ákveðið um málið í Íslandsbanka og Arion banka. Desemberuppbót greidd samkvæmt kjarasamningum. Síðast greiddi Arion banki jólabónus 2013. 5. desember 2015 07:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Starfsmenn stóru bankanna þriggja fengu enga jólabónusa í ár en þó fínustu jólagjafir. Þá gat starfsfólk Símans valið á milli góðra kosta og starfsfólk Samherja í landvinnslu fékk 250 þúsund krónur í jólabónus. Vísir greindi frá því í desember að stóru bankarnir þrír myndu ekki greiða út neinn jólabónus þetta árið. Starfsfólk Íslandsbanka fékk þó 45 þúsund krónur í jólagjöf og Bose-bluetooth hátalara. Starfsfólk Arion-banka fékk Ingþórs-úlpu í jólagjöf. Einhverjir starfsmenn bankans virðast þó hafa átt góða úlpu fyrir þar sem eitthvað bar á því að úlpurnar voru auglýstar til endursölu á Bland. Í Landsbankanum voru starfsmenn gladdir með bluetooth-hátölurunum og veglegri gjafakörfu þar sem mátti finna skinku, lax, súkkulaði og fleira góðgæti. Ingþórs-úlpan sem starfsmenn Arion-banka fengu að gjöf. Dýrari jólagjöf hjá Samherja en HB Granda Starfsfólk Símans gat valið úr gjöfum og kom meðal annars til greina miði á tónlistarhátíðina Sonar og 35 þúsund króna inneign í 66°Norður. Starfsmenn Samherja fengu 200 þúsund krónur í jólauppbót og matarkörfu upp á tæpar 100 þúsund krónur. Starfsmenn hjá HB Granda fengu 35 þúsund krónur auk þess sem starfsmenn fóru meðal annars saman á jólatónleika Siggu Beinteins.Sjá einnig:HB Grandi borgar ekkert og Samherji skerðir greiðslur Starfsmenn Landspítalans, stærstu starfstöðvar landsins, fengu gjafabréf fyrir tvo í Borgarleikhúsið. Þá fengu liðsmenn Sinfóníuhljómsveitar Íslands matarkörfu í jólagjöf. Morgunblaðið gaf sínu starfsfólki fimmtán þúsund króna gjafabréf. Starfsmenn Vefpressunnar sem rekur meðal annars DV fengu 40 þúsund króna gjafabréf hjá Kosti. Þá fékk starfsfólk RÚV gjafakörfu úr Ostabúðinni. Starfsfólk 365 fékk tíu þúsund króna gjafabréf í jólagjöf.UppfærtÍ fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að starfsmenn Arion-banka hefðu fengið Eyþórs-úlpu. Hún er helmingi ódýrari en Ingþórs-úlpan. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Jólafréttir Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Starfsfólk bankanna fær ekki jólabónusa Stóru viðskiptabankarnir þrír ætla ekki að greiða starfsfólki sínu jólabónus í ár. Ekkert ákveðið um málið í Íslandsbanka og Arion banka. Desemberuppbót greidd samkvæmt kjarasamningum. Síðast greiddi Arion banki jólabónus 2013. 5. desember 2015 07:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Starfsfólk bankanna fær ekki jólabónusa Stóru viðskiptabankarnir þrír ætla ekki að greiða starfsfólki sínu jólabónus í ár. Ekkert ákveðið um málið í Íslandsbanka og Arion banka. Desemberuppbót greidd samkvæmt kjarasamningum. Síðast greiddi Arion banki jólabónus 2013. 5. desember 2015 07:00